Kærir mótherja sem kýldi sig í miðjum leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2024 16:31 Yasmin Mrabet varð fyrir fólskulegri árás í vináttulandsleik. Alex Grimm - FIFA/FIFA via Getty Images Marokkóska knattspyrnukonan Yasmine Mrabet ætlar sér að leggja fram kæru á hendur annarrar knattspyrnukonu sem kýldi hana í miðjum vináttulandsleik í vikunni. Marokkó og Kongó áttust við í vináttulandsleik síðastliðinn mánudag. Í það minnsta var yfirskrift leiksins sú að um vináttuleik væri að ræða, en svo virtist alls ekki vera þegar á völlinn var komið. Marokkó vann leik liðanna 3-2 á mánudaginn, en í stöðunni 2-1 þegar rétt tæpur klukkutími var liðinn af leiknum, varð Mrabet hreinlega fyrir árás. Leikmaður kongóska liðsins, Ruth Monique Kipoyi, braut þá harkalega af sér og fékk fyrir vikið að líta beint rautt spjald. Leikmenn marokkóska liðsins hópuðust að henni, en Kipoyi brást hin versta við og kýldi Mrabet til jarðar. Uhhh so this happened today. pic.twitter.com/gTwwvaYdXM— SHE scores bangers (@SHEscoresbanger) June 4, 2024 Mrabet hefur nú ákveðið að leita réttar síns og segir atvik sem þetta ekki eiga neitt skylt við fótbolta. „Ég vil byrja á því að þakka öllum fyrir þau fallegu skilaboð sem ég hef fengið eftir leikinn,“ segir í yfirlýsingu Mrabet. „Svona ofbeldishegðun á ekki að vera liðin. Ágreiningur getur komið upp í keppni og spennustigið getur verið hátt, en það eru ákveðnar línur sem á aldrei að stíga yfir.“ „Viðeigandi verklag til að tilkynna þetta mál er nú farið í gang og héðan í frá mun ég aðeins horfa fram veginn.“ Fótbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Marokkó og Kongó áttust við í vináttulandsleik síðastliðinn mánudag. Í það minnsta var yfirskrift leiksins sú að um vináttuleik væri að ræða, en svo virtist alls ekki vera þegar á völlinn var komið. Marokkó vann leik liðanna 3-2 á mánudaginn, en í stöðunni 2-1 þegar rétt tæpur klukkutími var liðinn af leiknum, varð Mrabet hreinlega fyrir árás. Leikmaður kongóska liðsins, Ruth Monique Kipoyi, braut þá harkalega af sér og fékk fyrir vikið að líta beint rautt spjald. Leikmenn marokkóska liðsins hópuðust að henni, en Kipoyi brást hin versta við og kýldi Mrabet til jarðar. Uhhh so this happened today. pic.twitter.com/gTwwvaYdXM— SHE scores bangers (@SHEscoresbanger) June 4, 2024 Mrabet hefur nú ákveðið að leita réttar síns og segir atvik sem þetta ekki eiga neitt skylt við fótbolta. „Ég vil byrja á því að þakka öllum fyrir þau fallegu skilaboð sem ég hef fengið eftir leikinn,“ segir í yfirlýsingu Mrabet. „Svona ofbeldishegðun á ekki að vera liðin. Ágreiningur getur komið upp í keppni og spennustigið getur verið hátt, en það eru ákveðnar línur sem á aldrei að stíga yfir.“ „Viðeigandi verklag til að tilkynna þetta mál er nú farið í gang og héðan í frá mun ég aðeins horfa fram veginn.“
Fótbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira