Segja eldsupptök ekki tengjast veitingastaðnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júní 2024 16:28 Eldur kom upp í glerskála Turnsins á Höfðatorgi í dag. Vísir/Samsett Upp kom eldur í Turninum á Höfðatorgi um hádegisbilið í dag. Rýming gekk vel og var slökkviliðið fljótt á vettvang og náði tökum á eldinum. Guðríður María Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Múlakaffis sem rekur veitingastaðinn Intro á Höfðatorgi, segir eldsupptök ekki hafa tengst veitingastaðnum á nokkurn hátt. Eldsvoðinn var að mestu leyti einskorðaður við veitingastaðinn. „Það er alltaf áfall þegar upp kemur eldur í fyrirtækjum eða á heimilum en við hjá Intro viljum koma því skýrt á framfæri að eldsupptök tengjast veitingastaðnum ekki á nokkurn hátt,” segir Guðríður María. Eldhúsið slapp Í tilkynningu frá stjórnendum Múlakaffis segir að eldurinn hafi komið upp í lagnaleið sem liggur úr kjallara Turnsins upp í glerskálann á Höfðatorgi, sem gegnir hlutverki veitingasalar Intro. Glerskálinn og innanstokksmunir í honum urðu því fyrir töluverðu tjóni. „Það sem skiptir mestu máli er að rýming hússins gekk vel og allir eru óhultir. Nú erum við, líkt og aðrir rekstraraðilar á jarðhæð Turnsins, að meta stöðuna og næstu skref. Eldhúsið okkar varð sem betur fer ekki fyrir teljandi tjóni og unnið verður að því að koma því af stað sem allra fyrst enda eru fjölmargir viðskiptavinir orðnir vanir því að koma til okkar í hádeginu,” er haft eftir Guðríði í tilkynningunni. Fréttastofa hafði samband við Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra sem sagði enn of snemmt að segja til um nákvæm upptök eldsins. Eldurinn hafi þó verið, eins og fram kom, afmarkaður við sal veitingastaðarins. Enn verið að meta tjón Fasteignafélagið Heimar hf. sem eiga Höfðatorg hrósar viðbragðsaðilum og starfsfólki í húsinu fyrir skjót viðbrögð. „Enn er verið að meta umfang tjónsins sem orðið hefur á jarðhæð hússins en fyrsta mat félagsins bendir til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Heimar eru vel tryggðir fyrir tjónum af þessu tagi og hefur tryggingafélag Heima þegar hafist handa við að meta tjónið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Enn sé verið að meta umfang tjónsins á jarðhæðinni en fyrsta mat félagsins bendi til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Ekki sé talið að bruninn hafi veruleg áhrif á afkomuhorfur félagsins. Eldsvoði á Höfðatorgi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
„Það er alltaf áfall þegar upp kemur eldur í fyrirtækjum eða á heimilum en við hjá Intro viljum koma því skýrt á framfæri að eldsupptök tengjast veitingastaðnum ekki á nokkurn hátt,” segir Guðríður María. Eldhúsið slapp Í tilkynningu frá stjórnendum Múlakaffis segir að eldurinn hafi komið upp í lagnaleið sem liggur úr kjallara Turnsins upp í glerskálann á Höfðatorgi, sem gegnir hlutverki veitingasalar Intro. Glerskálinn og innanstokksmunir í honum urðu því fyrir töluverðu tjóni. „Það sem skiptir mestu máli er að rýming hússins gekk vel og allir eru óhultir. Nú erum við, líkt og aðrir rekstraraðilar á jarðhæð Turnsins, að meta stöðuna og næstu skref. Eldhúsið okkar varð sem betur fer ekki fyrir teljandi tjóni og unnið verður að því að koma því af stað sem allra fyrst enda eru fjölmargir viðskiptavinir orðnir vanir því að koma til okkar í hádeginu,” er haft eftir Guðríði í tilkynningunni. Fréttastofa hafði samband við Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra sem sagði enn of snemmt að segja til um nákvæm upptök eldsins. Eldurinn hafi þó verið, eins og fram kom, afmarkaður við sal veitingastaðarins. Enn verið að meta tjón Fasteignafélagið Heimar hf. sem eiga Höfðatorg hrósar viðbragðsaðilum og starfsfólki í húsinu fyrir skjót viðbrögð. „Enn er verið að meta umfang tjónsins sem orðið hefur á jarðhæð hússins en fyrsta mat félagsins bendir til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Heimar eru vel tryggðir fyrir tjónum af þessu tagi og hefur tryggingafélag Heima þegar hafist handa við að meta tjónið,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Enn sé verið að meta umfang tjónsins á jarðhæðinni en fyrsta mat félagsins bendi til þess að það sé takmarkað við þetta afmarkaða svæði í húsinu. Ekki sé talið að bruninn hafi veruleg áhrif á afkomuhorfur félagsins.
Eldsvoði á Höfðatorgi Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira