Man City sagt ekki ætla að styrkja sig með nýjum leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 16:30 Erling Haaland fagnar sigri Manchester City í ensku úrvalseildinni. Hann hefur unnið hana og orðið líka markakóngur á tveimur fyrstu tímabilum sínum í deildinni. Getty/Charlotte Tattersall Manchester City er tilbúið að fara inn í nýtt keppnistímabil með sama leikmannahóp og tryggði félaginu á dögunum fjórða enska meistaratitilinn í röð. ESPN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum en að eina breytingin yrði á þessu ef leikmaður vill fara frá félaginu. Það eru þó taldar einhverjar líkur á breytingum. Óvissa er um framtíð Kevin De Bruyne, Bernardo Silva og Ederson hjá City sem allir hafa verið orðaðir við brottför en þeir hafa þó ekki sagt félaginu að þeir vilji fara. Source: City OK without signings for title defenceManchester City are prepared to head into next season with the same squad which won a record fourth consecutive Premier League title and may not make a major summer signing unless a player asks to leave… https://t.co/d4ohB6MUWx— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) June 17, 2024 City mun líka reyna að selja þá Joao Cancelo og Kalvin Phillips í sumar en báðir leikmennirnir voru úti á láni á síðustu leiktíð. Það kemur til greina að lána þá aftur samkvæmt frétt ESPN en helst vill félagið selja leikmennina sem voru á láni hjá Barcelona og West Ham United í vetur. Enskir miðlar hafa fjallað um áhuga City á Bruno Guimarães hjá Newcastle en hann kemur aðeins til greina ef að De Bruyne, Silva eða jafnvel Matheus Nunes biðja um að fara. City segir Brasilíumanninn þó ekki vera hundrað milljón punda virði eins og uppkaupaákvæðið í samningi hans hljóðar til um. Það gæti þó orðið erfitt að semja við Newcastle um eitthvað minna en það en félagið vill ekki selja leikmanninn. Það er hægt að kaupa upp samninginn en aðeins út júnímánuð. Eftir það fellur ákvæðið úr gildi. Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
ESPN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum en að eina breytingin yrði á þessu ef leikmaður vill fara frá félaginu. Það eru þó taldar einhverjar líkur á breytingum. Óvissa er um framtíð Kevin De Bruyne, Bernardo Silva og Ederson hjá City sem allir hafa verið orðaðir við brottför en þeir hafa þó ekki sagt félaginu að þeir vilji fara. Source: City OK without signings for title defenceManchester City are prepared to head into next season with the same squad which won a record fourth consecutive Premier League title and may not make a major summer signing unless a player asks to leave… https://t.co/d4ohB6MUWx— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) June 17, 2024 City mun líka reyna að selja þá Joao Cancelo og Kalvin Phillips í sumar en báðir leikmennirnir voru úti á láni á síðustu leiktíð. Það kemur til greina að lána þá aftur samkvæmt frétt ESPN en helst vill félagið selja leikmennina sem voru á láni hjá Barcelona og West Ham United í vetur. Enskir miðlar hafa fjallað um áhuga City á Bruno Guimarães hjá Newcastle en hann kemur aðeins til greina ef að De Bruyne, Silva eða jafnvel Matheus Nunes biðja um að fara. City segir Brasilíumanninn þó ekki vera hundrað milljón punda virði eins og uppkaupaákvæðið í samningi hans hljóðar til um. Það gæti þó orðið erfitt að semja við Newcastle um eitthvað minna en það en félagið vill ekki selja leikmanninn. Það er hægt að kaupa upp samninginn en aðeins út júnímánuð. Eftir það fellur ákvæðið úr gildi.
Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira