Lífið

„Nú er þessi sprettur á enda“

Atli Ísleifsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir á von á geggjuðu partýi á Grand Hótel í kvöld.
Katrín Jakobsdóttir á von á geggjuðu partýi á Grand Hótel í kvöld. Stöð 2

„Nú er þessi sprettur á enda. Ég horfi á markið og kjörstaðir að fara að loka. Við erum mætt hingað á Grand Hótel og það er mjög góð stemmning í mannskapnum.“

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur á tíunda tímanum þar sem kosningapartý Katrínar var að hefjast á Grand Hótel í Reykjavík. Elísabet sagðist þar hafa séð Katrínu faðma og spjalla við alla þá gesti sem mættu.

Nú er stutt í að kjörstaðir loki. Geturðu nú fyrst byrjað að slaka á eða ertu kannski fyrst núna alvöru stressuð?

„Nei, ég er nú alls ekkert stressuð. En auðvitað leyfir maður sér ekkert að slaka á því að um leið og maður slakar á þá hugsa ég að maður myndi bara sofna eftir þessa löngu og miklu törn. En ég ætla bara að njóta þessa kvölda og njóta næturinnar framundan. Hér er margt frábært fólk og ég helkd að það verði afskaplega gaman,“ segir Katrín.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.