Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 23:33 Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins (PVV), greiðir atkvæði í Evrópuþingskosningunum í Hollandi. Flokkur hans fékk engan þingmann fyrir fimm árum en virðist ætla að fá sjö, einum færri en bandalag vinstrimanna og græningja. AP/Peter Dejong Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kjósa til 720 sæta á Evrópuþinginu á næstu dögum, flest þeirra á sunnudag. Fátækt, lýðheilsa, efnahagsmál og öryggismál eru sögð brenna helst á evrópskum kjósendum að þessu sinni. Þjóðernis- og popúlískum flokkum af fjarhægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið verulega ásmegin á þinginu á undanförnum árum. Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra eigi eftir að skreppa saman í kosningunum nú. Þrátt fyrir að útgönguspár í Hollandi bendi til þess að bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna vinni flest Evrópuþingsæti landsins bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Skilaboð sem að minnsta kosti margir hollenskir kjósendur sendu í dag voru að þeir vilji öðruvísi Evrópusamband og að þeir vilji sterkari þjóðríki. Ekki meiri valdatilfærsla til Evrópu, heldur andstæðan,“ sagði sigurreifur Wilders. Endanleg úrslit frá Hollandi verða ekki birt fyrr en kosningunum er lokið alls staðar á sunnudag. Evrópska vinstrið sagt við slæma heilsu Ef marka má kannanir gætu flokkar af ysta hægri jaðrinum bætt við sig meira en tuttugu þingsætum frá síðustu kosningum árið 2019. Það gerist þrátt fyrir klofning í þingflokki þeirra þar sem Þjóðfylking Marine Le Pen í Frakklandi og Bandalagsflokkur Matteo Salvini á Ítalíu úthýstu Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) vegna ummæla oddvita flokksins um SS-sveitir nasista. Búist er við að ítölsku og frönsku flokkarnir bæti vel við sig og AfD gæti jafnvel náð næstflestum þingsætum Þýskalands, fleiri en stjórnarflokkur Olafs Scholz, kanslara, að sögn Politico. Á sama tíma eru vinstri- og vinstrimiðflokkar í Evrópu sagðir í úlfakreppu. Þeir eru aðeins við völd í fjórum aðildarríkjum sambandsins og hafa staðið sig illa í kosningum undanfarið. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Marc Lazar, frönskum prófessor í stjórnmálasögu, að evrópska vinstrið sé við „slæma heilsu“. „Í langan tíma höfum við ekki séð mikla leiðtoga af vinstri vængnum eins og Tony Blair, Gerhard Schröder eða Francois Mitterand. Þegar við hugsum um forystu í Evrópu hugsum við um Orban, Meloni, Le Pen,“ segir Lazar og vísar til leiðtoga fjarhægri og popúlískra flokka í Ungverjalandi, Ítalíu og Frakklandi. Evrópusambandið Holland Tengdar fréttir Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins kjósa til 720 sæta á Evrópuþinginu á næstu dögum, flest þeirra á sunnudag. Fátækt, lýðheilsa, efnahagsmál og öryggismál eru sögð brenna helst á evrópskum kjósendum að þessu sinni. Þjóðernis- og popúlískum flokkum af fjarhægri vængnum sem vilja hola út Evrópusamstarfið innan frá hefur vaxið verulega ásmegin á þinginu á undanförnum árum. Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Evrópusinnaðra flokka á miðjunni, græningja og frjálslyndra eigi eftir að skreppa saman í kosningunum nú. Þrátt fyrir að útgönguspár í Hollandi bendi til þess að bandalag Verkamannaflokksins og Vinstri grænna vinni flest Evrópuþingsæti landsins bætti fjarhægriflokkurinn PVV undir stjórn Geerts Wilders, sem vann sigur í þingkosningum í fyrra, langmestu við sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Skilaboð sem að minnsta kosti margir hollenskir kjósendur sendu í dag voru að þeir vilji öðruvísi Evrópusamband og að þeir vilji sterkari þjóðríki. Ekki meiri valdatilfærsla til Evrópu, heldur andstæðan,“ sagði sigurreifur Wilders. Endanleg úrslit frá Hollandi verða ekki birt fyrr en kosningunum er lokið alls staðar á sunnudag. Evrópska vinstrið sagt við slæma heilsu Ef marka má kannanir gætu flokkar af ysta hægri jaðrinum bætt við sig meira en tuttugu þingsætum frá síðustu kosningum árið 2019. Það gerist þrátt fyrir klofning í þingflokki þeirra þar sem Þjóðfylking Marine Le Pen í Frakklandi og Bandalagsflokkur Matteo Salvini á Ítalíu úthýstu Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) vegna ummæla oddvita flokksins um SS-sveitir nasista. Búist er við að ítölsku og frönsku flokkarnir bæti vel við sig og AfD gæti jafnvel náð næstflestum þingsætum Þýskalands, fleiri en stjórnarflokkur Olafs Scholz, kanslara, að sögn Politico. Á sama tíma eru vinstri- og vinstrimiðflokkar í Evrópu sagðir í úlfakreppu. Þeir eru aðeins við völd í fjórum aðildarríkjum sambandsins og hafa staðið sig illa í kosningum undanfarið. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Marc Lazar, frönskum prófessor í stjórnmálasögu, að evrópska vinstrið sé við „slæma heilsu“. „Í langan tíma höfum við ekki séð mikla leiðtoga af vinstri vængnum eins og Tony Blair, Gerhard Schröder eða Francois Mitterand. Þegar við hugsum um forystu í Evrópu hugsum við um Orban, Meloni, Le Pen,“ segir Lazar og vísar til leiðtoga fjarhægri og popúlískra flokka í Ungverjalandi, Ítalíu og Frakklandi.
Evrópusambandið Holland Tengdar fréttir Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Búa sig undir holskeflu upplýsingafals í kringum Evrópukosningar Líklegt er talið að upplýsingafals á netinu varpi skugga á Evrópuþingskosningar sem hefjast á morgun. Sérfræðingar óttast að gervigreind geri áróðursmeisturum auðveldara fyrir en áður en dreifa misvísandi upplýsingum. 5. júní 2024 12:39