Nokkrir sakborninganna hafi komið við sögu lögreglu áður Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2024 19:28 Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild. Vísir/Einar Hópur sakborning í umfangsmiklu máli sem snýr að skipulagðri brotastarfsemi samanstandur af konum og körlum á ýmsum aldri. Ætla má að brot fólksins hafi staðið yfir í nokkur ár. Á þriðja tug manna voru handeknir í þágu rannsóknar máls er snýr að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi og sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Flestir sakborninganna voru handteknir í aðgerðum lögreglu um miðjan apríl, en þá stóð hópurinn fyrir komu tveggja manna sem fluttu fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru efnin falin inn í hliðum steypts eldhúspotts. Samkvæmt heimildum DV eru þau sex kíló af amfetamíni og kókaíni, sem lögregla lagði hald á í aðgerðunum, aðeins lítill hluti af skipulagðri brotastarfsemi hópsins. Fullyrt er að brotin hafi staðið yfir í nokkur ár. Segja áttræðan karlmann einn af sakborningum Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, segir nokkra úr hópi sakborninga hafa komið við sögu lögreglu áður. Hópurinn samanstandi af konum og körlum á ýmsum aldri. Þetta er breiður hópur, það er bara þannig Lögregla vill að öðru leyti lítið gefa upp um málið fyrir utan það sem fram kom í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í morgun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þeir sem sitji í gæsluvarðhaldi séu íslenskir karlmenn. DV greinir frá því að þau yngstu séu rúmlega þrítug og þau elstu rétt innan við fimmtugt, fyrir utan einn karlmann sem er að verða áttræður. „Fólkið er sagt vera friðsamt og dannað fjölskyldufólk sem hafi flest leiðst út í þessa ólöglegu starfsemi vegna fjárhagserfiðleika“, segir á vef Dv. Búast má við að ákæra verði gefin út á næstu dögum þar sem hámarks leyfilegur gæsluvarðhaldstími rennur út næstkomandi þriðjudag. Lögreglumál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Á þriðja tug manna voru handeknir í þágu rannsóknar máls er snýr að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi og sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Flestir sakborninganna voru handteknir í aðgerðum lögreglu um miðjan apríl, en þá stóð hópurinn fyrir komu tveggja manna sem fluttu fíkniefni til landsins með skemmtiferðaskipi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru efnin falin inn í hliðum steypts eldhúspotts. Samkvæmt heimildum DV eru þau sex kíló af amfetamíni og kókaíni, sem lögregla lagði hald á í aðgerðunum, aðeins lítill hluti af skipulagðri brotastarfsemi hópsins. Fullyrt er að brotin hafi staðið yfir í nokkur ár. Segja áttræðan karlmann einn af sakborningum Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild, segir nokkra úr hópi sakborninga hafa komið við sögu lögreglu áður. Hópurinn samanstandi af konum og körlum á ýmsum aldri. Þetta er breiður hópur, það er bara þannig Lögregla vill að öðru leyti lítið gefa upp um málið fyrir utan það sem fram kom í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í morgun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þeir sem sitji í gæsluvarðhaldi séu íslenskir karlmenn. DV greinir frá því að þau yngstu séu rúmlega þrítug og þau elstu rétt innan við fimmtugt, fyrir utan einn karlmann sem er að verða áttræður. „Fólkið er sagt vera friðsamt og dannað fjölskyldufólk sem hafi flest leiðst út í þessa ólöglegu starfsemi vegna fjárhagserfiðleika“, segir á vef Dv. Búast má við að ákæra verði gefin út á næstu dögum þar sem hámarks leyfilegur gæsluvarðhaldstími rennur út næstkomandi þriðjudag.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Sólheimajökulsmálið Tengdar fréttir Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Sjá meira
Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43