93 ára og 90 ára söngfuglar á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. maí 2024 20:22 Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir 90 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi (frá vinstri) og Steinunn Aðalbjörg Eyjólfsdóttir 93 ára félagi í Hörpukórnum á Selfossi. Þær eru báðar alltaf svo hressar og kátar og finnst fátt skemmtilegra en að syngja með Hörpukórnum. Stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú ert aldrei of gamall eða gömul til að syngja í kór en það þekkir Ingibjörg Helga, sem er 90 ára og Steinunn Aðalbjörg, sem er 93 ára og syngja saman í kór á Selfossi og Reynir, sem er 90 ár og syngur í kór í Vík í Mýrdal. Hér er ég mættu á æfingu hjá Hörpukórnum á Selfossi en það er fjölmennur kór eldri borgara, sem vekur alls staðar athygli þar sem hann kemur fram. Tvær í kórnum kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að söng og háum aldri í kór. Ingibjörg Helga hefur sungið í kór frá því að hún var 15 ára og Steinunn Aðalbjörg frá því að hún var 20 ára. En hvað er söngurinn að gefa þeim? „Bara léttir lífið, bara gleði og ánægju, ekkert annað. Þetta er frábær og dásamlegur kór, það er yndislegt að fá að syngja með svona glöðu fólki og góður söngstjóri, léttur og kátur,” segja þær stöllur. Og ætlið þið bara að halda áfram að syngja þangað til að yfir líkur? „Já, já, á meðan röddin gefur sig ekki, þá höldum við áfram alveg ótrauðar.” Hörpukórinn á Selfossi, sem er skipaður eldri borgurum í bæjarfélaginu. Stjórnandi er Stefán Þorleifsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá er það Kammerkórinn í Vík í Mýrdal, sem er að gera góða hluti en þar er Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík í kórnum en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu. „Ég má þakka fyrir hvað ég hef röddina enn þá. Söngurinn gefur mér gríðarlega mikið enda hef ég alltaf haft gaman af söng og vil helst alltaf vera þar sem verið er að syngja,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson, sem er 90 ára félagi í Kammerkórnum í Vík í Mýrdal en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ætlar að halda áfram að syngja? „Já meðan ég hef rödd til þess þá geri ég það og hef gaman af því og á meðan fólk vill hafa mig í kórnum með sér,” segir Reynir hlægjandi. Kammerkórinn í Vík í Mýrdal þar sem Reynir er einn af félögum kórsins. Stjórnandi kórsins er Alexandra Chernyshova.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mýrdalshreppur Eldri borgarar Kórar Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Hér er ég mættu á æfingu hjá Hörpukórnum á Selfossi en það er fjölmennur kór eldri borgara, sem vekur alls staðar athygli þar sem hann kemur fram. Tvær í kórnum kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að söng og háum aldri í kór. Ingibjörg Helga hefur sungið í kór frá því að hún var 15 ára og Steinunn Aðalbjörg frá því að hún var 20 ára. En hvað er söngurinn að gefa þeim? „Bara léttir lífið, bara gleði og ánægju, ekkert annað. Þetta er frábær og dásamlegur kór, það er yndislegt að fá að syngja með svona glöðu fólki og góður söngstjóri, léttur og kátur,” segja þær stöllur. Og ætlið þið bara að halda áfram að syngja þangað til að yfir líkur? „Já, já, á meðan röddin gefur sig ekki, þá höldum við áfram alveg ótrauðar.” Hörpukórinn á Selfossi, sem er skipaður eldri borgurum í bæjarfélaginu. Stjórnandi er Stefán Þorleifsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þá er það Kammerkórinn í Vík í Mýrdal, sem er að gera góða hluti en þar er Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík í kórnum en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu. „Ég má þakka fyrir hvað ég hef röddina enn þá. Söngurinn gefur mér gríðarlega mikið enda hef ég alltaf haft gaman af söng og vil helst alltaf vera þar sem verið er að syngja,” segir Reynir. Reynir Ragnarsson, sem er 90 ára félagi í Kammerkórnum í Vík í Mýrdal en hann syngur í þremur öðrum kórum á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ætlar að halda áfram að syngja? „Já meðan ég hef rödd til þess þá geri ég það og hef gaman af því og á meðan fólk vill hafa mig í kórnum með sér,” segir Reynir hlægjandi. Kammerkórinn í Vík í Mýrdal þar sem Reynir er einn af félögum kórsins. Stjórnandi kórsins er Alexandra Chernyshova.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mýrdalshreppur Eldri borgarar Kórar Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira