Björn lagði línuna og kjósendur svöruðu kallinu Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2024 10:25 Halla Tómasdóttir á kosningavöku sinni, umvafin fjölskyldunni fylgist ánægð með kosningatölunum sem birtust í nótt. Sigurinn var miklu stærri en skoðanakannanir gáfu til kynna. vísir/vilhelm Varla er um það deilt að sigur Höllu Tómasdóttur er ekki síst taktískur. Þegar fyrir lá að baráttan stóð á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur sveiflaðist fylgið til hennar sem aldrei fyrr. „Þetta er var í raun stærri sigur en maður hélt og öruggari,“ segir Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður. Björn ritaði tvær greinar sem hann birti á Vísi og heitir önnur þeirra „Svona getum við komið í veg fyrir að Katrín vinni“. Þar mælir hann með því að fólk kjósi taktískt, Katrín sé ágætis manneskja en ef fólk vilji ekki að hún burðist með sinn pólitíska farangur á Bessastaði verði fólk að kjósa taktískt; með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Og nú virðist staðan sú að kjósendur hafi svarað kallinu? „Ég held að þetta sé nú ekki mér að þakka, ég bara orðað það sem margir hugsuðu. Það er réttari lýsing á því. Þetta var ekki mín hugmynd,“ segir Björn hógvær. Björn segist hafa reynt að setja fram þá hugmynd hvernig þetta þyrfti að gerast og svo aftur á kjördag. Þá lá ljóst við að kjósendur þyrftu að setja sitt atkvæði á Höllu Tómasdóttur. „Ef við ætluðum að gera þetta taktískt þá þyrftum við að veðja á þá sem efst væri þá, sama hvern við ætluðum að kjósa. Ég er virkilega ánægður með að þetta hefði gengið eftir. Ég er viss um að Halla Tómasdóttir verði mjög góður forseti.“ Enginn pólitískur farangur í farteskinu Björn bendir á að hann reki í grein sinni fjögur atriði sem hann telur þess eðlis að önnur manneskja en Katrín væri heppilegri. „Það voru mjög margir sammála því. Ég var bara að orða það sem kannanir sýndu.“ Björn telur betra fyrir þjóðina að fá inn nýtt fólk fremur en einhverja sem hægt er að kenna við pólitíska elítu. Katrín hefi óhjákvæmilega dregið umdeild pólitísk mál inn á Bessastaði. Katrín fékk að gjalda sinna pólitísku afskipta í forsetakosningum.vísir/Anton Brink „Katrín er hin mætasta manneskja og ekkert uppá hana að klaga. Enginn ágreiningur um það.“ Þannig að Björn er ánægður í dag og hann telur að við eigum öll að vera það. „Við völdum mjög góða konu í starfið, hún er ekki umdeild eins og Katrín og henni mun veitast auðveldara að sameina þjóðina að baki sér. Hún er ekki með allan þennan pólitíska farangur á bakinu sem Katrín er með.“ Fólkið velur forsetann Björn nefnir að um þrjú eða fjögur leytið í nótt hafi stuðningur við frambjóðendur verið greindur út frá hinu flokkspólitíska litrófi og þá hafi það komið á daginn að Halla Tómasdóttir var að sækja sitt fylgi jafnt til allra flokka. Meðan stuðningsmenn Katrínar voru að verulegu leiti úr Sjálfstæðisflokknum og svo Vinstri grænum, sem eru reyndar orðnir svo fáir að það sé ekki afgerandi breyta. „Það er sem sagt enginn pólitískur flokkur að fá sinn kandídat.“ Sem hefur verið línan allt frá því að Ásgeir Ásgeirsson sagði að fólkið velji forsetann. Hann eigi að vera öryggisventill á hið pólitíska afl. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Þetta er var í raun stærri sigur en maður hélt og öruggari,“ segir Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður. Björn ritaði tvær greinar sem hann birti á Vísi og heitir önnur þeirra „Svona getum við komið í veg fyrir að Katrín vinni“. Þar mælir hann með því að fólk kjósi taktískt, Katrín sé ágætis manneskja en ef fólk vilji ekki að hún burðist með sinn pólitíska farangur á Bessastaði verði fólk að kjósa taktískt; með því að styðja þann frambjóðanda, annan en Katrínu, sem verður efstur í síðustu könnunum fyrir kjördag. Og nú virðist staðan sú að kjósendur hafi svarað kallinu? „Ég held að þetta sé nú ekki mér að þakka, ég bara orðað það sem margir hugsuðu. Það er réttari lýsing á því. Þetta var ekki mín hugmynd,“ segir Björn hógvær. Björn segist hafa reynt að setja fram þá hugmynd hvernig þetta þyrfti að gerast og svo aftur á kjördag. Þá lá ljóst við að kjósendur þyrftu að setja sitt atkvæði á Höllu Tómasdóttur. „Ef við ætluðum að gera þetta taktískt þá þyrftum við að veðja á þá sem efst væri þá, sama hvern við ætluðum að kjósa. Ég er virkilega ánægður með að þetta hefði gengið eftir. Ég er viss um að Halla Tómasdóttir verði mjög góður forseti.“ Enginn pólitískur farangur í farteskinu Björn bendir á að hann reki í grein sinni fjögur atriði sem hann telur þess eðlis að önnur manneskja en Katrín væri heppilegri. „Það voru mjög margir sammála því. Ég var bara að orða það sem kannanir sýndu.“ Björn telur betra fyrir þjóðina að fá inn nýtt fólk fremur en einhverja sem hægt er að kenna við pólitíska elítu. Katrín hefi óhjákvæmilega dregið umdeild pólitísk mál inn á Bessastaði. Katrín fékk að gjalda sinna pólitísku afskipta í forsetakosningum.vísir/Anton Brink „Katrín er hin mætasta manneskja og ekkert uppá hana að klaga. Enginn ágreiningur um það.“ Þannig að Björn er ánægður í dag og hann telur að við eigum öll að vera það. „Við völdum mjög góða konu í starfið, hún er ekki umdeild eins og Katrín og henni mun veitast auðveldara að sameina þjóðina að baki sér. Hún er ekki með allan þennan pólitíska farangur á bakinu sem Katrín er með.“ Fólkið velur forsetann Björn nefnir að um þrjú eða fjögur leytið í nótt hafi stuðningur við frambjóðendur verið greindur út frá hinu flokkspólitíska litrófi og þá hafi það komið á daginn að Halla Tómasdóttir var að sækja sitt fylgi jafnt til allra flokka. Meðan stuðningsmenn Katrínar voru að verulegu leiti úr Sjálfstæðisflokknum og svo Vinstri grænum, sem eru reyndar orðnir svo fáir að það sé ekki afgerandi breyta. „Það er sem sagt enginn pólitískur flokkur að fá sinn kandídat.“ Sem hefur verið línan allt frá því að Ásgeir Ásgeirsson sagði að fólkið velji forsetann. Hann eigi að vera öryggisventill á hið pólitíska afl.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00