Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - FH 4-3 | Markasúpa í Garðabænum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 14. maí 2024 19:55 Stjarnan fagnaði sigri í mögnuðum leik. Vísir/Diego Stjarnan fékk FH í heimsókn á Samsungvöllinn í kvöld, í 5. umferð Bestu deildar kvenna. Boðið var upp á markasúpu en fyrstu fimm mörk leiksins komu á fyrsta korterinu. Lauk leiknum með sigri heimakvenna 4-3. Fyrsta mark leiksins varð til eftir mistök Örnu Eiríksdóttur, fyrirliða FH, á 6. mínútu leiksins, þegar hún reyndi sendingu á liðsfélaga. Sendingin var allt of máttlaus og komst Gyða Kristín Gunnarsdóttir inn í sendingu og renndi boltanum því næst auðveldlega á Esther Rós Arnarsdóttur sem var komin ein gegn markverði FH og átti í engum vandræðum með að skora. Var þetta aðeins upphafið af því markaflóði sem átti eftir að bresta á. Næsta mark kom á 11. mínútu þegar Esther Rós komst upp hægri kantinn og sendi boltann fyrir. Varnarmenn FH komu boltanum ekki frá og endaði boltinn fyrir fætur Gyðu Kristínar sem hamraði boltanum upp í þaknetið. FH tók miðju og innan skamms var liðið búið að skora. Snædís María Jörundsdóttir skoraði þá eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Stjörnukonur svöruðu strax fyrir sig í næstu sókn þegar Úlfa Dís KreyeÚlfarsdóttir skoraði eftir undirbúning frá Esther Rós á hægri kantinum. Þrjú mörk á þremur mínútum í Garðabænum. Fimmta mark leiksins, og fjórða mark Stjörnunnar kom svo á 16. mínútu eftir hornspyrnu. Andrea Mist Pálsdóttir tók spyrnuna og í kjölfarið var stiginn darraðardans inn á teignum sem endaði með því að Caitlin Cosme kom boltanum yfir línuna. Eftir þessa leiftur byrjun róuðust leikar. Breukelen Woodard átti þó fínt skot í stöngina á 26. Mínútu. Staðan 4-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var eign FH. Hafnfirðingar voru mun aðgangsharðari í síðari hálfleik og fengu að uppskera á 75. mínútu þegar boltinn barst til Elísu Lönu Sigurjónsdóttur rétt fyrir utan miðjan teig Stjörnunnar. Mundaði hún hægri löppina og þrumaði boltanum upp í hægra hornið, óverjandi fyrir Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving. FH tókst að skora sitt þriðja mark í leiknum á lokarandartökum leiksins. Breukelen Woodard, framherji FH, skallaði þá boltann í boga yfir Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving eftir fyrirgjöf. Því miður fyrir FH kom þetta mark of seint og flautað var til leiksloka skömmu seinna. Atvik leiksins Atvik leiksins er hreinlega sá tíu mínútna kafli í upphafi leiksins þar sem fimm mörk voru skoruð. Stjörnunni tókst að skora fjögur þeirra og því brekkan fyrir FH orðin svakalega brött strax í upphafi leiksins. Stjörnur og skúrkar Esther Rós Arnarsdóttir var allt í öllu í sóknarleik Garðbæinga. Skoraði hún fyrsta mark leiksins og kom að beinum hætti að næstu tveimur mörkum Stjörnunnar. Hjá FH var Elísa Lana öflug. Skoraði glæðilegt mark og var óhrædd að láta vaða á markið. Skúrkurinn er fyrirliði FH, Arna Eiríksdóttir, sem spilaði í miðri þriggja manna varnarlínu FH. Gerði hún sig seka um afdrifarík mistök í upphafi leiksins sem varð valdur að því að fyrsta mark leiksins varð til og FH-ingar algjörlega slegnir út af laginu. Sem miðvörður í þriggja manna línu aftast á vellinum, þá ber hún mikla ábyrgð einnig á því hvað gekk á í framhaldinu þar sem Stjarnan skoraði af vild. Dómarar Breki Sigurðsson dæmdi leikinn nokkuð vel. Honum varð þó á í messunni á 28. mínútu leiksins þegar hann ákvað að dæma aukaspyrnu í stað vítaspyrnu. Hulda Hrund Arnarsdóttir var þá felld greinilega innan teigs og Stjarnan hefði átt að fá víti. Stemning og umgjörð Rúmlega 200 manns mættu á þennan stór skemmtilega leik og var öll umgjörð hjá Stjörnunni eins og best verður á kosið. Heitt á grillinu og markasúpa á vellinum. „Núna var orka í okkur“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Diego „Við vonandi höfum lært af þessum hálfleikjum sem við höfum verið að byrja undanfarna leiki. Við höfum verið svolítið á hælunum til að byrja með, en núna var orka í okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur sinna kvenna. „Ég svona hugsaði til baka til leiksins í aukakeppninni í haust, þá spiluðum við FH hérna og þá skoruðum við svona í fyrstu þremur sóknunum. Hugurinn hvarflaði til baka að þeim leik. Liðið spilað feikilega góðan sóknarbolta, góðar sóknir í fyrri hálfleik sem byggðist bara á góðum varnarleik. Liðið spilaði mjög góðan varnarleik allan leikinn.“ Kristján sér þó fram á að liðið þurfi að bæta sig í nokkrum þáttum leiksins eftir þennan leik. „Við megum enn þá bæta hvernig við höldum í boltann þegar við erum að senda hann fram, eftir að við vinnum boltann. Við verðum að bæta það þótt margt hafi verið betra í dag. Við erum aðeins að taka skref fram á við, við verðum þó enn að bæta þetta. Við vorum samt pínu pirraðir hérna í seinni hálfleik að leikstjórnuninn var ekki nógu góð hjá okkur. Okkur fannst leikurinn of mikið upp í loft, en svona núna þegar ég hugsa til baka þá vorum við ekki að fá nein færi á okkur bara svona skrítin mörk sem við fáum á okkur.“ Aðspurður hvort að farið hefði um Kristján á bekknum þegar FH minnkaði muninn niður í eitt mark á lokamínútum leiksins, þá svaraði hann því neitandi. „Nei, nei, ekki þannig, úr því að það kom ekki fyrr enn þetta. Ef að andstæðingurinn hefði skorað þriðja markið mjög fljótlega eftir annað markið, þá hefði það skipt meira máli.“ Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var í dag í fyrsta skipti í leikmannahóp liðsins eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg gegn Tindastóli fyrr í mánuðinum. Anna María kom þó ekkert inn á, en Kristján á von á að hún byrji að spila fyrr en seinna. „Bara virðist vera nokkuð góð. Það virðast ekki vera nein sérstök eftirköst, það virðist ekki hafa verið brot. Þannig að hún er bara byrjuð að æfa og á möguleika á að taka þátt á næstunni, ef hún kemst í liðið.“ Besta deild kvenna Stjarnan FH
Stjarnan fékk FH í heimsókn á Samsungvöllinn í kvöld, í 5. umferð Bestu deildar kvenna. Boðið var upp á markasúpu en fyrstu fimm mörk leiksins komu á fyrsta korterinu. Lauk leiknum með sigri heimakvenna 4-3. Fyrsta mark leiksins varð til eftir mistök Örnu Eiríksdóttur, fyrirliða FH, á 6. mínútu leiksins, þegar hún reyndi sendingu á liðsfélaga. Sendingin var allt of máttlaus og komst Gyða Kristín Gunnarsdóttir inn í sendingu og renndi boltanum því næst auðveldlega á Esther Rós Arnarsdóttur sem var komin ein gegn markverði FH og átti í engum vandræðum með að skora. Var þetta aðeins upphafið af því markaflóði sem átti eftir að bresta á. Næsta mark kom á 11. mínútu þegar Esther Rós komst upp hægri kantinn og sendi boltann fyrir. Varnarmenn FH komu boltanum ekki frá og endaði boltinn fyrir fætur Gyðu Kristínar sem hamraði boltanum upp í þaknetið. FH tók miðju og innan skamms var liðið búið að skora. Snædís María Jörundsdóttir skoraði þá eftir fyrirgjöf af hægri kantinum. Stjörnukonur svöruðu strax fyrir sig í næstu sókn þegar Úlfa Dís KreyeÚlfarsdóttir skoraði eftir undirbúning frá Esther Rós á hægri kantinum. Þrjú mörk á þremur mínútum í Garðabænum. Fimmta mark leiksins, og fjórða mark Stjörnunnar kom svo á 16. mínútu eftir hornspyrnu. Andrea Mist Pálsdóttir tók spyrnuna og í kjölfarið var stiginn darraðardans inn á teignum sem endaði með því að Caitlin Cosme kom boltanum yfir línuna. Eftir þessa leiftur byrjun róuðust leikar. Breukelen Woodard átti þó fínt skot í stöngina á 26. Mínútu. Staðan 4-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var eign FH. Hafnfirðingar voru mun aðgangsharðari í síðari hálfleik og fengu að uppskera á 75. mínútu þegar boltinn barst til Elísu Lönu Sigurjónsdóttur rétt fyrir utan miðjan teig Stjörnunnar. Mundaði hún hægri löppina og þrumaði boltanum upp í hægra hornið, óverjandi fyrir Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving. FH tókst að skora sitt þriðja mark í leiknum á lokarandartökum leiksins. Breukelen Woodard, framherji FH, skallaði þá boltann í boga yfir Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving eftir fyrirgjöf. Því miður fyrir FH kom þetta mark of seint og flautað var til leiksloka skömmu seinna. Atvik leiksins Atvik leiksins er hreinlega sá tíu mínútna kafli í upphafi leiksins þar sem fimm mörk voru skoruð. Stjörnunni tókst að skora fjögur þeirra og því brekkan fyrir FH orðin svakalega brött strax í upphafi leiksins. Stjörnur og skúrkar Esther Rós Arnarsdóttir var allt í öllu í sóknarleik Garðbæinga. Skoraði hún fyrsta mark leiksins og kom að beinum hætti að næstu tveimur mörkum Stjörnunnar. Hjá FH var Elísa Lana öflug. Skoraði glæðilegt mark og var óhrædd að láta vaða á markið. Skúrkurinn er fyrirliði FH, Arna Eiríksdóttir, sem spilaði í miðri þriggja manna varnarlínu FH. Gerði hún sig seka um afdrifarík mistök í upphafi leiksins sem varð valdur að því að fyrsta mark leiksins varð til og FH-ingar algjörlega slegnir út af laginu. Sem miðvörður í þriggja manna línu aftast á vellinum, þá ber hún mikla ábyrgð einnig á því hvað gekk á í framhaldinu þar sem Stjarnan skoraði af vild. Dómarar Breki Sigurðsson dæmdi leikinn nokkuð vel. Honum varð þó á í messunni á 28. mínútu leiksins þegar hann ákvað að dæma aukaspyrnu í stað vítaspyrnu. Hulda Hrund Arnarsdóttir var þá felld greinilega innan teigs og Stjarnan hefði átt að fá víti. Stemning og umgjörð Rúmlega 200 manns mættu á þennan stór skemmtilega leik og var öll umgjörð hjá Stjörnunni eins og best verður á kosið. Heitt á grillinu og markasúpa á vellinum. „Núna var orka í okkur“ Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Diego „Við vonandi höfum lært af þessum hálfleikjum sem við höfum verið að byrja undanfarna leiki. Við höfum verið svolítið á hælunum til að byrja með, en núna var orka í okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigur sinna kvenna. „Ég svona hugsaði til baka til leiksins í aukakeppninni í haust, þá spiluðum við FH hérna og þá skoruðum við svona í fyrstu þremur sóknunum. Hugurinn hvarflaði til baka að þeim leik. Liðið spilað feikilega góðan sóknarbolta, góðar sóknir í fyrri hálfleik sem byggðist bara á góðum varnarleik. Liðið spilaði mjög góðan varnarleik allan leikinn.“ Kristján sér þó fram á að liðið þurfi að bæta sig í nokkrum þáttum leiksins eftir þennan leik. „Við megum enn þá bæta hvernig við höldum í boltann þegar við erum að senda hann fram, eftir að við vinnum boltann. Við verðum að bæta það þótt margt hafi verið betra í dag. Við erum aðeins að taka skref fram á við, við verðum þó enn að bæta þetta. Við vorum samt pínu pirraðir hérna í seinni hálfleik að leikstjórnuninn var ekki nógu góð hjá okkur. Okkur fannst leikurinn of mikið upp í loft, en svona núna þegar ég hugsa til baka þá vorum við ekki að fá nein færi á okkur bara svona skrítin mörk sem við fáum á okkur.“ Aðspurður hvort að farið hefði um Kristján á bekknum þegar FH minnkaði muninn niður í eitt mark á lokamínútum leiksins, þá svaraði hann því neitandi. „Nei, nei, ekki þannig, úr því að það kom ekki fyrr enn þetta. Ef að andstæðingurinn hefði skorað þriðja markið mjög fljótlega eftir annað markið, þá hefði það skipt meira máli.“ Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var í dag í fyrsta skipti í leikmannahóp liðsins eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg gegn Tindastóli fyrr í mánuðinum. Anna María kom þó ekkert inn á, en Kristján á von á að hún byrji að spila fyrr en seinna. „Bara virðist vera nokkuð góð. Það virðast ekki vera nein sérstök eftirköst, það virðist ekki hafa verið brot. Þannig að hún er bara byrjuð að æfa og á möguleika á að taka þátt á næstunni, ef hún kemst í liðið.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti