Talið að Man Utd láti Ten Hag fara eftir úrslitaleikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2024 20:00 Skilaði titli í hús á síðustu leiktíð og gæti endurtekið leikinn um helgina. Simon Stacpoole/Getty Images Það virðist ekki sem sigur í ensku bikarkeppninni bjargi knattspyrnustjóranum Erik Ten Hag. Hann ku vera látinn fara sama hvort Manchester United leggi ríkjandi meistara og nágranna sína í Man City eður ei. Annað árið í röð mætast Manchester-liðin í úrslitum. Á síðustu leiktíð vann Man City nauman 2-1 sigur sem hjálpaði liðinu að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. Aðeins Man United hafði áorkað því áður, árið 1999. Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið skelfilegt og þrátt fyrir að sigra Newcastle United og Brighton & Hove Albion í síðustu tveimur deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þá endaði liðið í 8. sæti með aðeins 60 stig, 31 og stigi á eftir meisturum Manchester City. Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Man United og enska landsliðsins, telur næsta víst að félagið láti Ten Hag fara í sumar – sama hvernig úrslitaleikurinn gegn City fer. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzo tekur í sama streng. Ten Hag kom til Man United sumarið 2022 eftir að hafa náð góðum árangri með Ajax. Hann skilaði liðinu í 3. sæti á sínu fyrsta tímabili, kom því í úrslit enska bikarsins og vann enska deildarbikarinn. Í ár hafa gríðarleg meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur leikstíll liðsins vakið mikla athygli. Í kjölfar mikilla breytinga á skrifstofu Man United vegna komu Sir Jim Ratcliffe og félags hans INEOS fór af stað sá orðrómur að Ten Hag væri valtur í sessi. Það á enn eftir að koma í ljós hvort orðrómurinn sé á rökum reistur en sem stendur gæti Ten Hag fetað í fótspor Louis van Gaal sem var rekinn vorið 2016 eftir að stýra Man United til sigurs í ensku bikarkeppninni. Man United mætir Man City á Wembley-leikvanginum í Lundúnum klukkan 14.00 á laugardag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Annað árið í röð mætast Manchester-liðin í úrslitum. Á síðustu leiktíð vann Man City nauman 2-1 sigur sem hjálpaði liðinu að vinna þrennuna, það er deild, bikar og Meistaradeild Evrópu. Aðeins Man United hafði áorkað því áður, árið 1999. Gengi Man United á leiktíðinni hefur verið skelfilegt og þrátt fyrir að sigra Newcastle United og Brighton & Hove Albion í síðustu tveimur deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni þá endaði liðið í 8. sæti með aðeins 60 stig, 31 og stigi á eftir meisturum Manchester City. Rio Ferdinand, fyrrverandi miðvörður Man United og enska landsliðsins, telur næsta víst að félagið láti Ten Hag fara í sumar – sama hvernig úrslitaleikurinn gegn City fer. Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzo tekur í sama streng. Ten Hag kom til Man United sumarið 2022 eftir að hafa náð góðum árangri með Ajax. Hann skilaði liðinu í 3. sæti á sínu fyrsta tímabili, kom því í úrslit enska bikarsins og vann enska deildarbikarinn. Í ár hafa gríðarleg meiðsli sett strik í reikninginn og þá hefur leikstíll liðsins vakið mikla athygli. Í kjölfar mikilla breytinga á skrifstofu Man United vegna komu Sir Jim Ratcliffe og félags hans INEOS fór af stað sá orðrómur að Ten Hag væri valtur í sessi. Það á enn eftir að koma í ljós hvort orðrómurinn sé á rökum reistur en sem stendur gæti Ten Hag fetað í fótspor Louis van Gaal sem var rekinn vorið 2016 eftir að stýra Man United til sigurs í ensku bikarkeppninni. Man United mætir Man City á Wembley-leikvanginum í Lundúnum klukkan 14.00 á laugardag. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Tottenham | Moyes þarf sigur í Guttagarði Í beinni: Manchester United - Brighton | Ná Rauðu djöflarnir að tengja saman sigra? Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira