Hinn 22 ára gamli Olise sló í gegn með Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Þetta er annar stjörnuleikmaðurinn sem Bayern nær í úr ensku úrvalsdeildinni en félagið keypti Harry Kane frá Tottenham síðasta haust.
Þrátt fyrir kaupin á Kane, sem varð markakóngur þýsku deildarinnar, þá vann Bayern engan titil. Liðið ætlar sér eflaust að bæta fyrir það og hjálpa enska landsliðsfyrirliðanum að vinna loksins titil á ferlinum.
Bayern, Chelsea og Newcastle vildu öll fá Olise en það kostar í kringum sextíu milljón pund að kaupa upp samninginn hans.
The Athletic sló því fyrst upp að Olise hafi valið það að fara til Bayern.
Crystal Palace winger Michael Olise has chosen to join Bayern Munich.
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 21, 2024
The 22-year-old France youth international has been of interest to a number of clubs this summer but he has opted for the Bundesliga side.#CPFC
More from @David_Ornstein ⬇️
Chelsea reyndi að kaupa Olise í fyrra en hann skrifaði síðan undir nýjan samning.
Olise átti flott tímabil, skoraði tíu mörk í nítján leikjum en hann missti reyndar af mikið af leikjum vegna tognunar aftan í læri.
Manchester United hafði líka sýnt leikmanninum áhuga en ákvað að einbeita sér frekar að styrkja aðrar leikstöður.