Lífið

Tvö­föld veisla hjá Gnarr feðgum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það er stuð og stemning hjá Nonna Gnarr í kvöld.
Það er stuð og stemning hjá Nonna Gnarr í kvöld.

Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann.

„Það eru allir hérna fyrir mig. Það eru allir í Gnarr bolum sem mættu hérna, til að sýna stuðning sinn við mig, Gnarr derhúfur, út af því að kallinn er náttúrulega hér með aðal Gnarr derhúfuna. Þannig það er bara litla veislan,“ sagði Nonni Gnarr.

Hann segir kosningabaráttu föður síns hafa kennt sér margt. Hann segist ekki hafa fundið fyrir auknum vinsældum vegna framboð föður síns og segir sjálfan sig meira en nóg til að tryggja eigin vinsældir og fellst á að þeir séu svipaðar týpur.

„Við erum mjög líkir. En ég er samt líka bara mjög sterk blanda af foreldrum mínum,“ segir Nonni Gnarr. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvort hann ætli að feta svipaðar slóðir og pabbi hans. Nú getur hann ekki beðið eftir því að komast í útskriftarferð og segist fegin að kosningabaráttan sé búin.

„Guð minn almáttugur hvað verður gott að þetta sé búið. Gott að það sé allt orðið rólegt og ég geti farið til Krítar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.