Rekin út af fyrir litla töf, Nadía reddaði Fanneyju og Blikar sjóðheitir Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 12:31 Breiðablik hefur farið á kostum í upphafi tímabils í Bestu deildinni. vísir/Anton Það var nóg um að vera í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þegar þrír leikir fóru fram. Rauða spjaldið fór tvisvar á loft í Kaplakrika, hjá FH og Þrótti, en Breiðablik og Valur héldu áfram á sigurbraut. FH-ingar unnu dísætan sigur gegn Þrótti, 1-0, þar sem Breukelen Woodard skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma. Skömmu áður hafði liðsfélagi hennar, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það virtist vera fyrir afar litlar sakir en hún sparkaði boltanum frá sér rétt eftir að flautuð hafði verið rangstaða. Þróttur hafði áður mist Leu Björt Kristjánsdóttur af velli með beint rautt spjald á 66. mínútu, þegar hún braut af sér sem aftasti varnarmaður. Klippa: Mörkin og rauðu spjöldin hjá FH og Þrótti Í Kópavogi voru Blikar í miklu stuði og skoruðu fimm mörk gegn Stjörnunni í fyrri hálfleik, í 5-1 sigri. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö þeirra og var það seinna afar glæsilegt, en Andrea Rut Bjarnadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir voru einnig á skotskónum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir minnkaði muninn í 2-1 fyrir Stjörnuna, þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af leiknum. Klippa: Mörk Breiðabliks og Stjörnunnar Blikar eru með fullt hús stiga eins og Valur sem slapp með skrekkinn í Keflavík og vann 2-1 sigur. Keflvíkingar komust yfir þegar landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir gerði sjaldséð mistök og missti fyrirgjöf Elvu Karenar Magnúsdóttur í markið. Það kom þó ekki að sök því Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin á 55. mínútu, með föstu skoti sem fór af varnarmanni, og Nadía Atladóttir skoraði svo sigurmarkið eftir góðan samleik við Katie Cousins. Klippa: Mörk Keflavíkur og Vals Fjórðu umferð deildarinnar lýkur í dag þegar Víkingur tekur á móti Þór/KA og Tindastóll mætir Fylki á Akureyri. Leikirnir hefjast klukkan 16, í beinni útsendingu, og verða svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18. Besta deild kvenna Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fleiri fréttir Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Sjá meira
FH-ingar unnu dísætan sigur gegn Þrótti, 1-0, þar sem Breukelen Woodard skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma. Skömmu áður hafði liðsfélagi hennar, Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt. Það virtist vera fyrir afar litlar sakir en hún sparkaði boltanum frá sér rétt eftir að flautuð hafði verið rangstaða. Þróttur hafði áður mist Leu Björt Kristjánsdóttur af velli með beint rautt spjald á 66. mínútu, þegar hún braut af sér sem aftasti varnarmaður. Klippa: Mörkin og rauðu spjöldin hjá FH og Þrótti Í Kópavogi voru Blikar í miklu stuði og skoruðu fimm mörk gegn Stjörnunni í fyrri hálfleik, í 5-1 sigri. Agla María Albertsdóttir skoraði tvö þeirra og var það seinna afar glæsilegt, en Andrea Rut Bjarnadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir voru einnig á skotskónum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir minnkaði muninn í 2-1 fyrir Stjörnuna, þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af leiknum. Klippa: Mörk Breiðabliks og Stjörnunnar Blikar eru með fullt hús stiga eins og Valur sem slapp með skrekkinn í Keflavík og vann 2-1 sigur. Keflvíkingar komust yfir þegar landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir gerði sjaldséð mistök og missti fyrirgjöf Elvu Karenar Magnúsdóttur í markið. Það kom þó ekki að sök því Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin á 55. mínútu, með föstu skoti sem fór af varnarmanni, og Nadía Atladóttir skoraði svo sigurmarkið eftir góðan samleik við Katie Cousins. Klippa: Mörk Keflavíkur og Vals Fjórðu umferð deildarinnar lýkur í dag þegar Víkingur tekur á móti Þór/KA og Tindastóll mætir Fylki á Akureyri. Leikirnir hefjast klukkan 16, í beinni útsendingu, og verða svo gerðir upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport 5 klukkan 18.
Besta deild kvenna Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Fleiri fréttir Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Sjá meira