Tók fjóra daga að þíða skautasvellið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2024 19:10 Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar, stendur í ströngu þessa dagana. bjarni einarsson Í fyrsta sinn í sjö ár sést í steypuna undir ísnum í Skautahöllinni í Laugardal þar sem endurbætur standa nú yfir. Fjóra daga tók að þíða ísinn áður en hægt var rífa niður veggi. „Við erum að skipta um hringinn í kringum svellið sem kallaðir eru battar og gler. Það hefur ekki verið gert síðan skautahöllin var standsett á sínum tíma,“ segir Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar. Litlu sem engu hefur verið breytt frá þeim tíma en endurbæturnar eru meðal annars tilkomnar vegna reglugerðar sem sett var af Alþjóðlega íshokkísambandinu og krefst breytinga á böttunum. Framkvæmdir hófust á mánudag en fyrst þurfti að þíða ísinn sem tekur fjóra til fimm daga. „Það eru sjö ár síðan við tókum ísinn af síðast. Í rauninni erum við alveg hættir að taka ísinn af nema við þurfum það nauðsynlega vegna þess að skautahöllin er bara lokuð í einn mánuð á ári.“ Halda í upprunalegt útlit Skautahöllin verður opnuð að nýju í byrjun september þegar framkvæmdum er lokið. Endurbæturnar verða ekki verulegar enda stendur til að halda í upprunalegt útlit hallarinnar. „Það hefur ekki miklu verið breytt síðan að skautahöllin var opnuð. Það eru komin 25 ár síðan að byggt var yfir svellið árið 1999.“ Hann segir að gamaldags og klassískt útlit skautahallarinnar hafi verið það sem hreif framleiðeiðendur þáttanna True Detective sem meðal annars voru teknir í höllinni en þar var nokkrum líkum komið fyrir á svellinu. „Planið er að klára að rífa allt út í þessari viku, það er nú bara einn dagur eftir af henni þannig við verðum að láta hendur standa frammi úr ermum.“ Skautaíþróttir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Við erum að skipta um hringinn í kringum svellið sem kallaðir eru battar og gler. Það hefur ekki verið gert síðan skautahöllin var standsett á sínum tíma,“ segir Egill Eiðsson, rekstrarstjóri Skautahallarinnar. Litlu sem engu hefur verið breytt frá þeim tíma en endurbæturnar eru meðal annars tilkomnar vegna reglugerðar sem sett var af Alþjóðlega íshokkísambandinu og krefst breytinga á böttunum. Framkvæmdir hófust á mánudag en fyrst þurfti að þíða ísinn sem tekur fjóra til fimm daga. „Það eru sjö ár síðan við tókum ísinn af síðast. Í rauninni erum við alveg hættir að taka ísinn af nema við þurfum það nauðsynlega vegna þess að skautahöllin er bara lokuð í einn mánuð á ári.“ Halda í upprunalegt útlit Skautahöllin verður opnuð að nýju í byrjun september þegar framkvæmdum er lokið. Endurbæturnar verða ekki verulegar enda stendur til að halda í upprunalegt útlit hallarinnar. „Það hefur ekki miklu verið breytt síðan að skautahöllin var opnuð. Það eru komin 25 ár síðan að byggt var yfir svellið árið 1999.“ Hann segir að gamaldags og klassískt útlit skautahallarinnar hafi verið það sem hreif framleiðeiðendur þáttanna True Detective sem meðal annars voru teknir í höllinni en þar var nokkrum líkum komið fyrir á svellinu. „Planið er að klára að rífa allt út í þessari viku, það er nú bara einn dagur eftir af henni þannig við verðum að láta hendur standa frammi úr ermum.“
Skautaíþróttir Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira