Íslenskir dansarar sópa til sín verðlaunum á heimsmeistaramóti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 16:27 Nokkrir úr hópi Danskompanís sem unnið hafa til verðlauna á mótinu. Vísir/Samsett Íslenska landsliðinu í listdansi hefur gengið einstaklega vel á heimsmeistaramótinu í dansi í Prag, höfuðborg Tékklands. Um tvö hundruð íslenskir keppendur taka þátt á mótinu og hefur hópurinn sópað til sín verðlaunum. Heimsmeistaramótið hófst 27. júní og stendur yfir til laugardags 6. júlí. Um tvö hundruð íslenskir keppendur eru í hópnum. „Þetta er virkilega stór hópur, ótrúlega sterkur og flottur sem Ísland sendir í ár,“ segir Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri Danskompaní. Skólinn einn og sér er með 21 atriði í keppninni og hefur gengið mjög vel. „Við höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla, þrjú silfur, eitt brons og svo hafa tvö atriði lent í sjötta sæti. Við erum búin með tíu atriði af okkar. Í raun eru topp sex atriðin kölluð upp eftir hvern flokk þannig að við erum gífurlega ánægð með þau tíu sem eru búin og erum spennt fyrir næstu ellefu,“ segir Helga. „Skólarnir eru að standa sig þvílíkt vel hérna úti eins og Dansskóli Birnu Björns, sem tók sjötta sæti, Listdansskóli Hafnarfjarðar tók þriðja sæti, Listdansskóli Íslands er búinn að taka fyrsta sætið. Íslenska landsliðið er virkilega sterkt í ár.“ Landsliðið í heild vann svo til silfurverðlauna í flokknum Song And Dance. „Þannig að árangurinn er sögulegur hjá liðinu,“ segir Helga. „Stemningin er frábær! Hér er mikið af foreldrum, frænkum, frændum, ömmum og öfum og systkinum sem eru að styðja hópinn. Ísland er klárlega með sterkasta stuðningshópinn. Stemningin er geggjuð og hérna koma allir að horfa á sína samlanda, sitt lið og hvetja áfram. Samstaðan er algjörlega frábær.“ Dans Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Heimsmeistaramótið hófst 27. júní og stendur yfir til laugardags 6. júlí. Um tvö hundruð íslenskir keppendur eru í hópnum. „Þetta er virkilega stór hópur, ótrúlega sterkur og flottur sem Ísland sendir í ár,“ segir Helga Ásta Ólafsdóttir, skólastjóri Danskompaní. Skólinn einn og sér er með 21 atriði í keppninni og hefur gengið mjög vel. „Við höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla, þrjú silfur, eitt brons og svo hafa tvö atriði lent í sjötta sæti. Við erum búin með tíu atriði af okkar. Í raun eru topp sex atriðin kölluð upp eftir hvern flokk þannig að við erum gífurlega ánægð með þau tíu sem eru búin og erum spennt fyrir næstu ellefu,“ segir Helga. „Skólarnir eru að standa sig þvílíkt vel hérna úti eins og Dansskóli Birnu Björns, sem tók sjötta sæti, Listdansskóli Hafnarfjarðar tók þriðja sæti, Listdansskóli Íslands er búinn að taka fyrsta sætið. Íslenska landsliðið er virkilega sterkt í ár.“ Landsliðið í heild vann svo til silfurverðlauna í flokknum Song And Dance. „Þannig að árangurinn er sögulegur hjá liðinu,“ segir Helga. „Stemningin er frábær! Hér er mikið af foreldrum, frænkum, frændum, ömmum og öfum og systkinum sem eru að styðja hópinn. Ísland er klárlega með sterkasta stuðningshópinn. Stemningin er geggjuð og hérna koma allir að horfa á sína samlanda, sitt lið og hvetja áfram. Samstaðan er algjörlega frábær.“
Dans Íslendingar erlendis Tékkland Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira