Glæsihús Gerðar í Blush aftur á sölu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 13:18 Engin kynlífstæki virðast í fljótu bragði vera falin á fasteignaauglýsingu Gerðar í þetta sinn. Hún var sektuð um 200 þúsund krónur á síðasta ári fyrir duldar auglýsingar. Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, og kærastinn hennar Jakob Fannar Hansen hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt í Kópavogi á sölu. Húsið var einnig á sölu fyrir tveimur árum en á þeim tíma hefur fasteignaverð þess hækkað um tæpar sjötíu milljónir. Einbýlishúsið, sem er staðsett í Þrymsölum í Kópavogi, er tveggja hæða og skráð 404,3 fermetrar. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir og telur samtals sex svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Ásett verð er 249,9 milljónir. Vísir fjallaði um það árið 2022 þegar húsið fór á sölu. Þá var óskað eftir tilboði í eignina en fasteignamatið var 161,6 milljónir. Húsið er í dag metið á 227,2 milljónir. Gerður og Jakob eru að byggja sér draumahúsið sitt í Hveragerði. Í samtali við Vísi á sínum tíma greindi Gerður frá því að þar ættu þau fjölskyldu og vini sem þau hlökkuðu mikið til að vera nær. Jakob bjó allt sitt líf þar og flutti bara í bæinn þegar við byrjuðum að búa saman. Hún sagði að það yrði erfitt að kveðja húsið í Kópavogi en foreldrar hennar byggðu það. Húsið er staðsett nálægt golfvellinum GKG með stórbrotnu útsýni. Sektuð vegna dulinna auglýsinga Á síðasta ári var Blush gert að greiða 200 þúsund króna sekt vegna dulinna auglýsinga. Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona, vakti mikla athygli þegar hún birti myndband á samfélagsmiðlinum Tiktok þar sem hún sýndi frá fasteignaauglýsingu Gerðar. Þar benti hún á að hinum ýmsu kynlífstækjum hafði verið dreift um húsið. Neytendastofa tók málið til rannsóknar með tilliti til þess hvort um dulda auglýsingu væri að ræða og úrskurðaði síðar að svo væri. Í fljótu bragði virðast ekki vera nein kynlífstæki falin á fasteignamyndunum í þetta sinn. Nánari upplýsingar um eignina má finna á Fasteignavef Vísis. Glæsilegt útsýni er úr stofunni yfir golfvöll GKG. Húsið er afar smekklega innréttað. Baðherbergið er sérlega glæsilegt. Ljós frá Tom Dixon setja svip sinn á rýmið. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir. Fasteignamarkaður Hús og heimili Kópavogur Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Einbýlishúsið, sem er staðsett í Þrymsölum í Kópavogi, er tveggja hæða og skráð 404,3 fermetrar. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir og telur samtals sex svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Ásett verð er 249,9 milljónir. Vísir fjallaði um það árið 2022 þegar húsið fór á sölu. Þá var óskað eftir tilboði í eignina en fasteignamatið var 161,6 milljónir. Húsið er í dag metið á 227,2 milljónir. Gerður og Jakob eru að byggja sér draumahúsið sitt í Hveragerði. Í samtali við Vísi á sínum tíma greindi Gerður frá því að þar ættu þau fjölskyldu og vini sem þau hlökkuðu mikið til að vera nær. Jakob bjó allt sitt líf þar og flutti bara í bæinn þegar við byrjuðum að búa saman. Hún sagði að það yrði erfitt að kveðja húsið í Kópavogi en foreldrar hennar byggðu það. Húsið er staðsett nálægt golfvellinum GKG með stórbrotnu útsýni. Sektuð vegna dulinna auglýsinga Á síðasta ári var Blush gert að greiða 200 þúsund króna sekt vegna dulinna auglýsinga. Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona, vakti mikla athygli þegar hún birti myndband á samfélagsmiðlinum Tiktok þar sem hún sýndi frá fasteignaauglýsingu Gerðar. Þar benti hún á að hinum ýmsu kynlífstækjum hafði verið dreift um húsið. Neytendastofa tók málið til rannsóknar með tilliti til þess hvort um dulda auglýsingu væri að ræða og úrskurðaði síðar að svo væri. Í fljótu bragði virðast ekki vera nein kynlífstæki falin á fasteignamyndunum í þetta sinn. Nánari upplýsingar um eignina má finna á Fasteignavef Vísis. Glæsilegt útsýni er úr stofunni yfir golfvöll GKG. Húsið er afar smekklega innréttað. Baðherbergið er sérlega glæsilegt. Ljós frá Tom Dixon setja svip sinn á rýmið. Eigninni hefur verið skipt upp í tvær íbúðir.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Kópavogur Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira