Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. maí 2024 17:36 Sjö voru fluttir með þyrlum á Landspítalann í Fossvogi. Hinir tuttugu voru fluttir með sjúkrabíl, ýmist á heilsugæsluna á Hellu eða Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. Rúv greindi fyrst frá slysinu sem átti sér stað á Rangárvallavegi rétt hjá Stokkalæk, norðan við Hvolsvöll. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, var um þrjátíu manna rútu að ræða en ekki er vitað hve margir voru um borð í rútunni. Tvær þyrlur kallaðar út „Við kölluðum út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna þessa slyss. Fyrri þyrlan er nýfarin í loftið fyrir tveimur mínútum síðan. Við erum að undirbúa að seinni þyrlan fari í loftið,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Er ekki óvanalegt að tvær þyrlur séu kallaðar út? „Það er ekki oft sem við köllum út tvær þyrlur í einu en það er bara í raun og veru vegna eðlis þessa slyss,“ sagði hann. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Fyrri þyrlan flutti þrjá á Fossvogsspítala klukkan 18:30 og hin flutti fjóra þangað klukkan 18:55. Að sögn Ásgeirs verður ekki önnur þyrla send á vettvang og aðkomu gæslunnar að slysinu því lokið. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá sjúkraflutningabíla til að aðstoða með sjúkraflutninga en fjöldi farþega var fluttur á heilsugæsluna á Hellu. Ekki vitað hvað leiddi til slyssins Jón Gunnar Þórhallsson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, sagði rétt rúmlega þrjátíu manns hafa verið í rútunni en það væru þó ekki staðfestar tölur. Fjöldi manns er á vettvangi, björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og er unnið eftir hópslysaáætlun. Lögreglan á Suðurlandi birti tilkynningu á Facebook upp úr sex. Þar segir að skömmu fyrir 17 hefði lögreglu borist tilkynning um að rúta hefði oltið á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk. „Um þrjátíu farþegar voru í rútunni og aðstæður með þeim hætti að hópslysaáætlun var virkjuð þegar í stað.“ Þá segir að unnið sé að því að flytja slasaða af vettvangi en ekki liggi fyrir hvað varð til þess að rútan valt. Um hálf átta ræddi fréttastofa aftur við Jón Gunnar sem sagði búið að flytja alla af vettvangi. Rannsókn á tildrögum slyssins væri næsta verkefni. Lögreglan á Suðurlandi hvetur þá sem telja sig þekkja einhvern sem lenti í slysinu til að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þar sé hægt að ræða við fólk ef manni liggur eitthvað á hjarta. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Samgönguslys Rangárþing ytra Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Rúv greindi fyrst frá slysinu sem átti sér stað á Rangárvallavegi rétt hjá Stokkalæk, norðan við Hvolsvöll. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, var um þrjátíu manna rútu að ræða en ekki er vitað hve margir voru um borð í rútunni. Tvær þyrlur kallaðar út „Við kölluðum út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar vegna þessa slyss. Fyrri þyrlan er nýfarin í loftið fyrir tveimur mínútum síðan. Við erum að undirbúa að seinni þyrlan fari í loftið,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Er ekki óvanalegt að tvær þyrlur séu kallaðar út? „Það er ekki oft sem við köllum út tvær þyrlur í einu en það er bara í raun og veru vegna eðlis þessa slyss,“ sagði hann. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar. Fyrri þyrlan flutti þrjá á Fossvogsspítala klukkan 18:30 og hin flutti fjóra þangað klukkan 18:55. Að sögn Ásgeirs verður ekki önnur þyrla send á vettvang og aðkomu gæslunnar að slysinu því lokið. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá sjúkraflutningabíla til að aðstoða með sjúkraflutninga en fjöldi farþega var fluttur á heilsugæsluna á Hellu. Ekki vitað hvað leiddi til slyssins Jón Gunnar Þórhallsson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, sagði rétt rúmlega þrjátíu manns hafa verið í rútunni en það væru þó ekki staðfestar tölur. Fjöldi manns er á vettvangi, björgunarsveitir, sjúkraflutningamenn og er unnið eftir hópslysaáætlun. Lögreglan á Suðurlandi birti tilkynningu á Facebook upp úr sex. Þar segir að skömmu fyrir 17 hefði lögreglu borist tilkynning um að rúta hefði oltið á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk. „Um þrjátíu farþegar voru í rútunni og aðstæður með þeim hætti að hópslysaáætlun var virkjuð þegar í stað.“ Þá segir að unnið sé að því að flytja slasaða af vettvangi en ekki liggi fyrir hvað varð til þess að rútan valt. Um hálf átta ræddi fréttastofa aftur við Jón Gunnar sem sagði búið að flytja alla af vettvangi. Rannsókn á tildrögum slyssins væri næsta verkefni. Lögreglan á Suðurlandi hvetur þá sem telja sig þekkja einhvern sem lenti í slysinu til að hafa samband við hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Þar sé hægt að ræða við fólk ef manni liggur eitthvað á hjarta. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is.
Samgönguslys Rangárþing ytra Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira