Forest í bullandi fallhættu vegna bulls í fjármálum Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 12:30 Callum Hudson-Odoi og félagar í Nottingham Forest væru búnir að gera nóg til að halda sér uppi, ef ekki væri fyrir refsingu vegna brota á fjármálareglum. Getty/Jon Hobley Áfrýjun enska knattspyrnufélagsins Nottingham Forest bar ekki árangur og nú er ljóst að félagið þarf að sætta sig við fjögurra stiga refsinguna sem liðið hlaut, í ensku úrvalsdeildinni. Forest hlaut dóm sinn um miðjan mars en ákvað að áfrýja honum í von um að missa ekki stigin fjögur. Það var aðeins annar sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Forest var refsað fyrir að brjóta reglur ensku úrvalsdeildarinnar um fjárhagslegt aðhald, með taprekstri sem var 34,5 milljónum punda meiri en leyfilegt var að mati óháðrar aganefndar. Samkvæmt reglum deildarinnar mega félög tapa samtals 105 milljónum punda yfir þriggja ára tímabil, eða 35 milljónum punda á leiktíð. Forest lék hins vegar í næstefstu deild þar til liðið komst upp í úrvalsdeild 2022, og að mati nefndarinnar hefði félagið því að hámarki mátt tapa 61 milljón punda á árunum þremur fram til 2023. Tapið nam hins vegar 95 milljónum punda. Síðustu leikirnir í fallbaráttunni: Nott. Forest (29 stig, -18 mörk): Chelsea (h), Burnley (ú). Luton (26 stig, -29 mörk): West Ham (ú), Fulham (h). Burnley (24 stig, -35 mörk): Tottenham (ú), Nottingham Forest (h). Sheffield United er fallið og tvö lið til viðbótar falla. Forest er ekki eina liðið sem refsað hefur verið í vetur vegna brota á fjármálareglunum því samtals hafa átta stig verið dregin af stigafjölda Everton vegna slíkra brota. Everton er hins vegar búið að bjarga sér frá falli, í 15. sæti með 37 stig eða 11 stigum frá fallsæti, en væri í 13. sæti ef stigin hefðu ekki verið tekin af liðinu. Forest er núna með 29 stig og væri að sama skapi öruggt um áframhaldandi veru í efstu deild ef ekki væri fyrir fjögurra stiga refsinguna. Niðurstaðan gefur bæði Luton (26 stig) og Burnley (24 stig) von um að komast úr fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Forest er með langbestu markatöluna af þessum þremur liðum. Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Forest hlaut dóm sinn um miðjan mars en ákvað að áfrýja honum í von um að missa ekki stigin fjögur. Það var aðeins annar sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum. Forest var refsað fyrir að brjóta reglur ensku úrvalsdeildarinnar um fjárhagslegt aðhald, með taprekstri sem var 34,5 milljónum punda meiri en leyfilegt var að mati óháðrar aganefndar. Samkvæmt reglum deildarinnar mega félög tapa samtals 105 milljónum punda yfir þriggja ára tímabil, eða 35 milljónum punda á leiktíð. Forest lék hins vegar í næstefstu deild þar til liðið komst upp í úrvalsdeild 2022, og að mati nefndarinnar hefði félagið því að hámarki mátt tapa 61 milljón punda á árunum þremur fram til 2023. Tapið nam hins vegar 95 milljónum punda. Síðustu leikirnir í fallbaráttunni: Nott. Forest (29 stig, -18 mörk): Chelsea (h), Burnley (ú). Luton (26 stig, -29 mörk): West Ham (ú), Fulham (h). Burnley (24 stig, -35 mörk): Tottenham (ú), Nottingham Forest (h). Sheffield United er fallið og tvö lið til viðbótar falla. Forest er ekki eina liðið sem refsað hefur verið í vetur vegna brota á fjármálareglunum því samtals hafa átta stig verið dregin af stigafjölda Everton vegna slíkra brota. Everton er hins vegar búið að bjarga sér frá falli, í 15. sæti með 37 stig eða 11 stigum frá fallsæti, en væri í 13. sæti ef stigin hefðu ekki verið tekin af liðinu. Forest er núna með 29 stig og væri að sama skapi öruggt um áframhaldandi veru í efstu deild ef ekki væri fyrir fjögurra stiga refsinguna. Niðurstaðan gefur bæði Luton (26 stig) og Burnley (24 stig) von um að komast úr fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Forest er með langbestu markatöluna af þessum þremur liðum.
Síðustu leikirnir í fallbaráttunni: Nott. Forest (29 stig, -18 mörk): Chelsea (h), Burnley (ú). Luton (26 stig, -29 mörk): West Ham (ú), Fulham (h). Burnley (24 stig, -35 mörk): Tottenham (ú), Nottingham Forest (h). Sheffield United er fallið og tvö lið til viðbótar falla.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira