„Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt“ Ritstjórn skrifar 3. júlí 2024 14:30 Mohamad Kourani í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Vísir Tveir menn sem urðu fyrir stunguárás í OK Market í Valshverfinu í Reykjavík í mars á þessu ári segjast vissir um að Mohamad Kourani hafi framið árásina, en hann er ákærður í málinu. Annar mannanna, sem var stunginn í andlitið, segir að fyrir árásina hafi Mohamad hótað honum og fjölskyldu hans lífláti ítrekað. Vegna þessa hafi fjölskylda hans flutt frá Íslandi til Dubai áður en árásin átti sér stað. Hann og fjölskylda hans hafi gripið til þess ráðs eftir að Mohamad braut rúðu á bílnum hans. „Þetta er stórhættulegt vandamál,“ sagði maðurinn fyrir dómi í morgun þegar aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. „Ég var alltaf tilbúinn í huganum, hvenær sem er. Kourani kemur annað hvort heim til mín eða eitthvert annað til að ráðast á mig.“ Maðurinn, sem vinnur í OK Market, segir að hann og samstarfsfélagi hans, sem varð einnig fyrir árásinni, hafi staðið við afgreiðsluborðið þegar Mohamad hafi komið í verslunina. Hann hafi spurt manninn hvers vegna hann væri ekki að svara skilaboðunum sínum og síðan ráðist á þá. Að sögn mannsins var hann sjálfur heppinn að vera með skæri við hönd, sem hann gat gripið til svo hann gæti varist árásinni. Hann var stunginn í andlitið, en fyrir dómi útskýrði hann að hnífsoddurinn væri enn í andlitinu á honum. Hann sýndi röntgenmynd á símanum sínum því til stuðnings og sagðist ætla að láta fjarlægja oddinn bráðlega. Maðurinn sagði að eftir atvikið hafi Mohamad haldið áfram að senda hótanir í tölvupósti úr fangelsi. Hann segist ekki upplifa sama öryggi og áður þegar hann vinnur í versluninni. Þá segist hann óttast að Mohamad verði aftur frjáls maður. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Málið mjög þungbært Hinn maðurinn sem varð fyrir árásinni gaf einnig skýrslu fyrir dómi í morgun. Hann sagði málið hafa haft þungbær áhrif fyrir sig, og honum þætti erfitt að mæta fyrir dóminn. „Núna er allt neikvætt fyrir framan mig. Ég hef aldrei orðið fyrir svoleiðis áður,“ sagði hann. „Strákurinn minn er alltaf að spyrja hvort þessi eða hinn sé ógnandi maðurinn sem réðst á mig.“ „Óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu“ Mohamad Kourani er ekki bara ákærður fyrir árásina í OK Market heldur varðar dómsmálið líka ákærur er varða brot gegn lögregluþjónum og fangavörðum. Hann er til að mynda ákærður fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti. Sá lögreglumaður gaf vitni fyrir dómi í morgun. Að sögn lögreglumannsins sagði Muhamad ítrekað: „I will kill you and your family,“ eða „Ég mun drepa þig og fjölskyldu þína.“ „Þetta er mjög óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu. Ég tók þess vegna þessum hótunum alvarlega,“ sagði lögreglumaðurinn. Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10 Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Annar mannanna, sem var stunginn í andlitið, segir að fyrir árásina hafi Mohamad hótað honum og fjölskyldu hans lífláti ítrekað. Vegna þessa hafi fjölskylda hans flutt frá Íslandi til Dubai áður en árásin átti sér stað. Hann og fjölskylda hans hafi gripið til þess ráðs eftir að Mohamad braut rúðu á bílnum hans. „Þetta er stórhættulegt vandamál,“ sagði maðurinn fyrir dómi í morgun þegar aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. „Ég var alltaf tilbúinn í huganum, hvenær sem er. Kourani kemur annað hvort heim til mín eða eitthvert annað til að ráðast á mig.“ Maðurinn, sem vinnur í OK Market, segir að hann og samstarfsfélagi hans, sem varð einnig fyrir árásinni, hafi staðið við afgreiðsluborðið þegar Mohamad hafi komið í verslunina. Hann hafi spurt manninn hvers vegna hann væri ekki að svara skilaboðunum sínum og síðan ráðist á þá. Að sögn mannsins var hann sjálfur heppinn að vera með skæri við hönd, sem hann gat gripið til svo hann gæti varist árásinni. Hann var stunginn í andlitið, en fyrir dómi útskýrði hann að hnífsoddurinn væri enn í andlitinu á honum. Hann sýndi röntgenmynd á símanum sínum því til stuðnings og sagðist ætla að láta fjarlægja oddinn bráðlega. Maðurinn sagði að eftir atvikið hafi Mohamad haldið áfram að senda hótanir í tölvupósti úr fangelsi. Hann segist ekki upplifa sama öryggi og áður þegar hann vinnur í versluninni. Þá segist hann óttast að Mohamad verði aftur frjáls maður. „Ef þessi maður kemst út úr fangelsi mun hann drepa barnið mitt eða barn dómarans. Hann mun gera allt.“ Málið mjög þungbært Hinn maðurinn sem varð fyrir árásinni gaf einnig skýrslu fyrir dómi í morgun. Hann sagði málið hafa haft þungbær áhrif fyrir sig, og honum þætti erfitt að mæta fyrir dóminn. „Núna er allt neikvætt fyrir framan mig. Ég hef aldrei orðið fyrir svoleiðis áður,“ sagði hann. „Strákurinn minn er alltaf að spyrja hvort þessi eða hinn sé ógnandi maðurinn sem réðst á mig.“ „Óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu“ Mohamad Kourani er ekki bara ákærður fyrir árásina í OK Market heldur varðar dómsmálið líka ákærur er varða brot gegn lögregluþjónum og fangavörðum. Hann er til að mynda ákærður fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti. Sá lögreglumaður gaf vitni fyrir dómi í morgun. Að sögn lögreglumannsins sagði Muhamad ítrekað: „I will kill you and your family,“ eða „Ég mun drepa þig og fjölskyldu þína.“ „Þetta er mjög óútreiknanlegur maður með mikla ofbeldissögu. Ég tók þess vegna þessum hótunum alvarlega,“ sagði lögreglumaðurinn.
Dómsmál Reykjavík Mál Mohamad Kourani Tengdar fréttir Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10 Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Hlaut dóm á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi vegna stunguárásar Mohamad Kourani, sýrlenskur karlmaður sem ítrekað hefur komist í kast við lögin, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stunguárásar í OK Market í Valshverfinu í þann 7. mars. Sléttri viku eftir árásina var hann dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og fleiri brot. 5. apríl 2024 16:10
Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20
Hrækti á lögreglumenn og hótaði að myrða vararíkissaksóknara Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir fjöldan allan af hegningarlagabrotum, þar á meðal fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hrækja ítrekað á lögreglumenn og að hóta að myrða vararíkissaksóknara. 20. júní 2022 11:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent