Caldentey fer frá Evrópumeisturum Barcelona til Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 13:01 Skyttan Mariona Caldentey. Stuart MacFarlane/Getty Images Hin 28 ára gamla Mariona Caldentey hefur ákveðið að færa sig um set eftir áratug hjá Barcelona. Eftir að vinna fernuna með liðinu á síðustu leiktíð hefur Caldentey samið við Arsenal. Caldentey hefur svo sannarlega verið sigursæl á sínum ferli til þessa en hjá Barcelona vann hún alls 25 titla. Varð hún sex sinnum Spánarmeistari með liðinu og þrívegis Evrópumeistari. Alls skoraði hún 114 mörk í 302 leikjum og þá hefur hún skorað 26 mörk í 72 A-landsleikjum. Var hún hluti af landsliðshópi Spánar sem varð heimsmeistari á síðasta ári. Arsenal Women have confirmed the signing of Mariona Caldentey after 10 years at Barcelona“This is the right time for a new challenge for me and Arsenal is the perfect place.” The World Cup winner saidMore ⬇️https://t.co/8xOta3v0FH— Art de Roché (@ArtdeRoche) July 2, 2024 „Ég er svo glöð með að vera komin hingað. Þetta var rétti tíminn fyrir nýja áskorun og Arsenal er hinn fullkomni staður fyrir mig. Það sem Arsenal er að gera sem félag er magnað, bæði innan vallar sem utan,“ sagði Caldentey eftir að vistaskiptin voru staðfest. „Það er ótrúlegt að sjá hvað félagið hefur gert utan vallar, með fjölda stuðningsfólks sem eltir það út um allt og öll þessi met sem hafa fallið. Ég get ekki beðið eftir að hefjast handa, vinna titla og skemmta stuðningsfólki okkar,“ bætti Caldentey við. Talið er að Caldentey eigi að fylla skarð hollensku markadrottningarinnar Vivianne Miedema sem yfirgaf félagið nú í sumar. Þá hefur Manchester United tilkynnt komu varnarmannsins Dominique Janssen. Sú er 29 ára gömul og á að baki 112 leiki með hollenska landslðinu. Var hún í liðinu þegar Holland varð Evrópumeistari 2017. Ready to make a mark in Manchester.We’re thrilled to have you, Dom 🤝🇳🇱#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) July 2, 2024 Janssen gerir samning til ársins 2027 með möguleika á árs framlengingu. Hin hollenska Janssen er þaulreynd eftir veru sína hjá Wolfsburg og Arsenal þar áður. Hjá Wolfsburg var hún hluti af liði sem vann efstu deild í Þýskalandi tvívegis og varð þrívegis bikarmeistari. Þá vann hún einnig titla með Arsenal þegar hún var þar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Caldentey hefur svo sannarlega verið sigursæl á sínum ferli til þessa en hjá Barcelona vann hún alls 25 titla. Varð hún sex sinnum Spánarmeistari með liðinu og þrívegis Evrópumeistari. Alls skoraði hún 114 mörk í 302 leikjum og þá hefur hún skorað 26 mörk í 72 A-landsleikjum. Var hún hluti af landsliðshópi Spánar sem varð heimsmeistari á síðasta ári. Arsenal Women have confirmed the signing of Mariona Caldentey after 10 years at Barcelona“This is the right time for a new challenge for me and Arsenal is the perfect place.” The World Cup winner saidMore ⬇️https://t.co/8xOta3v0FH— Art de Roché (@ArtdeRoche) July 2, 2024 „Ég er svo glöð með að vera komin hingað. Þetta var rétti tíminn fyrir nýja áskorun og Arsenal er hinn fullkomni staður fyrir mig. Það sem Arsenal er að gera sem félag er magnað, bæði innan vallar sem utan,“ sagði Caldentey eftir að vistaskiptin voru staðfest. „Það er ótrúlegt að sjá hvað félagið hefur gert utan vallar, með fjölda stuðningsfólks sem eltir það út um allt og öll þessi met sem hafa fallið. Ég get ekki beðið eftir að hefjast handa, vinna titla og skemmta stuðningsfólki okkar,“ bætti Caldentey við. Talið er að Caldentey eigi að fylla skarð hollensku markadrottningarinnar Vivianne Miedema sem yfirgaf félagið nú í sumar. Þá hefur Manchester United tilkynnt komu varnarmannsins Dominique Janssen. Sú er 29 ára gömul og á að baki 112 leiki með hollenska landslðinu. Var hún í liðinu þegar Holland varð Evrópumeistari 2017. Ready to make a mark in Manchester.We’re thrilled to have you, Dom 🤝🇳🇱#MUWomen— Manchester United Women (@ManUtdWomen) July 2, 2024 Janssen gerir samning til ársins 2027 með möguleika á árs framlengingu. Hin hollenska Janssen er þaulreynd eftir veru sína hjá Wolfsburg og Arsenal þar áður. Hjá Wolfsburg var hún hluti af liði sem vann efstu deild í Þýskalandi tvívegis og varð þrívegis bikarmeistari. Þá vann hún einnig titla með Arsenal þegar hún var þar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira