Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 26. maí 2024 13:59 Jónas Yngvi og Jóhanna voru á ferðalagi með Lionsklúbbnum Dynk í gær þegar slysið varð. Sjálf sluppu þau með skrekkinn en aðrir voru ekki jafn lánsamir. Vísir/Magnús Hlynur Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga. Lionsklúbburinn Dynkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var á ferðalagi um Suðurlandið í gær þegar rútan, sem var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf., hafnaði utan vegar. Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk, skammt norðaustur af Hvolsvelli. „Bílstjórinn var að keyra upp brekku í átt að blindbeygju. Hann var að færa sig aðeins út í kantinn til að gefa pláss á vegi ef að kæmi umferð á móti. Þá gaf kanturinn sig og bíllinn var orðinn næstum stopp þegar hann byrjar að rúlla niður,“ segir Jónas Yngvi Ásgrímsson, félagi í Lionsklúbbnum Dynk. Rútan valt heilan hring og hafnaði í miðri brekkunni. „Það náttúrulega brá öllum. Það voru einhverjir sem að duttu út úr rútunni á meðan hún valt. Einhverjir festust, skorðuðust inni í bílnum en flestir gátu komist út af sjálfsdáðum,“ segir Jónas. „Mér finnst ótrúlegt hvað var mikil yfirvegun þarna og ótrúlegt hvað voru komnir fljótt viðbragðsaðilar,“ bætir Jóhanna Lilja Arnardóttir, eiginkona Jónasar, við. Allir 26 farþegar rútunnar og bílstjóri voru fluttir á sjúkrastofnun til aðhlynningar. Áverkar voru allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. „Þeir sem verst fóru út úr þessu - rifbeinsbrotnuðu, einhver innvortis meiðsl, viðbeinsbrot - eru á batavegi. Eru á sjúkrahúsi í Reykjavík. Tveir einstaklingar,“ segir Jónas. Fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang innan við tíu mínútna eftir að tilkynning barst. Jónas og Jóhanna segja þakklæti efst í huga. „Það var svo frábært fólk sem tók á móti okkur. Sjúkraflutningamenn, heilsugæslufólkið og starfsfólkið á sjúkrahúsinu. Hjálparsveitirnar. Já, sérstakar þakkir til allra þessa. Þetta er ótrúlegt lið sem við eigum.“ Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. 26. maí 2024 11:01 Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 26. maí 2024 08:34 Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Lionsklúbburinn Dynkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi var á ferðalagi um Suðurlandið í gær þegar rútan, sem var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf., hafnaði utan vegar. Slysið varð á sjötta tímanum síðdegis á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk, skammt norðaustur af Hvolsvelli. „Bílstjórinn var að keyra upp brekku í átt að blindbeygju. Hann var að færa sig aðeins út í kantinn til að gefa pláss á vegi ef að kæmi umferð á móti. Þá gaf kanturinn sig og bíllinn var orðinn næstum stopp þegar hann byrjar að rúlla niður,“ segir Jónas Yngvi Ásgrímsson, félagi í Lionsklúbbnum Dynk. Rútan valt heilan hring og hafnaði í miðri brekkunni. „Það náttúrulega brá öllum. Það voru einhverjir sem að duttu út úr rútunni á meðan hún valt. Einhverjir festust, skorðuðust inni í bílnum en flestir gátu komist út af sjálfsdáðum,“ segir Jónas. „Mér finnst ótrúlegt hvað var mikil yfirvegun þarna og ótrúlegt hvað voru komnir fljótt viðbragðsaðilar,“ bætir Jóhanna Lilja Arnardóttir, eiginkona Jónasar, við. Allir 26 farþegar rútunnar og bílstjóri voru fluttir á sjúkrastofnun til aðhlynningar. Áverkar voru allt frá marblettum til annarra alvarlegri meiðsla. Sjö voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. „Þeir sem verst fóru út úr þessu - rifbeinsbrotnuðu, einhver innvortis meiðsl, viðbeinsbrot - eru á batavegi. Eru á sjúkrahúsi í Reykjavík. Tveir einstaklingar,“ segir Jónas. Fyrstu viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang innan við tíu mínútna eftir að tilkynning barst. Jónas og Jóhanna segja þakklæti efst í huga. „Það var svo frábært fólk sem tók á móti okkur. Sjúkraflutningamenn, heilsugæslufólkið og starfsfólkið á sjúkrahúsinu. Hjálparsveitirnar. Já, sérstakar þakkir til allra þessa. Þetta er ótrúlegt lið sem við eigum.“
Samgönguslys Rangárþing ytra Tengdar fréttir Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. 26. maí 2024 11:01 Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 26. maí 2024 08:34 Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Ummerki um að vegurinn hafi gefið sig Ummerki eru um að vegur hafi gefið sig að hluta til þegar rúta með 27 manns innanborðs valt í Rangarþingi ytra í gær. Sjö voru fluttir á Landspítalann með þyrlum, en líðan þeirra er sögð stöðug. 26. maí 2024 11:01
Ræða mögulega við rútubílstjórann í dag Lögregla mun mögulega í dag ræða við bílstjóra rútunnar sem valt á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk í Rangárþingi ytra í gær. Rútan var á vegum Guðmundar Tyrfingssonar ehf. Um borð í rútunni voru 26 manns í hópferð. Allt Íslendingar. 26. maí 2024 08:34
Sjö fluttir með þyrlu eftir rútuslys á Suðurlandi Rútuslys varð í Rangárvallasýslu rétt fyrir klukkan fimm í dag. Hópslysaáætlun var virkjuð í kjölfarið. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og fluttu sjö til Reykjavíkur. Allir farþegar rútunnar hafa verið fluttir af vettvangi. 25. maí 2024 17:36