Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2024 12:01 Andri Lucas Guðjohnsen var léttur í bragði eftir sigurinn í gær og tók við sætabrauði frá liðsstjóra sínum. @LyngbyBoldklub Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. Á samfélagsmiðlum Lyngby var í dag birt skemmtilegt myndskeið úr klefanum þar sem liðsstjóri Lyngby færir Andra Lucasi verðlaun fyrir árangur sinn, í formi kanilstykkis sem framherjinn ungi fagnaði vel. Leikurinn í gær fór fram í Óðinsvéum, á heimavelli OB, og það þótti því við hæfi að bjóða Andra upp á kanilstykki sem virðist vera vinsælt bakkelsi á Fjóni. NÅR MAN BLIVER TOPSCORER PÅ FYN.. 🍰Andri Gudjohnsen scorede i går sit 13. Superliga-mål, hvilket gør ham til øjeblikkelig topscorer i rækken 👏🏻Det skulle naturligvis markeres af verdens bedste holdleder på ægte fynsk manér 😅#SammenForLyngby pic.twitter.com/tx9o8yUfiw— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2024 Andri Lucas skoraði fyrra mark Lyngby í leiknum og Sævar Atli Magnússon sigurmarkið, og eftir tvo sigra í röð er Lyngby nú sex stigum fyrir ofan OB sem situr í fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. This guy 😮💨 pic.twitter.com/ZgukG04FIz— Andri Lucas Gudjohnsen (@AndriLucasG) May 10, 2024 Andri Lucas er að sjálfsögðu staðráðinn í að verða markakóngur í Danmörku en hann er einu marki á undan Patrick Mortensen, framherja AGF, og þrír leikmenn eru svo komnir með 11 mörk. „Þetta er stórkostlegt [að vera markahæstur]. Ég geri bara það sem ég get til að hjálpa liðinu, en það er oft með því að skora,“ sagði Andri Lucas við bold.dk. „Ég er reyndar víst ekki enn kominn með stoðsendingu á þessari leiktíð en þetta er samt stórkostlegt,“ sagði Andri Lucas léttur, og var svo spurður hvort hann stefndi ekki á markakóngstitilinn: „Að sjálfsögðu. Ég geri allt til þess að skora og til þess að vera á réttum stað á réttum tíma. Liðsfélagar mínir eru farnir að þekkja mig vel og vita hvar þeir finna mig,“ sagði Andri Lucas sem kom að láni frá Norrköping í Svíþjóð síðasta sumar en hefur nú samið við félagið til þriggja ára. Danski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira
Á samfélagsmiðlum Lyngby var í dag birt skemmtilegt myndskeið úr klefanum þar sem liðsstjóri Lyngby færir Andra Lucasi verðlaun fyrir árangur sinn, í formi kanilstykkis sem framherjinn ungi fagnaði vel. Leikurinn í gær fór fram í Óðinsvéum, á heimavelli OB, og það þótti því við hæfi að bjóða Andra upp á kanilstykki sem virðist vera vinsælt bakkelsi á Fjóni. NÅR MAN BLIVER TOPSCORER PÅ FYN.. 🍰Andri Gudjohnsen scorede i går sit 13. Superliga-mål, hvilket gør ham til øjeblikkelig topscorer i rækken 👏🏻Det skulle naturligvis markeres af verdens bedste holdleder på ægte fynsk manér 😅#SammenForLyngby pic.twitter.com/tx9o8yUfiw— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) May 11, 2024 Andri Lucas skoraði fyrra mark Lyngby í leiknum og Sævar Atli Magnússon sigurmarkið, og eftir tvo sigra í röð er Lyngby nú sex stigum fyrir ofan OB sem situr í fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir. This guy 😮💨 pic.twitter.com/ZgukG04FIz— Andri Lucas Gudjohnsen (@AndriLucasG) May 10, 2024 Andri Lucas er að sjálfsögðu staðráðinn í að verða markakóngur í Danmörku en hann er einu marki á undan Patrick Mortensen, framherja AGF, og þrír leikmenn eru svo komnir með 11 mörk. „Þetta er stórkostlegt [að vera markahæstur]. Ég geri bara það sem ég get til að hjálpa liðinu, en það er oft með því að skora,“ sagði Andri Lucas við bold.dk. „Ég er reyndar víst ekki enn kominn með stoðsendingu á þessari leiktíð en þetta er samt stórkostlegt,“ sagði Andri Lucas léttur, og var svo spurður hvort hann stefndi ekki á markakóngstitilinn: „Að sjálfsögðu. Ég geri allt til þess að skora og til þess að vera á réttum stað á réttum tíma. Liðsfélagar mínir eru farnir að þekkja mig vel og vita hvar þeir finna mig,“ sagði Andri Lucas sem kom að láni frá Norrköping í Svíþjóð síðasta sumar en hefur nú samið við félagið til þriggja ára.
Danski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira