„Ef við þolum þann þrýsting sem verður í Grikklandi eigum við skilið að verða Evrópumeistarar“ Andri Már Eggertsson skrifar 18. maí 2024 19:25 Björgvin Páll Gústavsson í leik dagsins gegn Olympiacos Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann fjögurra marka sigur 30-26 gegn Olympiacos í úrslitaleik Evrópubikarsins á Hlíðarenda. Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, var ánægður með sigurinn en var með báðar fætur niður á jörðinni þar sem liðin eiga eftir að mætast í Grikklandi. „Þetta var risaleikur og það var stútfullt hús. Að ná fjögurra marka sigri var frábært og við vildum vinna þennan leik,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14 og Björgvin viðurkenndi að það vantaði ýmislegt upp á í leik Vals í fyrri hálfleik. „Þetta var bras í byrjun. Þeir spiluðu góða vörn. Ég hefði viljað klukka nokkra bolta í upphafi sem hefði gert lífið okkar auðveldara en þeir spiluðu leikinn ógeðslega vel. Að hafa náð að skila þessu í hús var fallegt en leikurinn þróaðist eins og við vildum þar sem við náðum að halda hraðanum uppi sem skilaði sér.“ Valsmenn tóku úr handbremsu í síðari hálfleik og spiluðu betri vörn ásamt því fór Björgvin að verja fleiri bolta sem skilaði sér í auðveldum mörkum. „Þegar seinni hálfleikur byrjaði fann maður orkuna í húsinu og maður fann að þeir voru aðeins þreyttari og fóru að skjóta verr. Maður fann orkuna í húsinu magnast og þegar allt var orðið vitlaust undir lokin þá var ekki aftur snúið.“ Björgvin var afar ánægður með einbeitinguna í liðinu þar sem hvert mark telur í einvíginu og Savvas Savvas, leikmaður Olympiacos, átti síðasta skotið sem fór í stöngina og út. „Þetta var skák og maður tók eftir því. Óskar [Bjarni Óskarsson] og Anton [Rúnarsson] voru að bregðast vel við á bekknum. Þetta var flókin viðureign og það var skák í þessu sem skilaði því að við enduðum á að vinna með fjórum mörkum en það leit ekki þannig út í byrjun.“ „Síðasta skotið fór í bakið á mér líka, þannig að ég tel þetta sem varinn bolta líka. Það er stutt á milli í þessu. Þegar við mætum í 10.000 manna höll í Grikklandi getum við ekki mætt með það hugarfar að við séum með fjögur mörk á bakinu. Við þurfum að fara í leikinn til þess að vinna hann og við höfum unnið alla þrettán leikina sem við höfum spilað í þessari keppni.“ N1-höllin var smekkfull af fólki og það var frábær stemning og Björgvin var mjög þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk. „Ég kom hingað í morgun að kíkja á skiltin og þá fann maður strax orkuna í húsinu. Ég sá fólk koma inn í sal mjög snemma í upphitun og maður fann fyrir orkunni í stúkunni. Ekki bara Valsarar heldur allt fólkið sem var tilbúið að styðja okkur í þessu rugli og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann stuðning.“ Var þetta góð generalprufa fyrir liðið sem mun spila í körfuboltahöll þar sem Olympiacos færði leikinn til að fá sem flesta Grikki til þess að mæta. „Heldur betur. Þeir fylltu alltaf þessa drasl höll með ógeðslega klefa og ég spilaði með landsliðinu þar um daginn. Þeir uppfærðu sig í stærri höll og mér skilst að þeir hafi aftur breytt um íþróttahús og farið í 10.000 manna körfuboltahöll. Það verður alvöru þrýstingur og ef við þolum þann þrýsting eigum við skilið að verða Evrópumeistarar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
„Þetta var risaleikur og það var stútfullt hús. Að ná fjögurra marka sigri var frábært og við vildum vinna þennan leik,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var jöfn í hálfleik 14-14 og Björgvin viðurkenndi að það vantaði ýmislegt upp á í leik Vals í fyrri hálfleik. „Þetta var bras í byrjun. Þeir spiluðu góða vörn. Ég hefði viljað klukka nokkra bolta í upphafi sem hefði gert lífið okkar auðveldara en þeir spiluðu leikinn ógeðslega vel. Að hafa náð að skila þessu í hús var fallegt en leikurinn þróaðist eins og við vildum þar sem við náðum að halda hraðanum uppi sem skilaði sér.“ Valsmenn tóku úr handbremsu í síðari hálfleik og spiluðu betri vörn ásamt því fór Björgvin að verja fleiri bolta sem skilaði sér í auðveldum mörkum. „Þegar seinni hálfleikur byrjaði fann maður orkuna í húsinu og maður fann að þeir voru aðeins þreyttari og fóru að skjóta verr. Maður fann orkuna í húsinu magnast og þegar allt var orðið vitlaust undir lokin þá var ekki aftur snúið.“ Björgvin var afar ánægður með einbeitinguna í liðinu þar sem hvert mark telur í einvíginu og Savvas Savvas, leikmaður Olympiacos, átti síðasta skotið sem fór í stöngina og út. „Þetta var skák og maður tók eftir því. Óskar [Bjarni Óskarsson] og Anton [Rúnarsson] voru að bregðast vel við á bekknum. Þetta var flókin viðureign og það var skák í þessu sem skilaði því að við enduðum á að vinna með fjórum mörkum en það leit ekki þannig út í byrjun.“ „Síðasta skotið fór í bakið á mér líka, þannig að ég tel þetta sem varinn bolta líka. Það er stutt á milli í þessu. Þegar við mætum í 10.000 manna höll í Grikklandi getum við ekki mætt með það hugarfar að við séum með fjögur mörk á bakinu. Við þurfum að fara í leikinn til þess að vinna hann og við höfum unnið alla þrettán leikina sem við höfum spilað í þessari keppni.“ N1-höllin var smekkfull af fólki og það var frábær stemning og Björgvin var mjög þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk. „Ég kom hingað í morgun að kíkja á skiltin og þá fann maður strax orkuna í húsinu. Ég sá fólk koma inn í sal mjög snemma í upphitun og maður fann fyrir orkunni í stúkunni. Ekki bara Valsarar heldur allt fólkið sem var tilbúið að styðja okkur í þessu rugli og ég er ótrúlega þakklátur fyrir þann stuðning.“ Var þetta góð generalprufa fyrir liðið sem mun spila í körfuboltahöll þar sem Olympiacos færði leikinn til að fá sem flesta Grikki til þess að mæta. „Heldur betur. Þeir fylltu alltaf þessa drasl höll með ógeðslega klefa og ég spilaði með landsliðinu þar um daginn. Þeir uppfærðu sig í stærri höll og mér skilst að þeir hafi aftur breytt um íþróttahús og farið í 10.000 manna körfuboltahöll. Það verður alvöru þrýstingur og ef við þolum þann þrýsting eigum við skilið að verða Evrópumeistarar,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira