Klökkur Jóhann Berg beygði af í viðtali Aron Guðmundsson skrifar 18. maí 2024 11:22 Jóhann Berg hefur gefið mikið fyrir Burnley. Hann leikur sinn síðasta leik fyrir félagið á morgun og skiljanlega eru miklar tilfinningar sem fylgja því. Frábær þjónn fyrir félagið. Vísir/Samsett mynd Eins og við sögðum frá fyrr í dag mun íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson leika sinn síðasta leik fyrir Burnley á morgun. Jóhann Berg er á förum frá félaginu sem hann hefur varið tíma sínum hjá undanfarin átta ár og auðsjáanlegt í viðtali, sem hefur nú birst á samfélagsmiðlareikningum Burnley, hversu mikils virði þessi tími hefur verið fyrir Jóhann Berg. Jóhann Berg leikur sinn síðasta leik fyrir Burnley þegar liðið mætir Nottingham Forest á Turf Moor í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Jóhann Berg kom til Burnley frá Charlton Athletic árið 2016 Einlægur Jóhann Berg birtist okkur í umræddu viðtali á samfélagsmiðlareikningum Burnley en þar stiklar hann á stóru varðandi tíma sinn hjá Burnley. Jóhann Berg hefur verið lykilmaður yfir lengri tíma hjá félaginu. Sá leikmaður af núverandi leikmönnum liðsins sem hefur verið hve lengst á mála hjá Burnley. Yfir tvöhundruð leikir að baki. Flestir í ensku úrvalsdeildinni. Jóhann Berg verður klökkur í viðtalinu er hann er beðin um að útskýra það hvernig það verði fyrir hann að leika sinn síðasta leik fyrir Burnley á morgun. „Þetta verður tilfinningarík stund. Og það að fjölskylda mín verði viðstödd…“ segir Jóhann Berg og beygir af. „Þetta verður krefjandi stund en allt í góðu.“ Eitt er hins vegar víst. Það er að Jóhann Berg mun fá góða kveðjustund frá stuðningsmönnum Burnley sem munu án efa kunna að meta allt það sem hann hefur gert fyrir félagið. Viðtalið við Jóhann Berg í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. An emotional farewell from the Iceman who is proud to have been part of our club over the past 8 years 💙 pic.twitter.com/u1QbLZC3At— Burnley FC (@BurnleyOfficial) May 18, 2024 Tengdar fréttir Jóhann Berg fer frá Burnley í sumar Jóhann Berg Guðmundsson yfirgefur Burnley þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar. 18. maí 2024 10:20 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Jóhann Berg leikur sinn síðasta leik fyrir Burnley þegar liðið mætir Nottingham Forest á Turf Moor í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun. Jóhann Berg kom til Burnley frá Charlton Athletic árið 2016 Einlægur Jóhann Berg birtist okkur í umræddu viðtali á samfélagsmiðlareikningum Burnley en þar stiklar hann á stóru varðandi tíma sinn hjá Burnley. Jóhann Berg hefur verið lykilmaður yfir lengri tíma hjá félaginu. Sá leikmaður af núverandi leikmönnum liðsins sem hefur verið hve lengst á mála hjá Burnley. Yfir tvöhundruð leikir að baki. Flestir í ensku úrvalsdeildinni. Jóhann Berg verður klökkur í viðtalinu er hann er beðin um að útskýra það hvernig það verði fyrir hann að leika sinn síðasta leik fyrir Burnley á morgun. „Þetta verður tilfinningarík stund. Og það að fjölskylda mín verði viðstödd…“ segir Jóhann Berg og beygir af. „Þetta verður krefjandi stund en allt í góðu.“ Eitt er hins vegar víst. Það er að Jóhann Berg mun fá góða kveðjustund frá stuðningsmönnum Burnley sem munu án efa kunna að meta allt það sem hann hefur gert fyrir félagið. Viðtalið við Jóhann Berg í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. An emotional farewell from the Iceman who is proud to have been part of our club over the past 8 years 💙 pic.twitter.com/u1QbLZC3At— Burnley FC (@BurnleyOfficial) May 18, 2024
Tengdar fréttir Jóhann Berg fer frá Burnley í sumar Jóhann Berg Guðmundsson yfirgefur Burnley þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar. 18. maí 2024 10:20 Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Jóhann Berg fer frá Burnley í sumar Jóhann Berg Guðmundsson yfirgefur Burnley þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar. 18. maí 2024 10:20