Rodri kemur ekki til greina en Spánn á bestu stjórana Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 13:17 Erling Haaland gæti verið valinn bestur annað árið í röð, en Rodri kemur ekki til greina. Getty/Neal Simpson Átta leikmenn hafa verið tilnefndir sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en það er í höndum almennings og dómnefndar að skera úr um hver þeirra var bestur. Athygli vekur að spænski miðjumaðurinn Rodri er ekki á meðal þeirra tilnefndu, þrátt fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki hjá Manchester City og ekki tapað einum einasta leik á tímabilinu. City hefur tapað þremur af fjórum deildarleikjum sínum án Rodri. Rodri has the same number of defeats as Player of the Season nominations in the Premier League this season (0). 🤪He's the only player with:◉ 20+ shots on target◉ 20+ chances created◉ 20+ aerial duels won◉ 20+ take-ons completed◉ 20+ tackles made◉ 20+ interceptions… pic.twitter.com/Kj9MiPCIuN— Squawka (@Squawka) May 9, 2024 Liðsfélagar Rodri, þeir Erling Haaland og Phil Foden, eru hins vegar tilnefndir og gæti Haaland því unnið verðlaunin annað árið í röð. Foden var á dögunum valinn bestur af samtökum fótboltafréttamanna á Englandi. Þeir Martin Ödegaard og Declan Rice úr Arsenal, Cole Palmer úr Chelsea, Alexander Isak úr Newcastle, Ollie Watkins úr Aston Villa og Virgil van Dijk úr Liverpool eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um verðlaunin 18. maí. BREAKING: The Premier League Player of the Season nominees have been announced 👀🏆 pic.twitter.com/mQPzeOlOyb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 9, 2024 Spánverjar eru afar áberandi á listanum yfir þá stjóra sem tilnefndir eru sem besti stjóri tímabilsins. Fyrir utan Þjóðverjann Jürgen Klopp hjá Liverpool eru á listanum Spánverjarnir Pep Guardiola (City), Mikel Arteta (Arsenal), Unai Emery (Aston Villa) og Andoni Iraola (Bournemouth). Guardiola hefur unnið verðlaunin fjórum sinnum. Haaland varð í fyrra fyrstur í sögunni til að vera valinn bæði besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn, eftir 36 mörk í 35 deildarleikjum. Í vetur hefur hann skorað 25 mörk. Haaland er aftur tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn í ár, ásamt Foden, Palmer og Isak, og auk þeirra eru Kobbie Mainoo úr Manchester United, Destiny Udogie úr Tottenham og William Saliba úr Arsenal tilnefndir. Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Athygli vekur að spænski miðjumaðurinn Rodri er ekki á meðal þeirra tilnefndu, þrátt fyrir að hafa gegnt lykilhlutverki hjá Manchester City og ekki tapað einum einasta leik á tímabilinu. City hefur tapað þremur af fjórum deildarleikjum sínum án Rodri. Rodri has the same number of defeats as Player of the Season nominations in the Premier League this season (0). 🤪He's the only player with:◉ 20+ shots on target◉ 20+ chances created◉ 20+ aerial duels won◉ 20+ take-ons completed◉ 20+ tackles made◉ 20+ interceptions… pic.twitter.com/Kj9MiPCIuN— Squawka (@Squawka) May 9, 2024 Liðsfélagar Rodri, þeir Erling Haaland og Phil Foden, eru hins vegar tilnefndir og gæti Haaland því unnið verðlaunin annað árið í röð. Foden var á dögunum valinn bestur af samtökum fótboltafréttamanna á Englandi. Þeir Martin Ödegaard og Declan Rice úr Arsenal, Cole Palmer úr Chelsea, Alexander Isak úr Newcastle, Ollie Watkins úr Aston Villa og Virgil van Dijk úr Liverpool eru einnig tilnefndir. Tilkynnt verður um verðlaunin 18. maí. BREAKING: The Premier League Player of the Season nominees have been announced 👀🏆 pic.twitter.com/mQPzeOlOyb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 9, 2024 Spánverjar eru afar áberandi á listanum yfir þá stjóra sem tilnefndir eru sem besti stjóri tímabilsins. Fyrir utan Þjóðverjann Jürgen Klopp hjá Liverpool eru á listanum Spánverjarnir Pep Guardiola (City), Mikel Arteta (Arsenal), Unai Emery (Aston Villa) og Andoni Iraola (Bournemouth). Guardiola hefur unnið verðlaunin fjórum sinnum. Haaland varð í fyrra fyrstur í sögunni til að vera valinn bæði besti leikmaðurinn og besti ungi leikmaðurinn, eftir 36 mörk í 35 deildarleikjum. Í vetur hefur hann skorað 25 mörk. Haaland er aftur tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn í ár, ásamt Foden, Palmer og Isak, og auk þeirra eru Kobbie Mainoo úr Manchester United, Destiny Udogie úr Tottenham og William Saliba úr Arsenal tilnefndir.
Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira