„Allt sem gerist í Brussel snertir okkur“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. júní 2024 13:00 Vilborg Ása Guðjónsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur rýnir í yfirstandandi kosningar til Evrópuþings. Vísir/Samsett Einni stærstu lýðræðislegu aðgerð heims lýkur í dag þar sem kosið er til Evrópuþings í 21 af 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Um 370 milljónir manna eru á kjörskrá og keppt er um 720 sæti. Kjósendur í Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni og Póllandi svo nokkur dæmi séu nefnd kjósa í dag, á síðasta degi kosninga sem hófust í Hollandi á fimmtudaginn. Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur segir innflytjendamálin, stækkun umfangs Evrópusambandsins og öryggis- og varnarmálin efst á baugi evrópskra kjósenda að þessu sinni. Hún segir jafnframt að stór mál sem varða okkur Íslendinga séu undir. Evrópuþingið og ráðherraráðið eru þær tvær stofnanir sem semja um frumvörp svo þau taki gildi fyrir öll aðildarríki. Frumvörpin eru lögð fram af framkvæmdastjórninni. Evrópusambandið er með stærri stjórnsýslubatteríum heims og því ekki að furða að margir Íslendingar séu ekki alveg með á nótunum varðandi það sem fer þar fram og hvernig það hefur áhrif á Íslendinga. Margir evrópskir ríkisborgarar eru ekki klárir á því sjálfir. En Evrópuþingið er gríðarlega mikilvægt og mótar stefnur og markmið Evrópusambandsins til fleiri ára. Það gegnir viðamiklu eftirlitshlutverki með framkvæmdavaldinu, sem er framkvæmdastjórnin, og tryggir að beinkjörnir fulltrúar íbúa aðildarríkja geti haft áhrif á mótun, aðlögun, samþykki eða þá höfnun á frumvörpum í samvinnu við ráðherraráðið. Hægrisveifla í aðsigi Útgönguspár og skoðanakannanir benda til þess að jaðarhægri flokkar eigi eftir að sækja verulega í sig veðrið og talað er um afdráttarmikil hægrisveifla sé í vændum þegar niðurstöður kosninganna liggja ljósar fyrir í kvöld. Vilborg Ása segir töluverðar líkur á því en að ólíklegt sé að þeim takist að koma sér saman um meirihlutasamstarf. „Það virðast vera töluverðar líkur á því. Í það minnsta að þessir svokölluðu öfgahægri flokkar muni sækja í sig veðrið og fái aukinn styrk í Evrópuþinginu. Nýjustu kannanir sýna nú að að líkindum muni þessir flokkar ekki fá meirihluta. Að það verði hófsamari flokkar enn þá með meirihluta í þinginu en að áhrifin verði aukin frá þessum væng stjórnmálanna,“ segir hún. Erfitt fyrir jaðarflokkanna að ná saman Útgönguspár í Hollandi og annars staðar þar sem kosningum er lokið benda til þess að hófsamari hægrimenn í þinghópi Ursulu von der Leyen, kristilegra demókrata, haldi stærstum hluta þingsætanna. Rætist spár um stóra hægrisveiflu í kvöld getur komið til þess að hún þurfi að vinna þéttar með jaðarhægri þinghópum til að tryggja sér forsetaembættið. Marine Le Pen er leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar.AP/Aurelien Morissard Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, hefur barist fyrir því að sameina jaðarhægrið á þinginu en það hefur gengið brösulega. Tillögur hennar um myndun svokallaðs „ofurþinghóps“ jaðarhægrimanna hafa ekki hlotið mikinn hljómgrunn. Ólík sjónarmið hvað varðar stuðning við Úkraínu og umfang evrópskrar stjórnsýslu standa í vegi fyrir slíku bandalagi. „Ég held að það sé almennt talið að það verði mjög erfitt fyrir þessa flokka að ná saman. Það þyrfti ekki bara þessa stærstu flokka á þessum væng heldur líka minni flokka til þess að ná meirihluta og það er talið mjög ólíklegt,“ segir Vilborg. Tvísýnt um endurkjör von der Leyen Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar, sækist eftir öðru kjörtímabili en til þess þarf hún staðfestingu meirihluta þingsins. Hún varð fyrsti kvenforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í kjölfar síðustu kosninga árið 2019 en tvísýnt er um að hún nái endurkjöri. Hún er leiðtogi þinghóps kristilegra demókrata, hófsamra hægrimanna, sem er stærsti þinghópur Evrópuþingsins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fer með framkvæmdavald sambandsins og felast störf hennar aðallega í því að semja frumvörp og setja nýja löggjöf. Í henni sitja 27 fulltrúar ásamt forsetanum, einn frá hverju aðildarríki sambandsins. Ursula von der Leyen tók við forsæti framkvæmdastjórnar fyrst kvenna árið 2019.AP/Sven Hoppe „Hún þarf að vera útnefnd af leiðtogaráðinu og það eru nú taldar ágætar líkur á að það verði en svo þarf hún meirihluta á Evrópuþinginu á bakvið sig. Það er álitið að það verði mjög erfitt fyrir hana að ná því. Ekki ómögulegt en síðast þegar hún varð fyrsti kvenforseti framkvæmdastjórnarinnar árið 2019 þá gerði hún það með níu atkvæðum og það er talið að það jafnvel gæti orðið mjórra á mununum núna,“ segir Vilborg. „Hinir flokkahóparnir eru með aðra frambjóðendur í embættið en það hefur enginn vakið sérstaklega athygli sem hennar andstæðingur, einhver sem myndi raunverulega velta henni úr sessi,“ bætir hún við. Kosningarnar varði Íslendinga Vilborg segir það skipta máli fyrir okkur Íslendinga hver sitji í Evrópuþinginu. Þrátt fyrir að þingið sé ekki valdamesta stofnun sambandsins afgreiði þau stór mál sem varða Íslendinga svo sem efnahags- og umhverfismál sem og varnarmál. „Við erum auðvitað hluti af evrópskum vinnumarkaði í gegnum EES-samninginn, sömuleiðis umhverfismálin, við erum þar nátengd og erum hluti af umhverfis- og loftslagsáætlunum ESB. Allt sem gerist í Brussel mun snerta okkur á einhvern hátt,“ segir Vilborg. „Þannig að það skiptir máli hverjir sitja á Evrópuþinginu.“ Fyrstu tölur birtast síðdegis í dag og í kvöld ættu línur að fara að skýrast varðandi valdahlutföll á Evrópuþinginu næstu fimm árin. Evrópusambandið Tengdar fréttir Írar kjósa til Evrópuþings Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. 7. júní 2024 12:07 Flæmskur aðskilnaðarflokkur sækir í sig veðrið Í dag ganga Belgar til þingkosninga ásamt því að kjósa til Evrópuþingsins. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur sem berst fyrir því að leysa landið upp muni bæta talsverðu við sig. 8. júní 2024 15:12 Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Vilborg Ása Guðjónsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur segir innflytjendamálin, stækkun umfangs Evrópusambandsins og öryggis- og varnarmálin efst á baugi evrópskra kjósenda að þessu sinni. Hún segir jafnframt að stór mál sem varða okkur Íslendinga séu undir. Evrópuþingið og ráðherraráðið eru þær tvær stofnanir sem semja um frumvörp svo þau taki gildi fyrir öll aðildarríki. Frumvörpin eru lögð fram af framkvæmdastjórninni. Evrópusambandið er með stærri stjórnsýslubatteríum heims og því ekki að furða að margir Íslendingar séu ekki alveg með á nótunum varðandi það sem fer þar fram og hvernig það hefur áhrif á Íslendinga. Margir evrópskir ríkisborgarar eru ekki klárir á því sjálfir. En Evrópuþingið er gríðarlega mikilvægt og mótar stefnur og markmið Evrópusambandsins til fleiri ára. Það gegnir viðamiklu eftirlitshlutverki með framkvæmdavaldinu, sem er framkvæmdastjórnin, og tryggir að beinkjörnir fulltrúar íbúa aðildarríkja geti haft áhrif á mótun, aðlögun, samþykki eða þá höfnun á frumvörpum í samvinnu við ráðherraráðið. Hægrisveifla í aðsigi Útgönguspár og skoðanakannanir benda til þess að jaðarhægri flokkar eigi eftir að sækja verulega í sig veðrið og talað er um afdráttarmikil hægrisveifla sé í vændum þegar niðurstöður kosninganna liggja ljósar fyrir í kvöld. Vilborg Ása segir töluverðar líkur á því en að ólíklegt sé að þeim takist að koma sér saman um meirihlutasamstarf. „Það virðast vera töluverðar líkur á því. Í það minnsta að þessir svokölluðu öfgahægri flokkar muni sækja í sig veðrið og fái aukinn styrk í Evrópuþinginu. Nýjustu kannanir sýna nú að að líkindum muni þessir flokkar ekki fá meirihluta. Að það verði hófsamari flokkar enn þá með meirihluta í þinginu en að áhrifin verði aukin frá þessum væng stjórnmálanna,“ segir hún. Erfitt fyrir jaðarflokkanna að ná saman Útgönguspár í Hollandi og annars staðar þar sem kosningum er lokið benda til þess að hófsamari hægrimenn í þinghópi Ursulu von der Leyen, kristilegra demókrata, haldi stærstum hluta þingsætanna. Rætist spár um stóra hægrisveiflu í kvöld getur komið til þess að hún þurfi að vinna þéttar með jaðarhægri þinghópum til að tryggja sér forsetaembættið. Marine Le Pen er leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar.AP/Aurelien Morissard Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, hefur barist fyrir því að sameina jaðarhægrið á þinginu en það hefur gengið brösulega. Tillögur hennar um myndun svokallaðs „ofurþinghóps“ jaðarhægrimanna hafa ekki hlotið mikinn hljómgrunn. Ólík sjónarmið hvað varðar stuðning við Úkraínu og umfang evrópskrar stjórnsýslu standa í vegi fyrir slíku bandalagi. „Ég held að það sé almennt talið að það verði mjög erfitt fyrir þessa flokka að ná saman. Það þyrfti ekki bara þessa stærstu flokka á þessum væng heldur líka minni flokka til þess að ná meirihluta og það er talið mjög ólíklegt,“ segir Vilborg. Tvísýnt um endurkjör von der Leyen Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar, sækist eftir öðru kjörtímabili en til þess þarf hún staðfestingu meirihluta þingsins. Hún varð fyrsti kvenforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í kjölfar síðustu kosninga árið 2019 en tvísýnt er um að hún nái endurkjöri. Hún er leiðtogi þinghóps kristilegra demókrata, hófsamra hægrimanna, sem er stærsti þinghópur Evrópuþingsins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fer með framkvæmdavald sambandsins og felast störf hennar aðallega í því að semja frumvörp og setja nýja löggjöf. Í henni sitja 27 fulltrúar ásamt forsetanum, einn frá hverju aðildarríki sambandsins. Ursula von der Leyen tók við forsæti framkvæmdastjórnar fyrst kvenna árið 2019.AP/Sven Hoppe „Hún þarf að vera útnefnd af leiðtogaráðinu og það eru nú taldar ágætar líkur á að það verði en svo þarf hún meirihluta á Evrópuþinginu á bakvið sig. Það er álitið að það verði mjög erfitt fyrir hana að ná því. Ekki ómögulegt en síðast þegar hún varð fyrsti kvenforseti framkvæmdastjórnarinnar árið 2019 þá gerði hún það með níu atkvæðum og það er talið að það jafnvel gæti orðið mjórra á mununum núna,“ segir Vilborg. „Hinir flokkahóparnir eru með aðra frambjóðendur í embættið en það hefur enginn vakið sérstaklega athygli sem hennar andstæðingur, einhver sem myndi raunverulega velta henni úr sessi,“ bætir hún við. Kosningarnar varði Íslendinga Vilborg segir það skipta máli fyrir okkur Íslendinga hver sitji í Evrópuþinginu. Þrátt fyrir að þingið sé ekki valdamesta stofnun sambandsins afgreiði þau stór mál sem varða Íslendinga svo sem efnahags- og umhverfismál sem og varnarmál. „Við erum auðvitað hluti af evrópskum vinnumarkaði í gegnum EES-samninginn, sömuleiðis umhverfismálin, við erum þar nátengd og erum hluti af umhverfis- og loftslagsáætlunum ESB. Allt sem gerist í Brussel mun snerta okkur á einhvern hátt,“ segir Vilborg. „Þannig að það skiptir máli hverjir sitja á Evrópuþinginu.“ Fyrstu tölur birtast síðdegis í dag og í kvöld ættu línur að fara að skýrast varðandi valdahlutföll á Evrópuþinginu næstu fimm árin.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Írar kjósa til Evrópuþings Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. 7. júní 2024 12:07 Flæmskur aðskilnaðarflokkur sækir í sig veðrið Í dag ganga Belgar til þingkosninga ásamt því að kjósa til Evrópuþingsins. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur sem berst fyrir því að leysa landið upp muni bæta talsverðu við sig. 8. júní 2024 15:12 Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Írar kjósa til Evrópuþings Næststærstu lýðræðislegu kosningar heims á eftir þeim indversku fara nú fram í öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsnins. Kosið er um fleiri en sjöhundruð sæti í Evrópuþinginu fram á sunnudag. Írar ganga til kosninga til Evrópuþingsins í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun og loka þeir klukkan tíu. Írar senda fjórtán fulltrúa á þingið en alls sitja þar 720 fulltrúar frá öllum aðildarríkjum sambandsins. 7. júní 2024 12:07
Flæmskur aðskilnaðarflokkur sækir í sig veðrið Í dag ganga Belgar til þingkosninga ásamt því að kjósa til Evrópuþingsins. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur sem berst fyrir því að leysa landið upp muni bæta talsverðu við sig. 8. júní 2024 15:12
Fyrstu úrslit Evrópukosninga staðfesta uppgang fjarhægrisins Vinstriflokkarnir í Hollandi virðast hafa haft nauman sigur á fjarhægri flokki í Evrópuþingskosningum þar í dag. Holland er fyrsta landið sem kýs í kosningunum en hægri- og fjarhægri flokkum er almennt spáð góðu gengi í álfunni. 6. júní 2024 23:33