Tekið á símanotkun strætóbílstjóra með hörku Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 11:13 Bílstjórinn með fingur og augu á síma en fótinn á bensíngjöfinni. Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó segir byggðasamlagið reglulega fá ábendingar um símanotkun bílstjóra. Tekið sé á símanotkuninni með hörku. Fréttastofu barst eftirfarandi myndband þar sem strætóbílstjóri sést fletta í símanum á meðan hann mjakar bílnum áfram á umferðarljósum. Hegðun bílstjóra sem virðist æ algengari í umferðinni. Til marks um þessa þróun er tölfræði sem sýnir að rekja megi fjórðung umferðarslysa til símanotkunar undir stýri hérlendis. Símanotkun er sömuleiðis einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt lögum, þetta er ekkert flóknara en það. Það sama gildir um okkar bílstjóra,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í það hvernig tekið er á tilvikum sem þessum innanhúss. „En auðvitað tökum við bara alvarlega á því. Við erum með nokkra verktaka að keyra fyrir okkur en það sama gildir um þá. Það er bara tekið á þessu með hörku.“ Sambærilegt atvik átti sér stað fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli þegar myndband af rútubílstjóra Airport Direct fór í dreifingu þar sem hann sást ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Jóhannes Svavar segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir bílstjóra að komast í símann yfir daginn í pásum. „Vaktakerfin eru yfirleitt þannig skipulögð að bílstjórar geta fengið sér pásu sem er oft notuð í tímajöfnun, eða til þess að fá sér kaffi eða komast á klósett. Það er alltaf að lágmarki einhverjar mínútur á milli ferða,“ segir hann. „Við höfum svo sem ekki gert athugasemdir við þráðlausan búnað, en það þarf þá að vera stutt símtal og helst tengt vinnunni.“ Hann kveðst eiga erfitt með að meta hvort um stórt vandamál sé að ræða innan Strætó. „En eitt tilvik er einum of mikið. Þetta á bara ekki að líðast. Það skiptir ekki máli hvort einhverjir aðrir séu að gera þetta, þetta eru atvinnubílstjórar og við viljum vera fyrirmyndir,“ segir Jóhannes. Strætó fær reglulega ábendingar um símanotkun bílstjóra. „Þær eru ekki taldar í hundruðum. En við bara fögnum þeim, þar sem við getum þá gripið til einhverra ráðstafana.“ Strætó Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Fréttastofu barst eftirfarandi myndband þar sem strætóbílstjóri sést fletta í símanum á meðan hann mjakar bílnum áfram á umferðarljósum. Hegðun bílstjóra sem virðist æ algengari í umferðinni. Til marks um þessa þróun er tölfræði sem sýnir að rekja megi fjórðung umferðarslysa til símanotkunar undir stýri hérlendis. Símanotkun er sömuleiðis einn stærsti áhættuþáttur umferðarslysa í heiminum að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Þetta er náttúrulega ólöglegt samkvæmt lögum, þetta er ekkert flóknara en það. Það sama gildir um okkar bílstjóra,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó í samtali við Vísi. Hann vill ekki fara nánar út í það hvernig tekið er á tilvikum sem þessum innanhúss. „En auðvitað tökum við bara alvarlega á því. Við erum með nokkra verktaka að keyra fyrir okkur en það sama gildir um þá. Það er bara tekið á þessu með hörku.“ Sambærilegt atvik átti sér stað fyrir tveimur árum og vakti mikla athygli þegar myndband af rútubílstjóra Airport Direct fór í dreifingu þar sem hann sást ítrekað líta niður á síma sinn á meðan akstri stóð. Jóhannes Svavar segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir bílstjóra að komast í símann yfir daginn í pásum. „Vaktakerfin eru yfirleitt þannig skipulögð að bílstjórar geta fengið sér pásu sem er oft notuð í tímajöfnun, eða til þess að fá sér kaffi eða komast á klósett. Það er alltaf að lágmarki einhverjar mínútur á milli ferða,“ segir hann. „Við höfum svo sem ekki gert athugasemdir við þráðlausan búnað, en það þarf þá að vera stutt símtal og helst tengt vinnunni.“ Hann kveðst eiga erfitt með að meta hvort um stórt vandamál sé að ræða innan Strætó. „En eitt tilvik er einum of mikið. Þetta á bara ekki að líðast. Það skiptir ekki máli hvort einhverjir aðrir séu að gera þetta, þetta eru atvinnubílstjórar og við viljum vera fyrirmyndir,“ segir Jóhannes. Strætó fær reglulega ábendingar um símanotkun bílstjóra. „Þær eru ekki taldar í hundruðum. En við bara fögnum þeim, þar sem við getum þá gripið til einhverra ráðstafana.“
Strætó Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira