„Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð“ Andri Már Eggertsson skrifar 26. júní 2024 20:30 Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, í baráttunni í leik kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Tindastóll tapaði gegn FH á útivelli 4-1. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, var svekkt eftir leik og ósátt út í dómara leiksins sem var að hennar mati ekki að vernda leikmennina inni á vellinum. „Við vorum ekki nógu ákveðnar og leikplanið gekk ekki alveg vel upp og það voru litlir hlutir sem gengu ekki upp fannst mér,“ sagði Bryndís í viðtali beint eftir leik. Tindastóll byrjaði leikinn afar illa og eftir tólf mínútur var liðið 2-0 undir sem reyndist ansi þungt fyrir gestina. „Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur. Þær gerðu vel en við komum betur inn í seinni hálfleik og minnkuðum muninn sem var fínt. Þær svöruðu því með góðum kafla og gerðu út um leikinn.“ Bryndís Rut var ekki ánægð með hvernig liðið spilaði eftir að hafa fengið á sig mark þar sem FH skoraði tvö mörk með stuttu millibili bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Viðbrögðin á næstu fimm mínútum eftir mark gerði út af við okkur. Okkur tókst ekki að bregðast nógu hratt við og það var vel gert hjá þeim.“ Í fyrri hálfleik fékk Bryndís olnbogaskot frá Breukelen Lachelle Woodard og lá eftir en dómarinn dæmdi ekkert. Bryndís var ekki sátt með línuna í leiknum og hefði viljað sjá dómarann vernda leikmenn betur. „Mér fannst dómarinn með frekar slappa línu ef ég á að vera hreinskilin. Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum. Tindastóll Besta deild kvenna FH Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
„Við vorum ekki nógu ákveðnar og leikplanið gekk ekki alveg vel upp og það voru litlir hlutir sem gengu ekki upp fannst mér,“ sagði Bryndís í viðtali beint eftir leik. Tindastóll byrjaði leikinn afar illa og eftir tólf mínútur var liðið 2-0 undir sem reyndist ansi þungt fyrir gestina. „Þetta var einbeitingarleysi hjá okkur. Þær gerðu vel en við komum betur inn í seinni hálfleik og minnkuðum muninn sem var fínt. Þær svöruðu því með góðum kafla og gerðu út um leikinn.“ Bryndís Rut var ekki ánægð með hvernig liðið spilaði eftir að hafa fengið á sig mark þar sem FH skoraði tvö mörk með stuttu millibili bæði í fyrri og seinni hálfleik. „Viðbrögðin á næstu fimm mínútum eftir mark gerði út af við okkur. Okkur tókst ekki að bregðast nógu hratt við og það var vel gert hjá þeim.“ Í fyrri hálfleik fékk Bryndís olnbogaskot frá Breukelen Lachelle Woodard og lá eftir en dómarinn dæmdi ekkert. Bryndís var ekki sátt með línuna í leiknum og hefði viljað sjá dómarann vernda leikmenn betur. „Mér fannst dómarinn með frekar slappa línu ef ég á að vera hreinskilin. Hún gaf mér olnbogaskot í andlitið því hún var pirruð. Ég veit að það er hiti í leiknum og allt það en mér finnst dómararnir eiga að vernda leikmenn betur því að höfuðmeiðsli eru alvarlegri en fólk heldur og við erum með leikmenn sem við höfum misst út vegna höfuðmeiðsla. Mér finnst dómarar almennt eiga að verja leikmenn betur eins og í þessu atviki.“ En hefði þetta olnbogaskot ekki átt að verðskulda rautt spjald? „Dæmi hver fyrir sig. Ég þarf að horfa á þetta aftur en ég fékk olnboga beint í smettið og ég vil meina að þetta hafi verið frekar gróft. Boltinn var hvergi nálægt en það þýðir ekkert að pirra sig og það er bara áfram gakk,“ sagði Bryndís Rut að lokum.
Tindastóll Besta deild kvenna FH Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Víkingur - Valur | Verðlaun afhent í Víkinni Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira