Sanngirnisbótafrumvarpið sé blekking Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. maí 2024 20:30 Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur og einn talsmanna Réttlætis segir frumvarp um sanngirnisbætur það versta sem hann hafi séð. Það þurfi að leggja því alfarið til hliðar. Vísir/Einar Talsmaður fólks sem varð fyrir illri meðferð á vistheimilum á vegum hins opinbera segir núverandi frumvarp um sanngirnisbætur byggt á blekkingum. Betra væri að styðjast við eldri lög því tími margra sem sættu illri meðferð sé að renna eða sé jafnvel runninn út. Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis hefur verið með umdeilt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur til umsagnar síðan í nóvember í fyrra. Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að málið hefði farið marga hringi þar. Færi það fyrir Alþingi yrði það gjörbreytt. Guðsvolað frumvarp Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur og einn talsmanna Réttlætis, hóps fólks sem varð fyrir illri meðferð sem börn á opinberum vistheimilum, er meðal þeirra 42 sem gagnrýndu frumvarpið harðlega þegar það fór í Samráðsgátt stjórnvalda. „Þetta er eitt alversta frumvarp sem ég hef augum litið. Það er bókstaflega allt rangt við það því það er byggt á blekkingum. Það er látið í veðri vaka að þetta sé svona í Noregi sem er rangt. Þá er látið í veðri vaka að það hafi verið haft samráð við þolendur sem er einnig rangt. Ég tel að yfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því að draga þetta guðsvolaða frumvarp til baka,“ segir Árni. Árni gagnrýnir einnig að hámark bótafjárhæðar sé helmingi lægri en í eldri lögum, þar með sé jafnræðis ekki gætt, bætur erfist ekki og að samkvæmt frumvarpinu þurfi ekki lengur að ráðast í rannsóknir þegar grunur um illa meðferð barna kemur upp. Hann segir hægt að horfa til eldri laga um sanngirnisbætur. „Það ætti bara að styðjast við þau áfram. Þetta frumvarp miðaði eingöngu að því að spara óverulegar upphæðir fyrir ríkissjóð,“ segir Árni. Árni er meðal fjögurra annarra karla sem fóru fram á að Vöggustofurnar í Reykjavík yrðu rannsakaðar. Niðurstaða þeirra rannsóknar var að börn þar hefðu sætt illri meðferð stóran hluta þess tíma sem þær störfuðu. Hann segir að tíminn sé runninn frá mörgum þeirra sem voru vistaðir á slíkum stofnunum. Alþingi hafi ekki endalausan tíma til bæta fólki illa vist. „Hrafn Jökulsson og Fjölnir Geir Bragason eru látnir en þeir voru meðal okkar sem hvöttu til rannsóknar á Vöggustofunum í Reykjavík. Samkvæmt þessu frumvarpi þá eiga þeir ekki rétt á bótum og ekki afkomendur þeirra sem mér finnst bara ljótt,“ segir Árni. Sanngirnisbætur, fyrst og fremst táknrænar Aðspurður um hvort einhvern tíma sé að fullu hægt að bæta fólki illa meðferð á opinberum vistheimilum svarar Árni: „Nei það er aldrei hægt. Sanngirnisbætur eru fyrst og fremst táknrænar. Þetta er lokun málsins fyrir þolendur en í sjálfu sér bæta peningar ekki þann skaða sem börnin urðu fyrir. Þá er líka táknrænt ef stjórnvöld ætla að lækka bætur verulega frá því sem áður var. Hvaða skilaboð felast í því?“ Vistheimilin Vistheimili Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. 29. október 2023 23:17 Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis hefur verið með umdeilt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur til umsagnar síðan í nóvember í fyrra. Bryndís Haraldsdóttir formaður nefndarinnar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að málið hefði farið marga hringi þar. Færi það fyrir Alþingi yrði það gjörbreytt. Guðsvolað frumvarp Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur og einn talsmanna Réttlætis, hóps fólks sem varð fyrir illri meðferð sem börn á opinberum vistheimilum, er meðal þeirra 42 sem gagnrýndu frumvarpið harðlega þegar það fór í Samráðsgátt stjórnvalda. „Þetta er eitt alversta frumvarp sem ég hef augum litið. Það er bókstaflega allt rangt við það því það er byggt á blekkingum. Það er látið í veðri vaka að þetta sé svona í Noregi sem er rangt. Þá er látið í veðri vaka að það hafi verið haft samráð við þolendur sem er einnig rangt. Ég tel að yfirvöld ættu að sjá sóma sinn í því að draga þetta guðsvolaða frumvarp til baka,“ segir Árni. Árni gagnrýnir einnig að hámark bótafjárhæðar sé helmingi lægri en í eldri lögum, þar með sé jafnræðis ekki gætt, bætur erfist ekki og að samkvæmt frumvarpinu þurfi ekki lengur að ráðast í rannsóknir þegar grunur um illa meðferð barna kemur upp. Hann segir hægt að horfa til eldri laga um sanngirnisbætur. „Það ætti bara að styðjast við þau áfram. Þetta frumvarp miðaði eingöngu að því að spara óverulegar upphæðir fyrir ríkissjóð,“ segir Árni. Árni er meðal fjögurra annarra karla sem fóru fram á að Vöggustofurnar í Reykjavík yrðu rannsakaðar. Niðurstaða þeirra rannsóknar var að börn þar hefðu sætt illri meðferð stóran hluta þess tíma sem þær störfuðu. Hann segir að tíminn sé runninn frá mörgum þeirra sem voru vistaðir á slíkum stofnunum. Alþingi hafi ekki endalausan tíma til bæta fólki illa vist. „Hrafn Jökulsson og Fjölnir Geir Bragason eru látnir en þeir voru meðal okkar sem hvöttu til rannsóknar á Vöggustofunum í Reykjavík. Samkvæmt þessu frumvarpi þá eiga þeir ekki rétt á bótum og ekki afkomendur þeirra sem mér finnst bara ljótt,“ segir Árni. Sanngirnisbætur, fyrst og fremst táknrænar Aðspurður um hvort einhvern tíma sé að fullu hægt að bæta fólki illa meðferð á opinberum vistheimilum svarar Árni: „Nei það er aldrei hægt. Sanngirnisbætur eru fyrst og fremst táknrænar. Þetta er lokun málsins fyrir þolendur en í sjálfu sér bæta peningar ekki þann skaða sem börnin urðu fyrir. Þá er líka táknrænt ef stjórnvöld ætla að lækka bætur verulega frá því sem áður var. Hvaða skilaboð felast í því?“
Vistheimilin Vistheimili Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. 29. október 2023 23:17 Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Leggur til fimm milljóna hámark í frumvarpi um sanngirnisbætur Lagt er til að fimm milljóna króna þak verði á sanngirnisbótum í frumvarpi sem forsætisráðherra stefnir á að leggja fyrir þingið í næstu viku. Hún segir verulegan fjölda geta leitað til nefndarinnar. 29. október 2023 23:17
Vöggustofubörn fá tíu sálfræðiviðtöl Einstaklingar sem vistaðir voru á vöggustofunni að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins fá ókeypis sálfræðiþjónustu á kostnað borgarinnar. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar niðurstaðna skýrslu um starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árunum 1949 til 1973. 8. nóvember 2023 13:28