Sló hinn látna eftir að viðbragðsaðilar voru komnir Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 15:07 Karlmaðurinn fannst látinn í fjölbýlishúsi við Bátavog laugardagskvöldið 23. september í fyrra. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar sem komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða sögðu Dagbjörtu Rúnarsdóttur, sem er grunuð í málinu um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september síðastliðinu, hafa slegið manninn eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. Fyrir dómi lýsti slökkviliðsmaður atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Rosalega kaótískur vettvangur Þónokkrir viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og bráðatæknir, hafa gefið skýrslu fyrir dómi í dag. Þeir hafa bæði lýst aðstæðum á vettvangi, endurlífgunartilraunum, og ástandi hins látna. Bráðatæknir sagði að vettvangurinn hafi verið „rosalega kaótískur“. Helmingi fleiri viðbragðsaðilar hafi verið á vettvangi en vanalega í svona máli. Lögregluþjónn sem var hvað fyrstur á vettvang sagði að það hafi verið erfitt að komast að íbúðinni í Bátavogi. Um sé að ræða nýtt hverfi og vegamerkingum hafi verið ábótavant. Þá sagði þessi sami lögregluþjónn að það hafi verið rosalega dimmt inni í íbúðinni, til að mynda hafi annar lögregluþjónn þurft að halda vasaljósi yfir viðbragðsaðilunum sem voru að framkvæma endurlífgunartilraunir. Bráðatæknir sagði jafnframt að myrkrið hafi orðið til þess að ákveðnum aðferðum við endurlífgun hafi ekki verið beitt. Drukkið úr sama eitraða dalli og hundurinn Lögreglumenn voru flestir, ef ekki allir, á sama máli um að erfitt hafi verið að ræða við Dagbjörtu á vettvangi. Hún hafi í sífellu talað um hundinn hennar sem var nýdáinn. Henni hafi grunað að eitrað hafi verið fyrir hundinum, eitrið væri vatnsdalli, og að hinn látni hafi einnig drukkið úr þessum dalli. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Fyrir dómi lýsti slökkviliðsmaður atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Rosalega kaótískur vettvangur Þónokkrir viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og bráðatæknir, hafa gefið skýrslu fyrir dómi í dag. Þeir hafa bæði lýst aðstæðum á vettvangi, endurlífgunartilraunum, og ástandi hins látna. Bráðatæknir sagði að vettvangurinn hafi verið „rosalega kaótískur“. Helmingi fleiri viðbragðsaðilar hafi verið á vettvangi en vanalega í svona máli. Lögregluþjónn sem var hvað fyrstur á vettvang sagði að það hafi verið erfitt að komast að íbúðinni í Bátavogi. Um sé að ræða nýtt hverfi og vegamerkingum hafi verið ábótavant. Þá sagði þessi sami lögregluþjónn að það hafi verið rosalega dimmt inni í íbúðinni, til að mynda hafi annar lögregluþjónn þurft að halda vasaljósi yfir viðbragðsaðilunum sem voru að framkvæma endurlífgunartilraunir. Bráðatæknir sagði jafnframt að myrkrið hafi orðið til þess að ákveðnum aðferðum við endurlífgun hafi ekki verið beitt. Drukkið úr sama eitraða dalli og hundurinn Lögreglumenn voru flestir, ef ekki allir, á sama máli um að erfitt hafi verið að ræða við Dagbjörtu á vettvangi. Hún hafi í sífellu talað um hundinn hennar sem var nýdáinn. Henni hafi grunað að eitrað hafi verið fyrir hundinum, eitrið væri vatnsdalli, og að hinn látni hafi einnig drukkið úr þessum dalli.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira