Segir enska knattspyrnusambandið vilja dæma Paquetá í lífstíðarbann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2024 17:46 Í leik með West Ham á nýafstaðinni leiktíð. Vísir/Getty Images Brasilíski miðjumaðurinn Lucas Paquetá, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, er enn á ný í vandræðum vegna fjölda veðmála tengdum spilamennsku hann. Blaðamaður enska götublaðsins The Sun telur að enska knattspyrnusambandið vilji dæma leikmanninn í lífstíðarbann. Hinn 26 ára gamli Paquetá hefur spilað einkar vel fyrir Hamrana síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Svo vel raunar að Englandsmeistarar Manchester City íhuguðu að kaupa leikmanninn síðasta sumar. Það var þá sem enska knattspyrnusambandið fór að skoða fjölda undarlegra veðmála tengdum Paquetá. Á endanum ákvað Man City ekki að kaupa leikmanninn og hann var áfram í herbúðum West Ham. Fyrr á þessu ári ákvað enska knattspyrnusambandið að ákæra leikmanninn fyrir brot á veðmálareglum deildarinnar. Í ákærunni er því haldið fram að Brasilíumaðurinn hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði.“ Leikirnir sem um ræðir eru: West Ham á móti Leicester City, 12. nóvember 2022 Á móti Aston Villa, 12. mars 2023 Á móti Leeds United, 21. maí 2023 Á móti AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023 Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á reglum F2 og F3. Þær snúa að því hversu ósamvinnufús hann hefur verið við rannsókn málsins. Nú greinir Matt Hughes hjá The Sun frá því að enska knattspyrnusambandið sé að íhuga að dæma leikmanninn i lífstíðar bann. Í frétt miðilsins segir að alls hafi 60 einstaklingar veðjað á að Paquetá myndi fá spjald í einum eða öllum af leikjunum sem nefndir voru hér að ofan. Græddu einstaklingarnir 60 um 100 þúsund pund eða tæplega 18 milljónir íslenskra króna. FA want to ban Lucas Paqueta for life as extraordinary details of alleged betting scam revealed. 60 bets placed on West Ham star to be booked, with one worth just £7. Full story @TheSunFootballhttps://t.co/hdyT7GOk5I— Matt Hughes (@MattHughesMedia) June 4, 2024 Leikmaðurinn heldur fram sakleysi sínu og segist hafa aðstoðað enska knattspyrnusambandið eins og hann getur undanfarna níu mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Paquetá hefur spilað einkar vel fyrir Hamrana síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Svo vel raunar að Englandsmeistarar Manchester City íhuguðu að kaupa leikmanninn síðasta sumar. Það var þá sem enska knattspyrnusambandið fór að skoða fjölda undarlegra veðmála tengdum Paquetá. Á endanum ákvað Man City ekki að kaupa leikmanninn og hann var áfram í herbúðum West Ham. Fyrr á þessu ári ákvað enska knattspyrnusambandið að ákæra leikmanninn fyrir brot á veðmálareglum deildarinnar. Í ákærunni er því haldið fram að Brasilíumaðurinn hafi „með beinum hætti reynt að hafa áhrif á framvindu og niðurstöðu eftirfarandi leikja með því að viljandi sækjast eftir spjaldi í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmálamarkaði.“ Leikirnir sem um ræðir eru: West Ham á móti Leicester City, 12. nóvember 2022 Á móti Aston Villa, 12. mars 2023 Á móti Leeds United, 21. maí 2023 Á móti AFC Bournemouth, 12. ágúst 2023 Þá er Paquetá sömuleiðis ákærður í tveimur liðum fyrir brot á reglum F2 og F3. Þær snúa að því hversu ósamvinnufús hann hefur verið við rannsókn málsins. Nú greinir Matt Hughes hjá The Sun frá því að enska knattspyrnusambandið sé að íhuga að dæma leikmanninn i lífstíðar bann. Í frétt miðilsins segir að alls hafi 60 einstaklingar veðjað á að Paquetá myndi fá spjald í einum eða öllum af leikjunum sem nefndir voru hér að ofan. Græddu einstaklingarnir 60 um 100 þúsund pund eða tæplega 18 milljónir íslenskra króna. FA want to ban Lucas Paqueta for life as extraordinary details of alleged betting scam revealed. 60 bets placed on West Ham star to be booked, with one worth just £7. Full story @TheSunFootballhttps://t.co/hdyT7GOk5I— Matt Hughes (@MattHughesMedia) June 4, 2024 Leikmaðurinn heldur fram sakleysi sínu og segist hafa aðstoðað enska knattspyrnusambandið eins og hann getur undanfarna níu mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira