Sagði sína menn hafa þurft að þjást og hrósaði varamarkverðinum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. maí 2024 22:31 Pep Guardiola hrósaði Stefan Ortega í hástert. Justin Setterfield/Getty Images „Það eru miklar tilfinningar til staðar í svona leikjum og því getur maður oft ekki spilað sinn besta leik,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, eftir 2-0 sigur liðsins á Tottenham Hotspur í kvöld. Sá sigur skilar liðinu á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir af tímabilinu. Varðandi spennustigið þá sagði Pep að ákafi mótherjans spilaði inn í sem og gæðin sem þeir kæmu með. Tottenham hafði einnig að öllu að keppa en liðið þurfti sigur til að halda draumi sínum um að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð á lífi. Það gekk ekki og Aston Villa er komið aftur í deild þeirra bestu eftir langa bið. Aston Villa Football Club.Back on Europe’s biggest stage.#UCL // @ChampionsLeague pic.twitter.com/axW43889au— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 14, 2024 „Þeir eru með frábært lið. Líkamlega sterkir, spila af miklum ákafa, vel þjálfaðir, góðir með og án bolta,“ sagði Pep um lið Tottenham og hélt áfram. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við héldum haus á erfiðum augnablikum og markverðirnir okkar gerðu sitt. Á endanum þá refsuðum við þeim á réttu augnabliki.“ Stefan Ortega kom inn af bekknum þegar Ederson meiddist um miðjan síðari hálfleik og átti einfaldlega stórlek í markinu. Hann varði til að mynda meistaralega þegar Son Heung-min slapp einn í gegn. „Hann hefur gert þetta síðan hann kom fyrst til okkar. Við höfum séð gæðin sem hann býr yfir. Hann hefur svo oft átt ótrúlegar markvörslur. Spurs er svo fljótt fram á við með Dejan Kulusevski, James Maddison, Son, Ben Johnson ásamt Pedro Porro og Pape Sarr. Þeir búa yfir gríðarlega mörgum vopnum.“ What a performance from #Ortega!It is never easy coming off the bench as a goalkeeper & #Ortega stepped up in 3 big moments & made 3 big saves, all when the score was 1-0!Saves: 3Expected Saves: 1.93Goals Prevented: +1.07A title winning performance for #MCFC!#TOTMCI pic.twitter.com/FpEL6viCPL— John Harrison (@Jhdharrison1) May 14, 2024 „Við vissum að við þyrftum að þjást en það gefur okkur líf að fá að spila einn leik til viðbótar á heimavelli á sunnudaginn.“ Man City mætir West Ham United á sunnudaginn kemur. Pep segir ekkert nema sigur koma til greina og að leikmenn séu alls ekki byrjaðir að fagna. „Leikmenn vita að þetta er ekki búið, fagnaðarlætin eru ekki hafin. Við erum glaðir og okkur er létt því við vildum vera á toppnum fyrir lokaumferðina. Við vitum að við höfum verk að vinna og stuðningsfólkið mun styðja við okkur. Við þurfum að undirbúa okkur vel, einbeita okkur og gera okkar besta,“ sagði Pep að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Varðandi spennustigið þá sagði Pep að ákafi mótherjans spilaði inn í sem og gæðin sem þeir kæmu með. Tottenham hafði einnig að öllu að keppa en liðið þurfti sigur til að halda draumi sínum um að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð á lífi. Það gekk ekki og Aston Villa er komið aftur í deild þeirra bestu eftir langa bið. Aston Villa Football Club.Back on Europe’s biggest stage.#UCL // @ChampionsLeague pic.twitter.com/axW43889au— Aston Villa (@AVFCOfficial) May 14, 2024 „Þeir eru með frábært lið. Líkamlega sterkir, spila af miklum ákafa, vel þjálfaðir, góðir með og án bolta,“ sagði Pep um lið Tottenham og hélt áfram. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur en við héldum haus á erfiðum augnablikum og markverðirnir okkar gerðu sitt. Á endanum þá refsuðum við þeim á réttu augnabliki.“ Stefan Ortega kom inn af bekknum þegar Ederson meiddist um miðjan síðari hálfleik og átti einfaldlega stórlek í markinu. Hann varði til að mynda meistaralega þegar Son Heung-min slapp einn í gegn. „Hann hefur gert þetta síðan hann kom fyrst til okkar. Við höfum séð gæðin sem hann býr yfir. Hann hefur svo oft átt ótrúlegar markvörslur. Spurs er svo fljótt fram á við með Dejan Kulusevski, James Maddison, Son, Ben Johnson ásamt Pedro Porro og Pape Sarr. Þeir búa yfir gríðarlega mörgum vopnum.“ What a performance from #Ortega!It is never easy coming off the bench as a goalkeeper & #Ortega stepped up in 3 big moments & made 3 big saves, all when the score was 1-0!Saves: 3Expected Saves: 1.93Goals Prevented: +1.07A title winning performance for #MCFC!#TOTMCI pic.twitter.com/FpEL6viCPL— John Harrison (@Jhdharrison1) May 14, 2024 „Við vissum að við þyrftum að þjást en það gefur okkur líf að fá að spila einn leik til viðbótar á heimavelli á sunnudaginn.“ Man City mætir West Ham United á sunnudaginn kemur. Pep segir ekkert nema sigur koma til greina og að leikmenn séu alls ekki byrjaðir að fagna. „Leikmenn vita að þetta er ekki búið, fagnaðarlætin eru ekki hafin. Við erum glaðir og okkur er létt því við vildum vera á toppnum fyrir lokaumferðina. Við vitum að við höfum verk að vinna og stuðningsfólkið mun styðja við okkur. Við þurfum að undirbúa okkur vel, einbeita okkur og gera okkar besta,“ sagði Pep að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira