Verstappen sigraði í Kanada Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júní 2024 22:00 Max Verstappen fagnar sigrinum í Kanada. Mark Thompson/Getty Images Heimsmeistarinn Max Verstappen tryggði sér sigur í kanadíska kappakstrinum í Formúlu 1 er hann kom fyrstur í mark í kvöld. Óhætt er að segja að gengið hafi á með skúrum í Montréal í kvöld og skiptu ökumennirnir nokkrum sinnum af vætudekkjunum yfir á þurr dekk, sem og öfugt. Heimsmeistarinn þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag því lengi vel leit út fyrir að Lando Norris á McLaren myndi stinga af. Eftir að öryggisbíll var kallaður út gerði Norris og McLaren liðið þó mistök og Verstappen tók forystuna. Norris náði forystunni á ný, en aftur endurheimti Verstappen fremsta sætið. Það var svo annar öryggisbíll þegar rétt rúmir tíu hringir voru eftir sem gerði það að verkum að Verstappen náði góðri forystu og kom að lokum rúmum þremur sekúndum á undan Norris í mark. Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton röðuðu sér í þriðja og fjórða sæti og liðsfélagi Norris á McLaren, Oscar Piastri, kom fimmti í mark. Verstappen er nú á toppi heimsmeistaramóts ökumanna með 194 stig, 56 stigum á undan Charles Leclerc sem situr í öðru sæti og 63 stigum meira en Norris sem situr í þriðja sæti. Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Óhætt er að segja að gengið hafi á með skúrum í Montréal í kvöld og skiptu ökumennirnir nokkrum sinnum af vætudekkjunum yfir á þurr dekk, sem og öfugt. Heimsmeistarinn þurfti að hafa fyrir hlutunum í dag því lengi vel leit út fyrir að Lando Norris á McLaren myndi stinga af. Eftir að öryggisbíll var kallaður út gerði Norris og McLaren liðið þó mistök og Verstappen tók forystuna. Norris náði forystunni á ný, en aftur endurheimti Verstappen fremsta sætið. Það var svo annar öryggisbíll þegar rétt rúmir tíu hringir voru eftir sem gerði það að verkum að Verstappen náði góðri forystu og kom að lokum rúmum þremur sekúndum á undan Norris í mark. Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton röðuðu sér í þriðja og fjórða sæti og liðsfélagi Norris á McLaren, Oscar Piastri, kom fimmti í mark. Verstappen er nú á toppi heimsmeistaramóts ökumanna með 194 stig, 56 stigum á undan Charles Leclerc sem situr í öðru sæti og 63 stigum meira en Norris sem situr í þriðja sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira