Færeyingar áforma 4.500 króna aðgangseyri á alla ferðamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 9. maí 2024 21:51 Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2 framan við hús Lögþingsins. Egill Aðalsteinsson Færeyskir bændur efndu til mótmælaaksturs á traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpi landsstjórnarinnar um að leggja háan aðgangseyri á erlenda ferðamenn. Bændur og landeigendur telja frumvarpið ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra til að stýra sjálfir aðgengi að eigin landi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um eitt heitasta deilumál færeyskra stjórnmála um þessar mundir; frumvarp landsstjórnarinnar um sjálfbæra ferðaþjónustu, sem gerir ráð fyrir hárri gjaldtöku af erlendum ferðamönnum, 16 ára og eldri, sem koma til Færeyja með flugvélum eða skipum. Atvinnumálaráðherrann Høgni Hoydal miðar við að gjaldið, sem kallast náttúrugjald, verði sem nemur 4.500 íslenskum krónum. Flugvél Icelandair í flugtaki á Vogaflugvelli þann 1. maí síðastliðinn þegar félagið hóf áætlunarflug að nýju til Færeyja eftir tuttugu ára hlé.Egill Aðalsteinsson „Mitt frumvarp kveður á um mjög hátt gjald. Hver ferðamaður sem kemur til Færeyja mun greiða 225 danskar krónur." -En eiga bara ferðamenn að borga, ekki Færeyingar sem koma til landsins? „Bara þeir sem koma sem ferðamenn. Ekki þeir sem búa hérna.“ -Er það löglegt? „Já, það er löglegt,“ svarar Høgni. Ólíkt Íslendingum eru Færeyingar ekki bundnir af Evrópulöggjöf sem bannar slíka mismunun enda hvorki aðilar að EES-samningnum né Evrópusambandinu. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson Það voru þó önnur atriði sem knúðu færeyska bændur til að fara í mótmælaakstur á þrjátíu traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpinu í Lögþinginu þann 19. mars síðastliðinn. Þeir segja að með frumvarpinu sé löggjafinn að veita ferðamönnum aðgang að þeirra einkalöndum, þeir traðki niður landið og spilli sauðfjárbúskap. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur þeirra að stýra aðgengi að sínum jörðum en dæmi eru um að bændur hafi sjálfir tekið upp á því að rukka ferðamenn fyrir að ganga um lönd þeirrra. Bændur fóru í mótmælaakstur að Lögþinginu daginn sem mælt var fyrir frumvarpinu umdeilda. Hér ræða þeir við ráðherrann Høgna Hoydal.Kringvarpið „Bændurnir hafa réttinn til að ala sauðfé og stunda landbúnað. Það þarf að ná málamiðlun og ég vona að hún náist,“ segir Høgni en frumvarpið er núna til meðferðar í þingnefnd. Frumvarp landsstjórnarinnar gerir ráð fyrir að fjármununum verði ráðstafað heima í héraði og að ferðamannaskatturinn fari að hálfu til sveitarfélaga, fjórðungur til byggða og fjórðungur til jarðeigenda. „Hann fer beina leið til landsbyggðarinnar og til sveitarstjórnanna,“ segir Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir fimm árum fjallaði Stöð 2 um viðbrögð færeyskra bænda við átroðningi ferðamanna í þessari frétt: Færeyjar Ferðalög Norræna Skattar og tollar Icelandair Landbúnaður Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. 6. maí 2024 23:09 Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um eitt heitasta deilumál færeyskra stjórnmála um þessar mundir; frumvarp landsstjórnarinnar um sjálfbæra ferðaþjónustu, sem gerir ráð fyrir hárri gjaldtöku af erlendum ferðamönnum, 16 ára og eldri, sem koma til Færeyja með flugvélum eða skipum. Atvinnumálaráðherrann Høgni Hoydal miðar við að gjaldið, sem kallast náttúrugjald, verði sem nemur 4.500 íslenskum krónum. Flugvél Icelandair í flugtaki á Vogaflugvelli þann 1. maí síðastliðinn þegar félagið hóf áætlunarflug að nýju til Færeyja eftir tuttugu ára hlé.Egill Aðalsteinsson „Mitt frumvarp kveður á um mjög hátt gjald. Hver ferðamaður sem kemur til Færeyja mun greiða 225 danskar krónur." -En eiga bara ferðamenn að borga, ekki Færeyingar sem koma til landsins? „Bara þeir sem koma sem ferðamenn. Ekki þeir sem búa hérna.“ -Er það löglegt? „Já, það er löglegt,“ svarar Høgni. Ólíkt Íslendingum eru Færeyingar ekki bundnir af Evrópulöggjöf sem bannar slíka mismunun enda hvorki aðilar að EES-samningnum né Evrópusambandinu. Frá Saksun á Straumey.Egill Aðalsteinsson Það voru þó önnur atriði sem knúðu færeyska bændur til að fara í mótmælaakstur á þrjátíu traktorum til Þórshafnar þegar mælt var fyrir frumvarpinu í Lögþinginu þann 19. mars síðastliðinn. Þeir segja að með frumvarpinu sé löggjafinn að veita ferðamönnum aðgang að þeirra einkalöndum, þeir traðki niður landið og spilli sauðfjárbúskap. Það sé stjórnarskrárvarinn réttur þeirra að stýra aðgengi að sínum jörðum en dæmi eru um að bændur hafi sjálfir tekið upp á því að rukka ferðamenn fyrir að ganga um lönd þeirrra. Bændur fóru í mótmælaakstur að Lögþinginu daginn sem mælt var fyrir frumvarpinu umdeilda. Hér ræða þeir við ráðherrann Høgna Hoydal.Kringvarpið „Bændurnir hafa réttinn til að ala sauðfé og stunda landbúnað. Það þarf að ná málamiðlun og ég vona að hún náist,“ segir Høgni en frumvarpið er núna til meðferðar í þingnefnd. Frumvarp landsstjórnarinnar gerir ráð fyrir að fjármununum verði ráðstafað heima í héraði og að ferðamannaskatturinn fari að hálfu til sveitarfélaga, fjórðungur til byggða og fjórðungur til jarðeigenda. „Hann fer beina leið til landsbyggðarinnar og til sveitarstjórnanna,“ segir Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fyrir fimm árum fjallaði Stöð 2 um viðbrögð færeyskra bænda við átroðningi ferðamanna í þessari frétt:
Færeyjar Ferðalög Norræna Skattar og tollar Icelandair Landbúnaður Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00 Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. 6. maí 2024 23:09 Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45 Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Icelandair flýgur til Færeyja að nýju Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku. 1. maí 2024 23:00
Ferðamannastaðir Færeyja lokaðir vegna viðhalds Helstu ferðamannastaðir Færeyja voru lokaðir í þrjá daga í síðustu viku vegna viðhalds. Eitthundrað sjálfboðaliðar frá tugum landa unnu á meðan við að lagfæra göngustíga, girðingar og þess háttar, verkefni sem sexþúsund manns úr öllum heimshornum sóttu um að fá að taka þátt í. 6. maí 2024 23:09
Færeyskir fjárbændur sporna gegn átroðningi ferðamanna Bændur á einu vinsælasta göngusvæði Færeyja eru búnir að fá sig fullsadda af gróðurskemmdum sem fylgja átroðningi ferðamanna. Þeir hafa ákveðið að innheimta hátt göngugjald. 10. apríl 2019 20:45
Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9. apríl 2019 12:30