Slæmt jafnvægi á milli Baggalúts og Sinfóníunnar Jónas Sen skrifar 18. júní 2024 10:02 Baggalútur kom fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 13. júní. Jónas Sen Þegar ég var einstæður faðir og dóttir mín, sjö eða átta ára, var með mér í bílnum, þá spilaði ég oftar en ekki lagið Pabbi þarf að vinna í nótt. Það fjallar um drykkfelldan pabba sem segist þurfa að fara að vinna, en er auðvitað bara á leiðinni á barinn, „til að hitta mennina,“ „þótt mamma skelli hurðum.“ Þetta var fyrsta lagið sem ég heyrði með Baggalút og síðan þá hef ég verið aðdáandi sveitarinnar. Ofkrydduð Ýsa Tónleikarnir með Baggalút og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborginni í Hörpu á fimmtudagskvöldið voru hins vegar töluverð vonbrigði. Vandasamt er að færa popptónlist í sinfónískan búning. Samlíkingin er dálítið eins og þegar maður eldar fisk. Smávegis krydd er mjög gott, en sama kryddið talið í matskeiðum er ekkert endilega miklu betra, síður en svo. Samt var það nákvæmlega þetta sem gerðist á tónleikunum. Lögin eftir Baggalút eru mjög einföld, nánast einfeldningsleg. Þau brjóta ekki blað í tónlistarsögunni. Laglínurnar eru ekkert sérstaklega grípandi, og þær standa t.d. innblásnum melódíum Megasar langt að baki. Aftur á móti eru textarnir, sem eru nánast eingöngu eftir Braga Valdimar Skúlason, einstaklega fyndnir. Það er töluverður sannleikur um Íslendinga í textunum, e.t.v. má segja að þeir séu nokkurs konar þverskurður af þjóðarsálinni. Of þykkur hljómsveitarhljómur Textarnir nutu sín því miður ekki á tónleikunum. Allt of þykkur hljómsveitarhljómurinn valtaði yfir þá, og söngurinn skildist því ekki almennilega, jafnvel þótt glaðbeittur hljómsveitarstjórinn, Ross Jamie Collins, væri nákvæmur í bendingum. Útsetningarnar, sem voru eftir ýmsa höfunda, voru býsna íburðarmiklar. Fábrotin, en glaðleg kántrístemningin, sem einkennir tónlist Baggalúts, kafnaði í látunum. Meira að segja banjóið, sem Matt Menefee spilaði á af lipurð og kunnáttu, barst illa í hávaðanum. Hljóðblöndunin var ekki alltaf nægilega góð. Hljóðmanninum var þó vorkunn, því söngurinn var yfirleitt ekkert sérstakur. Vandasamt var því að láta hann hljóma ásættanlega með öll þessi hljóðfæri á bak við sig. Guðmundur Pálsson var aðalsöngvarinn, og falsettan hans var meira og meira þreytandi eftir því sem á leið. Hann söng vissulega af tilfinningu og skemmtilegum tilþrifum, en röddin sjálf var hrjúf og alla endurómun vantaði í hana. Textaframburðurinn var líka loðinn af fyrrgreindum ástæðum. Hvað var þá eftir? Söngurinn var jú yfirleitt ekkert til að hrópa húrra fyrir og laglínurnar voru hvorki fugl né fiskur án textanna. Jóhanna Guðrún fór á kostum Aðeins tvö lög komu almennilega út á tónleikunum. Hið fyrra var Allt fyrir mig sem Karl Sigurðsson söng prýðilega og var skemmtilega útsett af Samúel Jóni Samúelssyni. Málmblásturinn var krassandi og ólíkindalegur og það var virkilega gaman að hlusta. Hitt lagið var Mamma þarf að djamma, sem var sungið af Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Hún er guðsgjöf eins og sagt er. Röddin er glæsileg og söngkonan kann að beita henni. Hún hefur mikinn sviðssjarma og það var hreint út sagt dásamlegt að heyra hana syngja. Í það heila voru þetta fremur misheppnaðir tónleikar. Kynningarnar á lögunum voru þó alltaf fyndnar, og því var það uppistandið sem, í einhvers konar afleiddri merkingu, hélt öllu uppistandandi. En bara rétt svo; ýsan var allt of mikið krydduð og maður gekk út með magapínu. Niðurstaða: Tónleikarnir liðu fyrir óskýran texta og of íburðarmiklar útsetningar. Tónleikar á Íslandi Harpa Gagnrýni Jónasar Sen Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Menning Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ofkrydduð Ýsa Tónleikarnir með Baggalút og Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborginni í Hörpu á fimmtudagskvöldið voru hins vegar töluverð vonbrigði. Vandasamt er að færa popptónlist í sinfónískan búning. Samlíkingin er dálítið eins og þegar maður eldar fisk. Smávegis krydd er mjög gott, en sama kryddið talið í matskeiðum er ekkert endilega miklu betra, síður en svo. Samt var það nákvæmlega þetta sem gerðist á tónleikunum. Lögin eftir Baggalút eru mjög einföld, nánast einfeldningsleg. Þau brjóta ekki blað í tónlistarsögunni. Laglínurnar eru ekkert sérstaklega grípandi, og þær standa t.d. innblásnum melódíum Megasar langt að baki. Aftur á móti eru textarnir, sem eru nánast eingöngu eftir Braga Valdimar Skúlason, einstaklega fyndnir. Það er töluverður sannleikur um Íslendinga í textunum, e.t.v. má segja að þeir séu nokkurs konar þverskurður af þjóðarsálinni. Of þykkur hljómsveitarhljómur Textarnir nutu sín því miður ekki á tónleikunum. Allt of þykkur hljómsveitarhljómurinn valtaði yfir þá, og söngurinn skildist því ekki almennilega, jafnvel þótt glaðbeittur hljómsveitarstjórinn, Ross Jamie Collins, væri nákvæmur í bendingum. Útsetningarnar, sem voru eftir ýmsa höfunda, voru býsna íburðarmiklar. Fábrotin, en glaðleg kántrístemningin, sem einkennir tónlist Baggalúts, kafnaði í látunum. Meira að segja banjóið, sem Matt Menefee spilaði á af lipurð og kunnáttu, barst illa í hávaðanum. Hljóðblöndunin var ekki alltaf nægilega góð. Hljóðmanninum var þó vorkunn, því söngurinn var yfirleitt ekkert sérstakur. Vandasamt var því að láta hann hljóma ásættanlega með öll þessi hljóðfæri á bak við sig. Guðmundur Pálsson var aðalsöngvarinn, og falsettan hans var meira og meira þreytandi eftir því sem á leið. Hann söng vissulega af tilfinningu og skemmtilegum tilþrifum, en röddin sjálf var hrjúf og alla endurómun vantaði í hana. Textaframburðurinn var líka loðinn af fyrrgreindum ástæðum. Hvað var þá eftir? Söngurinn var jú yfirleitt ekkert til að hrópa húrra fyrir og laglínurnar voru hvorki fugl né fiskur án textanna. Jóhanna Guðrún fór á kostum Aðeins tvö lög komu almennilega út á tónleikunum. Hið fyrra var Allt fyrir mig sem Karl Sigurðsson söng prýðilega og var skemmtilega útsett af Samúel Jóni Samúelssyni. Málmblásturinn var krassandi og ólíkindalegur og það var virkilega gaman að hlusta. Hitt lagið var Mamma þarf að djamma, sem var sungið af Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Hún er guðsgjöf eins og sagt er. Röddin er glæsileg og söngkonan kann að beita henni. Hún hefur mikinn sviðssjarma og það var hreint út sagt dásamlegt að heyra hana syngja. Í það heila voru þetta fremur misheppnaðir tónleikar. Kynningarnar á lögunum voru þó alltaf fyndnar, og því var það uppistandið sem, í einhvers konar afleiddri merkingu, hélt öllu uppistandandi. En bara rétt svo; ýsan var allt of mikið krydduð og maður gekk út með magapínu. Niðurstaða: Tónleikarnir liðu fyrir óskýran texta og of íburðarmiklar útsetningar.
Tónleikar á Íslandi Harpa Gagnrýni Jónasar Sen Menning Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Menning Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira