Rodri kemur ekki til greina en Spánn á bestu stjórana Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 13:17 Erling Haaland gæti verið valinn bestur annað árið í röð, en Rodri kemur ekki til greina. Getty/Neal Simpson Átta leikmenn hafa verið tilnefndir sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en það er í höndum almennings og dómnefndar að skera úr um hver þeirra var bestur. Athygli vekur að spænski miðjumaðurinn Rodri er ekki á meðal þeirra tilnefndu, þrátt fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki hjá Manchester City og ekki tapað einum einasta leik á tímabilinu. City hefur tapað þremur af fjórum deildarleikjum sínum án Rodri. Rodri has the same number of defeats as Player of the Season nominations in the Premier League this season (0). 🤪He's the only player with:◉ 20+ shots on target◉ 20+ chances created◉ 20+ aerial duels won◉ 20+ take-ons completed◉ 20+ tackles made◉ 20+ interceptions… pic.twitter.com/Kj9MiPCIuN— Squawka (@Squawka) May 9, 2024 Liðsfélagar Rodri, þeir Erling Haaland og Phil Foden, eru hins vegar tilnefndir og gæti Haaland því unnið verðlaunin annað árið í röð. Foden var á dögunum valinn bestur af samtökum fótboltafréttamanna á Englandi. Þeir Martin Ödegaard og Declan Rice úr Arsenal, Cole Palmer úr Chelsea, Alexander Isak úr Newcastle, Ollie Watkins úr Aston Villa og Virgil van Dijk úr Liverpool eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um verðlaunin 18. maí. BREAKING: The Premier League Player of the Season nominees have been announced 👀🏆 pic.twitter.com/mQPzeOlOyb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 9, 2024 Spánverjar eru afar áberandi á listanum yfir þá stjóra sem tilnefndir eru sem besti stjóri tímabilsins. Fyrir utan Þjóðverjann Jürgen Klopp hjá Liverpool eru á listanum Spánverjarnir Pep Guardiola (City), Mikel Arteta (Arsenal), Unai Emery (Aston Villa) og Andoni Iraola (Bournemouth). Guardiola hefur unnið verðlaunin fjórum sinnum. Haaland varð í fyrra fyrstur í sögunni til að vera valinn bæði besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn, eftir 36 mörk í 35 deildarleikjum. Í vetur hefur hann skorað 25 mörk. Haaland er aftur tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn í ár, ásamt Foden, Palmer og Isak, og auk þeirra eru Kobbie Mainoo úr Manchester United, Destiny Udogie úr Tottenham og William Saliba úr Arsenal tilnefndir. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Athygli vekur að spænski miðjumaðurinn Rodri er ekki á meðal þeirra tilnefndu, þrátt fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki hjá Manchester City og ekki tapað einum einasta leik á tímabilinu. City hefur tapað þremur af fjórum deildarleikjum sínum án Rodri. Rodri has the same number of defeats as Player of the Season nominations in the Premier League this season (0). 🤪He's the only player with:◉ 20+ shots on target◉ 20+ chances created◉ 20+ aerial duels won◉ 20+ take-ons completed◉ 20+ tackles made◉ 20+ interceptions… pic.twitter.com/Kj9MiPCIuN— Squawka (@Squawka) May 9, 2024 Liðsfélagar Rodri, þeir Erling Haaland og Phil Foden, eru hins vegar tilnefndir og gæti Haaland því unnið verðlaunin annað árið í röð. Foden var á dögunum valinn bestur af samtökum fótboltafréttamanna á Englandi. Þeir Martin Ödegaard og Declan Rice úr Arsenal, Cole Palmer úr Chelsea, Alexander Isak úr Newcastle, Ollie Watkins úr Aston Villa og Virgil van Dijk úr Liverpool eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um verðlaunin 18. maí. BREAKING: The Premier League Player of the Season nominees have been announced 👀🏆 pic.twitter.com/mQPzeOlOyb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 9, 2024 Spánverjar eru afar áberandi á listanum yfir þá stjóra sem tilnefndir eru sem besti stjóri tímabilsins. Fyrir utan Þjóðverjann Jürgen Klopp hjá Liverpool eru á listanum Spánverjarnir Pep Guardiola (City), Mikel Arteta (Arsenal), Unai Emery (Aston Villa) og Andoni Iraola (Bournemouth). Guardiola hefur unnið verðlaunin fjórum sinnum. Haaland varð í fyrra fyrstur í sögunni til að vera valinn bæði besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn, eftir 36 mörk í 35 deildarleikjum. Í vetur hefur hann skorað 25 mörk. Haaland er aftur tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn í ár, ásamt Foden, Palmer og Isak, og auk þeirra eru Kobbie Mainoo úr Manchester United, Destiny Udogie úr Tottenham og William Saliba úr Arsenal tilnefndir.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira