UEFA gæti fært United í Sambandsdeildina Valur Páll Eiríksson skrifar 28. maí 2024 17:00 United fékk sæti í Evrópudeildinni með bikarsigri helgarinnar. Michael Regan/Getty Image Yfirmenn hjá Ineos sem fer með stjórn Manchester United eftir kaup Jim Ratcliffe á stórum hluta í félaginu eru þess fullvissir að félagið geti keppt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Nice frá Frakklandi, sem einnig er í eigu Ineos, er í sömu keppni. Reglur UEFA segja til um að tvö lið með sömu stjórn megi ekki taka þátt í sömu keppni á vegum sambandsins. Manchester United vann sér inn keppnisrétt í Evrópudeildinni með sigrinum í ensku bikarkeppninni um helgina og Nice mun taka þátt í sömu keppni vegna lokastöðu sinnar í frönsku deildinni. Ineos, sem er í eigu Jim Ratcliffe, keypti tæplega 28 prósentu hlut í United í vor og fer með stjórn knattspyrnumála hjá félaginu. Ineos hefur átt Nice síðan 2019. Fjöldaeign sömu eignarhaldsfélaga á mismunandi knattspyrnuliðum hefur aukist mjög síðustu ár. Þetta hefur valdið vandræðum varðandi Evrópukeppnir en félögin sem við eiga þurfa þá að sýna UEFA skilmerkilega fram á að þeim sé ekki stýrt af sömu aðilum. Belgíska félagið Union Saint-Gilloise þurfti til að mynda að breyta sínum eigenda strúktúr í fyrra svo liðið mætti spila í Evrópudeildinni ásamt Brighton frá Englandi, en bæði eru í eigu Tony Bloom. Aston Villa frá Englandi og Vitoria Guimaraes lentu í því sama í Sambandsdeildinni síðasta sumar. Þá er útlit fyrir að City Football Group, sem á meirihluta í bæði Manchester City og Girona frá Spáni, muni þurfa að sýna frá á slíkt hið sama í sumar þar sem bæði félög verða í Meistaradeild Evrópu. Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía) Ineos mun þurfa að sanna fyrir UEFA í sumar að enga hagsmunaárekstra sé um að ræða milli félaganna tveggja. Ellegar mun Manchester United vera fært niður í Sambandsdeildina. Það er vegna þess að United lenti neðar í ensku úrvalsdeildinni, í 8. sæti, en Nice gerði í þeirri frönsku, í 5. sæti. Við erum meðvituð um stöðu beggja liða og erum í beinum samskiptum við UEFA. Við erum þess fullviss að við finnum leið fram á við þegar kemur að Evrópu á næstu leiktíð, hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir talsmanni Ineos. Evrópudeild UEFA UEFA Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Reglur UEFA segja til um að tvö lið með sömu stjórn megi ekki taka þátt í sömu keppni á vegum sambandsins. Manchester United vann sér inn keppnisrétt í Evrópudeildinni með sigrinum í ensku bikarkeppninni um helgina og Nice mun taka þátt í sömu keppni vegna lokastöðu sinnar í frönsku deildinni. Ineos, sem er í eigu Jim Ratcliffe, keypti tæplega 28 prósentu hlut í United í vor og fer með stjórn knattspyrnumála hjá félaginu. Ineos hefur átt Nice síðan 2019. Fjöldaeign sömu eignarhaldsfélaga á mismunandi knattspyrnuliðum hefur aukist mjög síðustu ár. Þetta hefur valdið vandræðum varðandi Evrópukeppnir en félögin sem við eiga þurfa þá að sýna UEFA skilmerkilega fram á að þeim sé ekki stýrt af sömu aðilum. Belgíska félagið Union Saint-Gilloise þurfti til að mynda að breyta sínum eigenda strúktúr í fyrra svo liðið mætti spila í Evrópudeildinni ásamt Brighton frá Englandi, en bæði eru í eigu Tony Bloom. Aston Villa frá Englandi og Vitoria Guimaraes lentu í því sama í Sambandsdeildinni síðasta sumar. Þá er útlit fyrir að City Football Group, sem á meirihluta í bæði Manchester City og Girona frá Spáni, muni þurfa að sýna frá á slíkt hið sama í sumar þar sem bæði félög verða í Meistaradeild Evrópu. Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía) Ineos mun þurfa að sanna fyrir UEFA í sumar að enga hagsmunaárekstra sé um að ræða milli félaganna tveggja. Ellegar mun Manchester United vera fært niður í Sambandsdeildina. Það er vegna þess að United lenti neðar í ensku úrvalsdeildinni, í 8. sæti, en Nice gerði í þeirri frönsku, í 5. sæti. Við erum meðvituð um stöðu beggja liða og erum í beinum samskiptum við UEFA. Við erum þess fullviss að við finnum leið fram á við þegar kemur að Evrópu á næstu leiktíð, hefur breska ríkisútvarpið, BBC, eftir talsmanni Ineos.
Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía)
Evrópudeild UEFA UEFA Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira