Bolton og Oxford mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku B-deildinni á þjóðarleikvangi Englendinga, en liðin freistuðu þess bæði að koma sér upp um deild í gegnum umspil. Bolton hafnaði í þriðja sæti deildarinnar, en Oxford því fimmta.
Bæði mörk leiksins litu dagsins ljós í fyrri hálflrik, það fyrra þegar Josh Murphy kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Ruben Rodrigues á 31. mínútu og það seinna þegar Murphy kom boltanum aftur í netið eftir aðra stoðsendingu frá Rodrigues rétt rúmum tíu mínútum síðar.
Jón Daði var ekki í leikmannahópi Bolton í leik dagsins, en niðurstaðan varð 2-0 sigur Oxford sem vann sér þar með inn sæti í ensku B-deildinni, en Bolton þarf að gera sér annað tímabil í C-deildinni að góðu.