Fólk hvatt til að sýna aðgát vegna skriðufallahættu á Norðurlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 22:41 Í forgrunni er Eyjafjarðará. Skriðan á upptök sín í miðri hlíð og nemur staðar neðarlega í hlíðinni. Veðurstofa Íslands Ofanflóðssérfræðingar Veðurstofu Íslands brýna til fólks að sýna aðgát og fylgjast vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum. Í dag slapp bóndi í Eyjafjarðardal naumlega undan aurskriðu sem féll við Halldórsstaði þar sem hann var að þvæla fé upp á fjöll. Í kjölfar þess að Veðurstofu barst melding um aurskriðuna sem féll í Eyjafirði fór skriðusérfræðingur á vettvang til að kanna aðstæður. Þetta kemur fram í færslu á ofanflóðavef Veðurstofunnar. Tvær skriður til viðbótar Á vettvangi tók skriðusérfræðingurinn eftir tveimur nýlegum skriðum innst inni í Eyjafjarðardal til viðbótar við þá sem féll síðdegis í dag. Þær skriður voru þó efnislitlar og ollu engu tjóni. Í samtali við fréttastofu segir Martina Stefani, ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar, að mat Ragnars Jónssonar bónda á upptökum skriðunnar við Halldórsstaði hafi verið í meginatriðum rétt. „Vatn rennur um flesta lækjarfarvegi og snjór er efst í fjöllum innarlega í dalnum. Jarðvegur er víða blautur eftir leysingar síðustu vikna og því ekki hægt að útiloka að fleiri skriður geti fallið,“ segir í færslunni. Veðurspáin geri þó ráð fyrir svölu veðri næsta sólarhringinn og lítilli úrkomu sem dregur úr líkum á skriðuföllum. Jarðvegur víða blautur á Norðurlandi Fyrr í vikunni barst Veðurstofunni einnig tilkynning um skriðu sem féll í farvegi í Langadal, skammt frá Húnaveri. Skriðan náði þó ekki niður á veg. „Þessir atburði gefa til kynna að jarðvegurinn er víða blautur á norðanverðu landinu og sumstaðar er snjór enn efst til fjalla. Þegar að staðbundin úrkoma verður geta skriður fallið án mikils fyrirvara og því er best að sýna aðgát og fylgjast með vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Aurskriðan sem féll við Halldórsstaði síðdegis í dag.Veðurstofa Íslands „Ef fólk verður vart við skriður er best að halda sig í fjarlægð og vera meðvituð um að skriður geta komið niður í púlsum. Erfitt er að spá fyrir um leysingarskriður þar sem snjóalög eru breytileg eftir landshlutum og erfitt er að spá fyrir um staðbunda úrkomu,“ segir jafnframt. Veðurstofan heldur utan um skráningar á skriðuföllum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Þeir sem verða varir við skriður eða grjóthrun eru beðnir um að koma þeim upplýsingum til Veðurstofunnar. Eyjafjarðarsveit Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Í kjölfar þess að Veðurstofu barst melding um aurskriðuna sem féll í Eyjafirði fór skriðusérfræðingur á vettvang til að kanna aðstæður. Þetta kemur fram í færslu á ofanflóðavef Veðurstofunnar. Tvær skriður til viðbótar Á vettvangi tók skriðusérfræðingurinn eftir tveimur nýlegum skriðum innst inni í Eyjafjarðardal til viðbótar við þá sem féll síðdegis í dag. Þær skriður voru þó efnislitlar og ollu engu tjóni. Í samtali við fréttastofu segir Martina Stefani, ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar, að mat Ragnars Jónssonar bónda á upptökum skriðunnar við Halldórsstaði hafi verið í meginatriðum rétt. „Vatn rennur um flesta lækjarfarvegi og snjór er efst í fjöllum innarlega í dalnum. Jarðvegur er víða blautur eftir leysingar síðustu vikna og því ekki hægt að útiloka að fleiri skriður geti fallið,“ segir í færslunni. Veðurspáin geri þó ráð fyrir svölu veðri næsta sólarhringinn og lítilli úrkomu sem dregur úr líkum á skriðuföllum. Jarðvegur víða blautur á Norðurlandi Fyrr í vikunni barst Veðurstofunni einnig tilkynning um skriðu sem féll í farvegi í Langadal, skammt frá Húnaveri. Skriðan náði þó ekki niður á veg. „Þessir atburði gefa til kynna að jarðvegurinn er víða blautur á norðanverðu landinu og sumstaðar er snjór enn efst til fjalla. Þegar að staðbundin úrkoma verður geta skriður fallið án mikils fyrirvara og því er best að sýna aðgát og fylgjast með vel með aðstæðum í fjallshlíðum þar sem fólk er að störfum,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Aurskriðan sem féll við Halldórsstaði síðdegis í dag.Veðurstofa Íslands „Ef fólk verður vart við skriður er best að halda sig í fjarlægð og vera meðvituð um að skriður geta komið niður í púlsum. Erfitt er að spá fyrir um leysingarskriður þar sem snjóalög eru breytileg eftir landshlutum og erfitt er að spá fyrir um staðbunda úrkomu,“ segir jafnframt. Veðurstofan heldur utan um skráningar á skriðuföllum í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Þeir sem verða varir við skriður eða grjóthrun eru beðnir um að koma þeim upplýsingum til Veðurstofunnar.
Eyjafjarðarsveit Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira