Bara 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júní 2024 10:31 Sindri velti öllum steinum með Áslaugu Örnu yfir morgunbollanum. Vísir Það þekkja flestir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra sem vakti fyrst athygli þegar hún nýskriðin út úr Versló gerði allt brjálað með ummælum sínum um hvítvín í búðum. Áslaug segist ekki ætla að verða í stjórnmálum til eilífðarnóns og segist alltaf hafa haldið einkalífi sínu út af fyrir sig. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Áslaugar Örnu á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Áslaug hefur komið víða við en segir margt ógert og margt sem hana langar til að betrumbæta. Hún vildi að það væru fleiri tímar í sólarhringnum og auðveldara að ráðast í verkin. Ætlar ekki að vera alltaf í stjórnmálum Sindri spyr Áslaugu meðal annars hvort hún haldi að hún verði alltaf í stjórnmálum. Það heldur hún ekki. „Ég held ég verði alltaf í starfi sem verði krefjandi og ég mun alltaf leita að áskorun en það þarf alls ekki að verða alltaf í pólitík.“ Áslaug segist njóta þess í botn sem hún sé að gera í dag. Hún sé alveg í núinu. Hún finni að hún geti breytt hlutunum til hins betra og því eiga stjórnmálin hug hennar og hjarta í dag. Sindri spyr Áslaugu líka hvort hún vilji verða formaður Sjálfstæðisflokksins? „Svarið við þessu er bara í alvörunni að ég er í núinu í dag,“ segir Áslaug en Sindri segist telja hæpið að hún hafi aldrei horft á stólinn. Því svarar Áslaug: „Að sjálfsögðu, ég hef alveg metnað og þú veist það vel.“ Heldur einkalífinu fyrir sig með misjöfnum árangri Þá spyr Sindri Áslaugu út í einkalíf hennar. Bendir á að hún sé 33 ára, glerhugguleg, frábær og vel menntuð. Áslaug segir að hana langi í mann og börn. „Ég hef reynt að halda einkalífi mínu aðeins út fyrir með misjöfnum árangri. Fólk hefur eðli málsins samkvæmt áhuga á okkar lífi og að sjá manneskjurnar á bakvið stjórnmálamanninn og ég skil það alveg,“ segir Áslaug Arna. Sú staðreynd að hún sé ung og einhleyp verði stundum aðalmálið þegar hún fari í viðtöl. Þá bendir Sindri á að þetta sé ekki ósanngjörn spurning, þetta sé gangur lífsins, eitthvað sem flest kjósi sér og Áslaug tekur undir það. „Nei nei en ég er bara eins og þú sagðir 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós.“ Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Áslaugar Örnu á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Áslaug hefur komið víða við en segir margt ógert og margt sem hana langar til að betrumbæta. Hún vildi að það væru fleiri tímar í sólarhringnum og auðveldara að ráðast í verkin. Ætlar ekki að vera alltaf í stjórnmálum Sindri spyr Áslaugu meðal annars hvort hún haldi að hún verði alltaf í stjórnmálum. Það heldur hún ekki. „Ég held ég verði alltaf í starfi sem verði krefjandi og ég mun alltaf leita að áskorun en það þarf alls ekki að verða alltaf í pólitík.“ Áslaug segist njóta þess í botn sem hún sé að gera í dag. Hún sé alveg í núinu. Hún finni að hún geti breytt hlutunum til hins betra og því eiga stjórnmálin hug hennar og hjarta í dag. Sindri spyr Áslaugu líka hvort hún vilji verða formaður Sjálfstæðisflokksins? „Svarið við þessu er bara í alvörunni að ég er í núinu í dag,“ segir Áslaug en Sindri segist telja hæpið að hún hafi aldrei horft á stólinn. Því svarar Áslaug: „Að sjálfsögðu, ég hef alveg metnað og þú veist það vel.“ Heldur einkalífinu fyrir sig með misjöfnum árangri Þá spyr Sindri Áslaugu út í einkalíf hennar. Bendir á að hún sé 33 ára, glerhugguleg, frábær og vel menntuð. Áslaug segir að hana langi í mann og börn. „Ég hef reynt að halda einkalífi mínu aðeins út fyrir með misjöfnum árangri. Fólk hefur eðli málsins samkvæmt áhuga á okkar lífi og að sjá manneskjurnar á bakvið stjórnmálamanninn og ég skil það alveg,“ segir Áslaug Arna. Sú staðreynd að hún sé ung og einhleyp verði stundum aðalmálið þegar hún fari í viðtöl. Þá bendir Sindri á að þetta sé ekki ósanngjörn spurning, þetta sé gangur lífsins, eitthvað sem flest kjósi sér og Áslaug tekur undir það. „Nei nei en ég er bara eins og þú sagðir 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós.“
Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira