Freyr þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti: „Búið að vera erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 1. júní 2024 08:45 Freyr Alexandersson, þjálfari knattspyrnuliðs Kortrijk með fjölskyldu sinni. Eiginkonu sinni Erlu Súsönnu Þórisdóttur og þremur börnum. Freyr tók við krefjandi starfi í Belgíu er hann var keyptur til Kortrijk frá danska liðinu Lyngby í upphafi árs. Fjölskyldan varð eftir í Danmörku og söknuðurinn hefur verið ríkjandi hjá þeim góða þjálfara og fjölskyldumanni sem Freyr er. Aðsend mynd Fjarri fjölskyldu sinni vann knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson mikið afrek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunarverk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjölskyldu sinni. Freyr vann mikið þrekvirki með Kortrijk á nýafstöðnu tímabili. Hann tók við þjálfun liðsins þar sem það var í nær ómögulegri stöðu á botni deildarinnar og fall úr belgísku úrvalsdeildinni tókst við. Á ótrlúlegan hátt náði Freyr þó að blása lífi í daufa blöðru Kortrijk sem bjargaði sér frá falli með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Freyr Alexandersson hefur náð frábærum árangri í starfi og unnið mikið þrekvirki með bæði danska liðinu Lyngby sem og belgíska liðinu KV KortrijkIsosport/Getty Images Starfið vann hann fjarri fjölskyldu sinni sem varð eftir í Danmörku þegar að Freyr hélt yfir til Belgíu. Frá Danaveldi var hann sóttur til þess að vinna kraftaverk. „Það er búið að vera erfitt,“ segir Freyr aðspurður hvernig það hafi verið fyrir hann að vera svona mikið fjarri fjölskyldu sinni. „Ég veit ekki hvort að allir séu svona en ég á allavegana mjög erfitt með að vera svona lengi frá fjölskyldunni minni. Ég vil bara geta verið til staðar fyrir hana. Hjálpað og þarf bara á þeim að halda líkt og þau þurfa á mér að halda. Ef mér hefði ekki tekist ætlunarverkið með Kortrijk, þá hefði ég átt mjög erfitt að höndla það sökum þess hversu mikið ég hef verið í burtu frá fjölskyldunni minni. Það er þó búið að vera mjög gaman hjá okkur þegar að þau koma í heimsókn. Við höfum átt góðar stundir. En það sé líka annað sem gerist þegar að maður er svona mikið fjarri fjölskyldunni sinni. Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Maður fer allt í einu að vera þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti. Ég hlakka til að fara aftur til Danmerkur, þar sem að fjölskyldan mín er, og fara aftur í það að elda mat á kvöldin fyrir þau. Ég hlakka til að fara í göngutúr í skóginum með börnunum mínum og konunni minni. Drekka kaffibolla á ný með konunni minni á morgnanna. Hlutir sem maður er ekkert að pæla í fyrr en að maður áttar sig á ótrúlegum smáatriðum sem við, manneskjurnar, gleymum í hversdagsleikanum að vera þakklát fyrir. Ég er búinn að læra ótrúlega mikið um sjálfan mig þessa undanfarna mánuði hér í Belgíu. Ég tek marga góða hluti út úr söknuðinum og ætla að nýta mér þá góðu hluti sem felast í því að þroskast sem manneskja.“ Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Freyr vann mikið þrekvirki með Kortrijk á nýafstöðnu tímabili. Hann tók við þjálfun liðsins þar sem það var í nær ómögulegri stöðu á botni deildarinnar og fall úr belgísku úrvalsdeildinni tókst við. Á ótrlúlegan hátt náði Freyr þó að blása lífi í daufa blöðru Kortrijk sem bjargaði sér frá falli með sigri í framlengdum leik gegn Lommel á dögunum. Freyr Alexandersson hefur náð frábærum árangri í starfi og unnið mikið þrekvirki með bæði danska liðinu Lyngby sem og belgíska liðinu KV KortrijkIsosport/Getty Images Starfið vann hann fjarri fjölskyldu sinni sem varð eftir í Danmörku þegar að Freyr hélt yfir til Belgíu. Frá Danaveldi var hann sóttur til þess að vinna kraftaverk. „Það er búið að vera erfitt,“ segir Freyr aðspurður hvernig það hafi verið fyrir hann að vera svona mikið fjarri fjölskyldu sinni. „Ég veit ekki hvort að allir séu svona en ég á allavegana mjög erfitt með að vera svona lengi frá fjölskyldunni minni. Ég vil bara geta verið til staðar fyrir hana. Hjálpað og þarf bara á þeim að halda líkt og þau þurfa á mér að halda. Ef mér hefði ekki tekist ætlunarverkið með Kortrijk, þá hefði ég átt mjög erfitt að höndla það sökum þess hversu mikið ég hef verið í burtu frá fjölskyldunni minni. Það er þó búið að vera mjög gaman hjá okkur þegar að þau koma í heimsókn. Við höfum átt góðar stundir. En það sé líka annað sem gerist þegar að maður er svona mikið fjarri fjölskyldunni sinni. Freyr og fjölskylda á góðri stundu í DanmörkuAðsend mynd „Maður fer allt í einu að vera þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti. Ég hlakka til að fara aftur til Danmerkur, þar sem að fjölskyldan mín er, og fara aftur í það að elda mat á kvöldin fyrir þau. Ég hlakka til að fara í göngutúr í skóginum með börnunum mínum og konunni minni. Drekka kaffibolla á ný með konunni minni á morgnanna. Hlutir sem maður er ekkert að pæla í fyrr en að maður áttar sig á ótrúlegum smáatriðum sem við, manneskjurnar, gleymum í hversdagsleikanum að vera þakklát fyrir. Ég er búinn að læra ótrúlega mikið um sjálfan mig þessa undanfarna mánuði hér í Belgíu. Ég tek marga góða hluti út úr söknuðinum og ætla að nýta mér þá góðu hluti sem felast í því að þroskast sem manneskja.“
Belgíski boltinn Danski boltinn Tengdar fréttir „Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
„Ég er ekki kraftaverkamaður“ „Ég get ekki tekið annað svona ár,“ segir knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson sem vann mikið afrek með liði Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni. Afrek sem gerir Frey að afar eftirsóttum þjálfara og á hann mikilvægan fund í dag með stjórn félagsins. Freyr segist ekki vera kraftaverkamaður eins og margir halda fram. 28. maí 2024 08:00