Perez framlengir og framtíð Sainz enn í lausu lofti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2024 16:02 Sergio Perez verður áfram í herbúðum Red Bull næstu tvö árin, en óvíst er hvað Carlos Sainz mun gera. Bryn Lennon - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sergio Perez, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við liðið. Perez hefur ekið fyrir Red Bull frá árinu 2021 og mun halda því áfram út tímabilið 2026 í það minnsta. Með liðinu hefur hann unnið fimm keppnir og endað í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna árið 2023. BREAKING: Red Bull have announced a two-year contract extension for Sergio Perez, which will see him remain with the team until the end of the 2026 season 🚨 pic.twitter.com/NXOPROoGs1— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 4, 2024 Það að Perez sé búinn að framlengja samningi sínum við Red Bull setur einnig framtíð annarra ökumanna í uppnám. Daniel Ricciardo, ökumaður systurfélags Red Bull, RB-Honda RBPT, og Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, höfðu báðir verið orðaðir við sætið hjá Red Bull. Ricciardo var þriðji ökumaður Red Bull á síðasta tímabili og óvíst er með framtíð Sainz eftir að tilkynnt var að Lewis Hamilton myndi taka við hans sæti hjá Ferrari á næsta tímabili. Alls eru níu sæti enn ófyllt fyrir næsta tímabil í Formúlu 1 og því ljóst að langur kapall á eftir að eiga sér stað fyrir fyrstu keppni ársins 2025. Talið er líklegt að Sainz muni færa sig yfir til Williams eða Sauber eftir tímabilið, en tíminn verður þó að leiða það í ljós hvar hann endar. Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Perez hefur ekið fyrir Red Bull frá árinu 2021 og mun halda því áfram út tímabilið 2026 í það minnsta. Með liðinu hefur hann unnið fimm keppnir og endað í öðru sæti í heimsmeistaramóti ökumanna árið 2023. BREAKING: Red Bull have announced a two-year contract extension for Sergio Perez, which will see him remain with the team until the end of the 2026 season 🚨 pic.twitter.com/NXOPROoGs1— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 4, 2024 Það að Perez sé búinn að framlengja samningi sínum við Red Bull setur einnig framtíð annarra ökumanna í uppnám. Daniel Ricciardo, ökumaður systurfélags Red Bull, RB-Honda RBPT, og Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, höfðu báðir verið orðaðir við sætið hjá Red Bull. Ricciardo var þriðji ökumaður Red Bull á síðasta tímabili og óvíst er með framtíð Sainz eftir að tilkynnt var að Lewis Hamilton myndi taka við hans sæti hjá Ferrari á næsta tímabili. Alls eru níu sæti enn ófyllt fyrir næsta tímabil í Formúlu 1 og því ljóst að langur kapall á eftir að eiga sér stað fyrir fyrstu keppni ársins 2025. Talið er líklegt að Sainz muni færa sig yfir til Williams eða Sauber eftir tímabilið, en tíminn verður þó að leiða það í ljós hvar hann endar.
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira