Framkoman eftir flogið niðurlægjandi og meiðandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 11:17 Unnur Hrefna segir fatlað fólk of oft mæta hindrunum félagslega. Mynd/Ruth Ásgeirs Unnur Hrefna Jóhannsdóttir er ósátt við viðbrögð starfsfólks á veitingastað í Smáralind þar sem hún fékk flog í gærkvöldi. Unnur Hrefna segist hafa sótt staðinn reglulega um árabil og hafa fengið þar flog tvisvar áður. Aldrei hafi viðbrögðin verið eins og í gærkvöldi. „En í kvöld, þegar ég fékk flog inn á staðnum, var framkoman bæði niðurlægjandi og meiðandi. Þegar afgreiðslukonan sá að ég væri í flogi sagði hún að þetta hefði gerst áður inn á staðnum og gaf í skyn að þetta væri mikið vesen. Ég þyrfti að hafa manneskju með mér,“ segir Unnur en í för með henni var einmitt aðstoðarkonan hennar. Miskunnsömum Samverjum sagt að þetta kæmi þeim ekki við Unnur Hrefna útskýrir að hver flogaveikur einstaklingur upplifir sín flog með ólíkum hætti. Hún til dæmis verður alveg máttlaus, fær krampa og lokar augunum en heyrir allt sem gerist í kringum hana. „Það voru fáir inn á staðnum. Auk mín og aðstoðarkonunnar minnar sat eitt par steinsnar frá okkur. Þegar ég er komin í gólfið stendur parið á fætur og býðst til að hjálpa okkur,“ segir Unnur Hrefna og að þetta séu viðbrögð sem hún upplifi reglulega frá fólki þegar hún fær flog. Afgreiðslukonan hafi aftur á móti beðið parið að halda áfram að borða og sagt við þau að „þetta væri ekki þeirra vandamál.” Unnur segir að hún hafi svo boðist til að hringja á öryggisverði en aðstoðarkonan hennar hafi afþakkað það vegna þess að frekari aðstoð væri á leiðinni. „Þegar parið var að ferðbúast kom það til okkar og bauð aftur fram hjálp sína. Fyrir svona framkomu samborgara minna er ég og verð alltaf þakklát,“ segir Unnur Hrefna. Niðurlægjandi ummæli látin falla Eftir að parið fór hafi afgreiðslukonan haldið áfram að æsa sig. Hafi hrópað að þetta væri ekki boðlegt og spurt hvort hún ætti að þurfa að loka staðnum þegar þetta gerðist. „Einu sinni var fullur veitingastaður og það fór allt úr skorðum. Fólk vill ekki koma inn þegar svona er,“ segir Unnur Hrefna að hún hafi sagt við aðstoðarkonu hennar. „Nú var farið að síga verulega í mig. Mér fannst ég niðurlægð og ummælin sem um mig og „hegðun mína“ voru látin falla meiðandi. Er fólk með fötlun ekki velkomið eða er fólk dregið í dilka eftir því hvers konar fötlun það er?“ spyr Unnur Hrefna. Hún segir að á þessum tímapunkti hafi hún ekki verið búin að fá málið aftur eftir flogið og hafi ekki getað látið óánægju sína í ljós eða svarað fyrir sig. „En ég skal því fúslega viðurkenna að þegar maturinn sem ég hafði varla snert á, þessi fíni pastaréttur, var komin í pappakassa, dró ég hann til mín og kastaði frá mér af öllum þeim kröftum sem ég hafði þá. Þegar ég opnaði augun sá ég að mér hafði tekist að sletta einhverju af pastanu upp á vegg,“ segir Unnur Hrefna. Meinaður aðgangur að Kínahofinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Unnur lendir í veseni vegna flogaveiki sinnar á veitingstað. Árið 2019 var henni meinaður aðgangur að Kínahofinu eftir að hún hafði fengið þar flog. „Það er alltaf þessi sami aðlögunarvandi í samfélaginu. Fólk með fötlun mætir meira mótlæti en það ætti að þurfa að gera félagslega. Maður vill vekja athygli á þessu, ekki bara fyrir mann persónulega, heldur fyrir alla stéttina eins og ég kallað fatlað fólk. Þetta skiptir miklu máli.“ Fréttastofa hafði samband við umræddan veitingastað en forsvarsmaður hans vildi ekkert tjá sig um málið. Málefni fatlaðs fólks Veitingastaðir Smáralind Kópavogur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
„En í kvöld, þegar ég fékk flog inn á staðnum, var framkoman bæði niðurlægjandi og meiðandi. Þegar afgreiðslukonan sá að ég væri í flogi sagði hún að þetta hefði gerst áður inn á staðnum og gaf í skyn að þetta væri mikið vesen. Ég þyrfti að hafa manneskju með mér,“ segir Unnur en í för með henni var einmitt aðstoðarkonan hennar. Miskunnsömum Samverjum sagt að þetta kæmi þeim ekki við Unnur Hrefna útskýrir að hver flogaveikur einstaklingur upplifir sín flog með ólíkum hætti. Hún til dæmis verður alveg máttlaus, fær krampa og lokar augunum en heyrir allt sem gerist í kringum hana. „Það voru fáir inn á staðnum. Auk mín og aðstoðarkonunnar minnar sat eitt par steinsnar frá okkur. Þegar ég er komin í gólfið stendur parið á fætur og býðst til að hjálpa okkur,“ segir Unnur Hrefna og að þetta séu viðbrögð sem hún upplifi reglulega frá fólki þegar hún fær flog. Afgreiðslukonan hafi aftur á móti beðið parið að halda áfram að borða og sagt við þau að „þetta væri ekki þeirra vandamál.” Unnur segir að hún hafi svo boðist til að hringja á öryggisverði en aðstoðarkonan hennar hafi afþakkað það vegna þess að frekari aðstoð væri á leiðinni. „Þegar parið var að ferðbúast kom það til okkar og bauð aftur fram hjálp sína. Fyrir svona framkomu samborgara minna er ég og verð alltaf þakklát,“ segir Unnur Hrefna. Niðurlægjandi ummæli látin falla Eftir að parið fór hafi afgreiðslukonan haldið áfram að æsa sig. Hafi hrópað að þetta væri ekki boðlegt og spurt hvort hún ætti að þurfa að loka staðnum þegar þetta gerðist. „Einu sinni var fullur veitingastaður og það fór allt úr skorðum. Fólk vill ekki koma inn þegar svona er,“ segir Unnur Hrefna að hún hafi sagt við aðstoðarkonu hennar. „Nú var farið að síga verulega í mig. Mér fannst ég niðurlægð og ummælin sem um mig og „hegðun mína“ voru látin falla meiðandi. Er fólk með fötlun ekki velkomið eða er fólk dregið í dilka eftir því hvers konar fötlun það er?“ spyr Unnur Hrefna. Hún segir að á þessum tímapunkti hafi hún ekki verið búin að fá málið aftur eftir flogið og hafi ekki getað látið óánægju sína í ljós eða svarað fyrir sig. „En ég skal því fúslega viðurkenna að þegar maturinn sem ég hafði varla snert á, þessi fíni pastaréttur, var komin í pappakassa, dró ég hann til mín og kastaði frá mér af öllum þeim kröftum sem ég hafði þá. Þegar ég opnaði augun sá ég að mér hafði tekist að sletta einhverju af pastanu upp á vegg,“ segir Unnur Hrefna. Meinaður aðgangur að Kínahofinu Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Unnur lendir í veseni vegna flogaveiki sinnar á veitingstað. Árið 2019 var henni meinaður aðgangur að Kínahofinu eftir að hún hafði fengið þar flog. „Það er alltaf þessi sami aðlögunarvandi í samfélaginu. Fólk með fötlun mætir meira mótlæti en það ætti að þurfa að gera félagslega. Maður vill vekja athygli á þessu, ekki bara fyrir mann persónulega, heldur fyrir alla stéttina eins og ég kallað fatlað fólk. Þetta skiptir miklu máli.“ Fréttastofa hafði samband við umræddan veitingastað en forsvarsmaður hans vildi ekkert tjá sig um málið.
Málefni fatlaðs fólks Veitingastaðir Smáralind Kópavogur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira