Styttist í að Ten Hag fái að vita hvað framtíðin ber í skauti sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 17:46 Ten Hag hefur bætt tveimur bikurum í safnið hjá Man United síðan hann tók við. AP Photo/Kin Cheung Þrátt fyrir að vinna tvo titla á sínum fyrstu tveimur árum sem þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United þá er framtíð Erik ten Hag í lausu lofti. Hann vonast til að fá hana á hreint á næstu dögum. Man United átti erfitt uppdráttar á nýafstaðinni leiktíð. Meiðslalistinn var langur, sumir leikmenn virtust annars hugar á meðan aðrir virðast einfaldlega ekki nægilega góðir. Að því sögðu þá tókst Man Utd að enda tímabilið á góðu nótunum þegar það lagði Englandsmeistara Man City 2-1 í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Var þetta annað árið í röð sem liðin mættust í úrslitum bikarkeppninnar en á síðasta ári var það Man City sem hafði betur. Sigurinn í ár var annar titill félagsins undir stjórn Ten Hag á jafn mörgum árum en liðið lagði Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins á síðasta ári. Slakt gengi í deild sem og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð gerði það hins vegar að verkum að forráðamenn Man Utd eru ekki vissir um að hinn 54 ára gamli Ten Hag sé rétti maðurinn til að stýra skútunni úr höfn næsta haust. BREAKING: Erik ten Hag hoping to find out this week if he is going to keep his job as Manchester United manager 🔴 pic.twitter.com/dX4qRsLZ1W— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 3, 2024 Samkvæmt Sky Sports hefur félagið undanfarna daga verið að fara yfir nýafstaðna leiktíð og að því loknu verður staðfest hvort hollenski þjálfarinn verði áfram við stjórnvölin eður ei. Samningur Ten Hag rennur út sumarið 2025. Fari svo að hann verði látinn fara þyrfti Man Utd því að borga honum þangað til. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ferguson hafi átt leynilegan fund í Lundúnum Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir. 3. júní 2024 12:31 Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. 29. maí 2024 09:40 Ten Hag skýtur á Slot: „Fólk hefur látið of mikið með Feyenoord“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut aðeins á Arne Slot, verðandi stjóra Liverpool, og sagði að árangur hans með Feyenoord væri kannski ekki svo merkilegur. 28. maí 2024 14:01 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Man United átti erfitt uppdráttar á nýafstaðinni leiktíð. Meiðslalistinn var langur, sumir leikmenn virtust annars hugar á meðan aðrir virðast einfaldlega ekki nægilega góðir. Að því sögðu þá tókst Man Utd að enda tímabilið á góðu nótunum þegar það lagði Englandsmeistara Man City 2-1 í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Var þetta annað árið í röð sem liðin mættust í úrslitum bikarkeppninnar en á síðasta ári var það Man City sem hafði betur. Sigurinn í ár var annar titill félagsins undir stjórn Ten Hag á jafn mörgum árum en liðið lagði Newcastle United í úrslitum enska deildarbikarsins á síðasta ári. Slakt gengi í deild sem og Evrópu á nýafstaðinni leiktíð gerði það hins vegar að verkum að forráðamenn Man Utd eru ekki vissir um að hinn 54 ára gamli Ten Hag sé rétti maðurinn til að stýra skútunni úr höfn næsta haust. BREAKING: Erik ten Hag hoping to find out this week if he is going to keep his job as Manchester United manager 🔴 pic.twitter.com/dX4qRsLZ1W— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 3, 2024 Samkvæmt Sky Sports hefur félagið undanfarna daga verið að fara yfir nýafstaðna leiktíð og að því loknu verður staðfest hvort hollenski þjálfarinn verði áfram við stjórnvölin eður ei. Samningur Ten Hag rennur út sumarið 2025. Fari svo að hann verði látinn fara þyrfti Man Utd því að borga honum þangað til.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ferguson hafi átt leynilegan fund í Lundúnum Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir. 3. júní 2024 12:31 Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. 29. maí 2024 09:40 Ten Hag skýtur á Slot: „Fólk hefur látið of mikið með Feyenoord“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut aðeins á Arne Slot, verðandi stjóra Liverpool, og sagði að árangur hans með Feyenoord væri kannski ekki svo merkilegur. 28. maí 2024 14:01 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Ferguson hafi átt leynilegan fund í Lundúnum Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri og goðsögn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, er sagður hafa fundað með Dougie Freedman, yfirmanni knattspyrnumála hjá Crystal Palace, varðandi þrjá leikmenn félagsins sem Manchester United er sagt á höttunum eftir. 3. júní 2024 12:31
Ten Hag gæti þurft að bíða lengi eftir ákvörðun um framtíð sína Erik ten Hag gerði Manchester United að enskum bikarmeisturum um síðustu helgi en hann veit samt ekki enn hvort hann verði áfram knattspyrnustjóri félagsins. 29. maí 2024 09:40
Ten Hag skýtur á Slot: „Fólk hefur látið of mikið með Feyenoord“ Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, skaut aðeins á Arne Slot, verðandi stjóra Liverpool, og sagði að árangur hans með Feyenoord væri kannski ekki svo merkilegur. 28. maí 2024 14:01