Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Árni Sæberg skrifar 12. júní 2024 14:06 Elías Blöndal Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sante, og Arnar Sigurðsson, eigandi Sante. Vísir/Vilhelm Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. Þetta segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tilefni kvörtunarinnar er erindi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. „Haldið fram að atvinnustarfsemi okkar sé ólögleg“ Í kvörtun Sante til Umboðsmanns Alþingis segir að í erindi Sigurðar Inga sé því haldið fram að starfsemi Sante sé ólögleg. „Bréfinu er bersýnilega ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. Við teljum að þetta séu óeðlileg afskipti af lögregluvaldi og brot á þrískiptingu ríkisvaldsins, þar sem fjármálaráðherra hefur ekki valdheimildir í þessum málaflokki.“ Reyni að hafa áhrif á lögreglu Þá segir að fjármálaráðherra fari með mikilvægar ákvarðanir varðandi fjárveitingar til lögreglunnar. Tilraunir hans til þess að hafa áhrif á lögreglurannsókn séu því sérlega óeðlilegar, þar sem þær geti litið út sem tilraun til þess að misnota fjárhagslegt vald til þess að hafa áhrif á lögregluna. „Þetta grefur undan sjálfstæði lögreglunnar og trúverðugleika hennar.“ Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skuli ákærendur vera sjálfstæðir í störfum sínum og ekki taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Þetta sé meginregla í réttarfari og brot á henni talin mjög alvarleg. „Það er algjörlega ólíðandi í réttarríki að lesa um það í fjölmiðlum að ráðherra sé að reyna að hafa áhrif á lögreglurannsókn. Að ráðherra, sem á stóran þátt í löggjafarvaldi og fer með fjárveitingarvald til lögreglu, lýsi afstöðu sinni til lögmætis starfsemi okkar með þeim hætti sem gert er í bréfinu. Við teljum að afskipti fjármála- og efnahagsráðherra brjóti verulega gegn stjórnsýslureglum og réttindum okkar.“ Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10 Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7. júní 2024 11:16 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Þetta segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tilefni kvörtunarinnar er erindi sem Sigurður Ingi Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi. Í erindinu er bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. „Haldið fram að atvinnustarfsemi okkar sé ólögleg“ Í kvörtun Sante til Umboðsmanns Alþingis segir að í erindi Sigurðar Inga sé því haldið fram að starfsemi Sante sé ólögleg. „Bréfinu er bersýnilega ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. Við teljum að þetta séu óeðlileg afskipti af lögregluvaldi og brot á þrískiptingu ríkisvaldsins, þar sem fjármálaráðherra hefur ekki valdheimildir í þessum málaflokki.“ Reyni að hafa áhrif á lögreglu Þá segir að fjármálaráðherra fari með mikilvægar ákvarðanir varðandi fjárveitingar til lögreglunnar. Tilraunir hans til þess að hafa áhrif á lögreglurannsókn séu því sérlega óeðlilegar, þar sem þær geti litið út sem tilraun til þess að misnota fjárhagslegt vald til þess að hafa áhrif á lögregluna. „Þetta grefur undan sjálfstæði lögreglunnar og trúverðugleika hennar.“ Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skuli ákærendur vera sjálfstæðir í störfum sínum og ekki taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Þetta sé meginregla í réttarfari og brot á henni talin mjög alvarleg. „Það er algjörlega ólíðandi í réttarríki að lesa um það í fjölmiðlum að ráðherra sé að reyna að hafa áhrif á lögreglurannsókn. Að ráðherra, sem á stóran þátt í löggjafarvaldi og fer með fjárveitingarvald til lögreglu, lýsi afstöðu sinni til lögmætis starfsemi okkar með þeim hætti sem gert er í bréfinu. Við teljum að afskipti fjármála- og efnahagsráðherra brjóti verulega gegn stjórnsýslureglum og réttindum okkar.“
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10 Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7. júní 2024 11:16 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Hófu frumkvæðisathugun á netsölu áfengis í morgun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hóf á fundi sínum í morgun frumkvæðisathugun vegna netsölu á áfengi. Formaður nefndarinnar segir tilefnið vera ítrekaðar ábendingar um að salan fari fram í lagalegu tómarúmi. 10. júní 2024 13:10
Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. 7. júní 2024 11:16