Lífið

Ás­dís Rán býður forsetaefnum á rauða dregilinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ásdís Rán segir að um glæsilegasta viðburð landsins verði að ræða.
Ásdís Rán segir að um glæsilegasta viðburð landsins verði að ræða. Mummi Lú

Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi og athafnakona hyggst bjóða öðrum frambjóðendum og fjölskyldum þeirra til galakvölds næstkomandi laugardagskvöld. Ásdís segir tilganginn vera að hrista saman hópinn.

Ásdís segir í samtali við Vísi að um verði að ræða glæsilegasta forsetafögnuð landsins. Þar muni frambjóðendur koma saman og skála fyrir framboðunum. Strangar reglur verða um klæðaburð líkt og þekkist á galakvöldum erlendis og munu frambjóðendur ganga rauðan dregil í anda Hollywood.

„Tilgangurinn er að hrista saman hópinn eins og gengur og gerist og taka móment til að fagna þessum stóra áfanga og mikilli vinnu,“ segir Ásdís Rán. Léttar veitingar verða í boði og fullyrðir Ísdrottningin að um verði að ræða glæsilegasta viðburð ársins.

Hún vill að svo stöddu ekki upplýsa um hvar kvöldið fari fram. Það sé eingöngu ætlað frambjóðendunum tólf, fjölskyldum þeirra og einstaka boðsgestum. 

Ásdís hefur í sinni kosningabaráttu hingað til lagt áherslu á að hún hafi margra ára reynslu af kynningu landsins utan þess sem innan. Hún hafi víðtæka reynslu af skipulagningu viðburða og nokkuð ljóst að galakvöldið er dæmi um það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.