Stóra stundin að renna upp: Bjartsýn en með báða fætur á jörðinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. maí 2024 20:44 Séra Guðrún er sóknarprestur í Grafarvogskirkju og séra Guðmundur Karl er sóknarprestur í Lindakirkju. Fréttastofa tók púlsinn á þeim báðum í kvöld. Eftir hádegi á morgun kemur í ljós hver fimmtándi biskup Íslands verður. Valið stendur milli Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Í samtali við fréttastofu segja þau tilfinninguna góða en þora ekki að spá fyrir um hver fari með sigur úr býtum. Efna þurfti til annarrar umferðar biskupskjörs eftir að atkvæði úr fyrstu umferð féllu þannig að enginn frambjóðendanna þriggja, Guðmundar, Guðrúnar og Elínborgar Sturludóttur sóknarprests í dómkirkjunni, hlaut meiri hluta atkvæða. Guðrún hlaut 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur Karl 28,11 prósent og Elínborg Sturludóttir 25,48 prósent. Á fimmtudaginn hófst önnur umferð kjörsins þar sem kosið er milli Guðrúnar og Guðmundar. Kosningunni lýkur á hádegi á morgun og segir Guðrún í samtali við Vísi að þau fái líklegast að vita um hálfeittleytið hver vinnur hið margumtalaða biskupskjör. Fréttamaður náði tali af þeim báðum og spurði hvernig þau væru stemmd fyrir stóra deginum. „Tilfinningin er mjög góð og ég finn mikinn meðbyr. En þó er aldrei að vita hvernig fer fyrr en búið er að telja,“ segir Guðrún. Hún segir vel hafa gengið í kosningabaráttunni en hún sé alls ekki sigurviss. „En það gengur vel og ég er mjög sátt við þann gríðarlega stuðning sem ég hef fengið,“ segir Guðrún. Hún sé ánægð með hversu vel kjörið hafi farið fram. Guðmundur Karl fór hringinn Guðmundur Karl tekur í sama streng. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ekki síst síðustu dagana,“ segir hann og að hann hafi varið síðustu dögum í hringferð um landið þar sem hann hefur heimsótt kirkjunnar fólk um land allt. Mikil stemning hafi fylgt kosningabaráttu hans. „Ég er rólegur, bíð rólegur eftir niðurstöðum og er með báða fætur á jörðinni,“ segir Guðmundur. Hann segir ómetanlega skemmtilega lífsreynslu að finna hjartsláttinn í kirkjunni úti á landi. Hann sé öðruvísi á landsbyggðinni en í höfuðborginni á ýmsan hátt, en meðal annars að því leyti að víða á minni stöðum sé ekki boðið upp á sálfræðiþjónustu og kirkjan því eina sálgæsluúrræðið. Kosningunni lýkur klukkan tólf á morgun og eins og áður segir kemur að öllum líkindum í ljós skömmu síðar hver næsti biskup þjóðarinnar veður. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Efna þurfti til annarrar umferðar biskupskjörs eftir að atkvæði úr fyrstu umferð féllu þannig að enginn frambjóðendanna þriggja, Guðmundar, Guðrúnar og Elínborgar Sturludóttur sóknarprests í dómkirkjunni, hlaut meiri hluta atkvæða. Guðrún hlaut 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur Karl 28,11 prósent og Elínborg Sturludóttir 25,48 prósent. Á fimmtudaginn hófst önnur umferð kjörsins þar sem kosið er milli Guðrúnar og Guðmundar. Kosningunni lýkur á hádegi á morgun og segir Guðrún í samtali við Vísi að þau fái líklegast að vita um hálfeittleytið hver vinnur hið margumtalaða biskupskjör. Fréttamaður náði tali af þeim báðum og spurði hvernig þau væru stemmd fyrir stóra deginum. „Tilfinningin er mjög góð og ég finn mikinn meðbyr. En þó er aldrei að vita hvernig fer fyrr en búið er að telja,“ segir Guðrún. Hún segir vel hafa gengið í kosningabaráttunni en hún sé alls ekki sigurviss. „En það gengur vel og ég er mjög sátt við þann gríðarlega stuðning sem ég hef fengið,“ segir Guðrún. Hún sé ánægð með hversu vel kjörið hafi farið fram. Guðmundur Karl fór hringinn Guðmundur Karl tekur í sama streng. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og ekki síst síðustu dagana,“ segir hann og að hann hafi varið síðustu dögum í hringferð um landið þar sem hann hefur heimsótt kirkjunnar fólk um land allt. Mikil stemning hafi fylgt kosningabaráttu hans. „Ég er rólegur, bíð rólegur eftir niðurstöðum og er með báða fætur á jörðinni,“ segir Guðmundur. Hann segir ómetanlega skemmtilega lífsreynslu að finna hjartsláttinn í kirkjunni úti á landi. Hann sé öðruvísi á landsbyggðinni en í höfuðborginni á ýmsan hátt, en meðal annars að því leyti að víða á minni stöðum sé ekki boðið upp á sálfræðiþjónustu og kirkjan því eina sálgæsluúrræðið. Kosningunni lýkur klukkan tólf á morgun og eins og áður segir kemur að öllum líkindum í ljós skömmu síðar hver næsti biskup þjóðarinnar veður.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Seinni umferð biskupskjörs hefst á hádegi í dag Seinni umferð biskupskjörs hefst klukkan 12 í dag og stendur yfir til klukkan 12 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi. Í kjöri eru Guðmundur Karl Brynjarsson og Guðrún Karls Helgudóttir. 2. maí 2024 08:12
Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45