„Þegar við skorum að þá er gaman“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 14. maí 2024 21:30 Jóhann Kristinn var ánægður með sínar konur í dag. Vilhelm/Vísi „Ég er ægilega ánægður, mér fannst liðið bara flott í þessum leik á móti erfiðu liði,“ sagði Jóhann Kristinn þjálfari Þór/KA eftir 4-0 sigur á Keflavík á Akureyri í Bestu deild kvenna í fótbolta. „Mér fannst Keflavík mjög flottar og skipulagðar, þær biðu eftir okkur og voru fljótar að komast upp að okkar teig. Þær voru að hóta marki í fyrri hálfleik og ná að loka á ákveðin svæði hjá okkur þannig gott að ná sigri,“ bætti Jóhann Kristinn við. Þór/KA skoraði mark tvö á 57. marki og í kjölfarið fylgdu 3. og 4. markið við á stuttum kafla. „Það var mjög gott að ná inn marki númer tvö sem hjálpaði okkur svo í þriðja og fjórða markinu. Ef við skoðum aðeins í fyrri hálfleik að þá fáum við svipaða öldu með okkur þegar við skorum fyrsta markið og það fór svolítið í taugarnar á okkur á ná ekki strax marki eftir fyrsta markið.“ „Í seinni hálfleik fundum við þessi svæði sem er ekkert hlaupið að því Keflavíkurkonur eru góðar í að loka á þau. Ég er mjög ánægður hvernig gæðin komu í gegn hjá mínu liði í dag.“ Sandra María Jessen skoraði sitt níunda mark í fimm leikjum í dag en fram að þessu hafði Sandra skorað öll mörk Þór/KA fyrir utan eitt mark sem Ísfold Marý Sigtryggsdóttir skoraði í síðasta leik. Það bætust því tveir markaskorarar við í dag. „Þegar að við skorum að þá er gaman. Ég veit að umræðan hefur mikið verið um markaskorunina hjá Söndru og það er ekkert skrýtið. Það er samt gaman að sjá stelpur sem hafa verið að leggja rosa mikið á sig að ná að skora mörk líka. Þessi mörk hefðu líka mögulega geta orðið fleiri því markmaðurinn hjá þeim átti alveg hörkuleik og kom í veg fyrir mörg skot og færi hjá okkur.“ Framundan er bikarleikur hjá Þór/KA og þrátt fyrir fjóra sigra í röð vill Jóhann að allur fókus sé á næsta verkefni. „Það er bara bikarinn næst og við getum ekki velt þessu fyrir okkur. Það er stutt á milli leikja og allir leikir erfiðir. Þannig við höfum ekki mikinn tíma til að dást af því sem við höfum gert. Við verðum bara að reyna að jafna okkur, ná heilsu og vera tilbúin í næsta slag.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Mér fannst Keflavík mjög flottar og skipulagðar, þær biðu eftir okkur og voru fljótar að komast upp að okkar teig. Þær voru að hóta marki í fyrri hálfleik og ná að loka á ákveðin svæði hjá okkur þannig gott að ná sigri,“ bætti Jóhann Kristinn við. Þór/KA skoraði mark tvö á 57. marki og í kjölfarið fylgdu 3. og 4. markið við á stuttum kafla. „Það var mjög gott að ná inn marki númer tvö sem hjálpaði okkur svo í þriðja og fjórða markinu. Ef við skoðum aðeins í fyrri hálfleik að þá fáum við svipaða öldu með okkur þegar við skorum fyrsta markið og það fór svolítið í taugarnar á okkur á ná ekki strax marki eftir fyrsta markið.“ „Í seinni hálfleik fundum við þessi svæði sem er ekkert hlaupið að því Keflavíkurkonur eru góðar í að loka á þau. Ég er mjög ánægður hvernig gæðin komu í gegn hjá mínu liði í dag.“ Sandra María Jessen skoraði sitt níunda mark í fimm leikjum í dag en fram að þessu hafði Sandra skorað öll mörk Þór/KA fyrir utan eitt mark sem Ísfold Marý Sigtryggsdóttir skoraði í síðasta leik. Það bætust því tveir markaskorarar við í dag. „Þegar að við skorum að þá er gaman. Ég veit að umræðan hefur mikið verið um markaskorunina hjá Söndru og það er ekkert skrýtið. Það er samt gaman að sjá stelpur sem hafa verið að leggja rosa mikið á sig að ná að skora mörk líka. Þessi mörk hefðu líka mögulega geta orðið fleiri því markmaðurinn hjá þeim átti alveg hörkuleik og kom í veg fyrir mörg skot og færi hjá okkur.“ Framundan er bikarleikur hjá Þór/KA og þrátt fyrir fjóra sigra í röð vill Jóhann að allur fókus sé á næsta verkefni. „Það er bara bikarinn næst og við getum ekki velt þessu fyrir okkur. Það er stutt á milli leikja og allir leikir erfiðir. Þannig við höfum ekki mikinn tíma til að dást af því sem við höfum gert. Við verðum bara að reyna að jafna okkur, ná heilsu og vera tilbúin í næsta slag.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira