Ræktar 95 tegundir af túlípönum í Mosfellsdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2024 20:04 Gísli er stærsti túlípanaræktandi landsins með sínu fólki í Dalsgarði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Túlípanar eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli til tækifærisgjafa eða bara til að hafa heima á stofuborðinu. Í gróðrarstöð í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 mismunandi tegundir af túlípönum. Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð í Mosfellsdal í næsta nágrenni við Mosfellsbæ en þar er Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi er að rækta með sínu starfsfólki rósir, túlipana, sumarblóm og jarðarber svo eitthvað sé nefnt. En túlípanarnir vekja alltaf mikla athygli fyrir fegurð sína. „Ég hef verið að rækta 95 tegundir af túlípönum í vetur og þær voru til sýnis í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta, ég gef þeim alltaf eina sýningu,” segir Gísli og bætir við. Í Dalsgarði í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 tegundir af túlípönum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil hafa rautt um jól og gult um páska og svolítið bleikt fyrir konudaginn og þá er þetta bara komið. Já, það eru allskonar litir í gangi í túlipönunum, það má eiginlega segja að það séu allir litir í þessu nema svart.” Og það er nóg að gera í Dalsgarði þessa dagana við að pakka og búnta túlípönum enda mæðradagurinn um næstu helgi. „Fólk er bara að nota mikið túlípana á Íslandi. Við erum held ég þrír til fjórir framleiðendur. Ég er held ég stærstur af þeim og það kæmi mér ekki á óvart að við erum að rækta allavega tvær og hálfa milljón túlípana á Íslandi, þrjár jafnvel en við eigum langt í langt í land en það eru miklir möguleikar enn þá, stækka markaðinn,” segir Gísli. Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi í Dalsgarði í Mosfellsdal, sem elskar túlípana og allt í kringum ræktun þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru Íslendingar duglegir að kaupa blóm og gefa blóm eins og túlípana? „Já, ég held það og bara að kaupa fyrir sjálfan sig líka. Ég horfi á þetta sem neysluvöru, þetta á bara að vera á hverjum heimili, manni líður vel innan um blóm,” segir Gísli garðyrkjubóndi. Það er meira en nóg að gera í túlípönunum þessa dagana því mæðradagurinn er sunnudaginn 12. maí og þá fá margir túlípana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Mosfellsbær Garðyrkja Blóm Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Hér erum við að tala um gróðrarstöðina Dalsgarð í Mosfellsdal í næsta nágrenni við Mosfellsbæ en þar er Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi er að rækta með sínu starfsfólki rósir, túlipana, sumarblóm og jarðarber svo eitthvað sé nefnt. En túlípanarnir vekja alltaf mikla athygli fyrir fegurð sína. „Ég hef verið að rækta 95 tegundir af túlípönum í vetur og þær voru til sýnis í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta, ég gef þeim alltaf eina sýningu,” segir Gísli og bætir við. Í Dalsgarði í Mosfellsdal eru ræktaðar 95 tegundir af túlípönum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil hafa rautt um jól og gult um páska og svolítið bleikt fyrir konudaginn og þá er þetta bara komið. Já, það eru allskonar litir í gangi í túlipönunum, það má eiginlega segja að það séu allir litir í þessu nema svart.” Og það er nóg að gera í Dalsgarði þessa dagana við að pakka og búnta túlípönum enda mæðradagurinn um næstu helgi. „Fólk er bara að nota mikið túlípana á Íslandi. Við erum held ég þrír til fjórir framleiðendur. Ég er held ég stærstur af þeim og það kæmi mér ekki á óvart að við erum að rækta allavega tvær og hálfa milljón túlípana á Íslandi, þrjár jafnvel en við eigum langt í langt í land en það eru miklir möguleikar enn þá, stækka markaðinn,” segir Gísli. Gísli Jóhannsson garðyrkjubóndi í Dalsgarði í Mosfellsdal, sem elskar túlípana og allt í kringum ræktun þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru Íslendingar duglegir að kaupa blóm og gefa blóm eins og túlípana? „Já, ég held það og bara að kaupa fyrir sjálfan sig líka. Ég horfi á þetta sem neysluvöru, þetta á bara að vera á hverjum heimili, manni líður vel innan um blóm,” segir Gísli garðyrkjubóndi. Það er meira en nóg að gera í túlípönunum þessa dagana því mæðradagurinn er sunnudaginn 12. maí og þá fá margir túlípana.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mosfellsbær Garðyrkja Blóm Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira