Telja að Bruno verði áfram á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2024 07:00 Bruno Fernandes fer ekki fet nema eitthvað óvænt gerist. Shaun Botterill/Getty Images Þrátt fyrir orðróma þess efnis að Bruno Fernandes væri að hugsa sér til hreyfings þá hafi hann ákveðið að vera áfram í herbúðum Manchester United eftir að funda nýverið með félaginu. David Ornstein, hinn gríðarlegi áreiðanlegi blaðamaður The Athletic, greinir frá en ekki er langt síðan það var talið að hinn 29 ára gamli Bruno væri að íhuga að yfirgefa Rauðu djöflana eftir fjögurra ára veru í Manchester-borg. Manchester United met Bruno Fernandes last week to discuss his future, with the club making clear they want him to stay and the midfielder expressing a desire to remain at Old Trafford.More from @David_Ornstein ⬇️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 14, 2024 Fernandes og fylgdarlið hans settist hins vegar niður með forráðamönnum Man United og samkvæmt The Athletic fékk hann þar þá staðfestingu að liðið yrði áfram byggt í kringum fyrirliðann. Portúgalinn vildi staðfestingu á þeirri vegferð sem Man United væri á en það má reikna með gríðarlegum breytingum á leikmannahóp félagsins í sumar þökk sé innkomu Sir Jim Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS. Nú þegar hefur verið tekið til á skrifstofunni. Fernandes vill sjá sönnun þess að liðið geti verið samkeppnishæft á næstu árum en hann hefur fengið nóg af meðalmennsku. Það er því ekki hægt að útiloka að ef það komi risastórt tilboð í leikmanninn að hann gæti stokkið á það. Það er þó talið ólíklegt. Samningur Fernandes á Old Trafford rennur út sumarið 2026 með möguleika á árs framlengingu. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað jafn vel og undanfarin ár hefur Bruno samt skorað 15 mörk og gefið 11 stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Alls hefur hann spilað 230 leiki fyrir félagið, skorað 79 mörk og gefið 64 stoðsendingar. Forráðamenn Man United sem og stuðningsfólk félagsins vonast til að Portúgalinn bæti við þá tölu áður en tímabilinu lýkur og þá sérstaklega gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
David Ornstein, hinn gríðarlegi áreiðanlegi blaðamaður The Athletic, greinir frá en ekki er langt síðan það var talið að hinn 29 ára gamli Bruno væri að íhuga að yfirgefa Rauðu djöflana eftir fjögurra ára veru í Manchester-borg. Manchester United met Bruno Fernandes last week to discuss his future, with the club making clear they want him to stay and the midfielder expressing a desire to remain at Old Trafford.More from @David_Ornstein ⬇️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 14, 2024 Fernandes og fylgdarlið hans settist hins vegar niður með forráðamönnum Man United og samkvæmt The Athletic fékk hann þar þá staðfestingu að liðið yrði áfram byggt í kringum fyrirliðann. Portúgalinn vildi staðfestingu á þeirri vegferð sem Man United væri á en það má reikna með gríðarlegum breytingum á leikmannahóp félagsins í sumar þökk sé innkomu Sir Jim Ratcliffe og fyrirtæki hans INEOS. Nú þegar hefur verið tekið til á skrifstofunni. Fernandes vill sjá sönnun þess að liðið geti verið samkeppnishæft á næstu árum en hann hefur fengið nóg af meðalmennsku. Það er því ekki hægt að útiloka að ef það komi risastórt tilboð í leikmanninn að hann gæti stokkið á það. Það er þó talið ólíklegt. Samningur Fernandes á Old Trafford rennur út sumarið 2026 með möguleika á árs framlengingu. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað jafn vel og undanfarin ár hefur Bruno samt skorað 15 mörk og gefið 11 stoðsendingar til þessa á leiktíðinni. Alls hefur hann spilað 230 leiki fyrir félagið, skorað 79 mörk og gefið 64 stoðsendingar. Forráðamenn Man United sem og stuðningsfólk félagsins vonast til að Portúgalinn bæti við þá tölu áður en tímabilinu lýkur og þá sérstaklega gegn Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira