Jóhann lenti óvænt í flugi með formanninum og fer ekki fet Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 08:00 Jóhann Berg Guðmundsson er hæstánægður með að halda áfram hjá Burnley. burnleyfootballclub.com Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, segir að það að hafa óvænt verið í sama flugi og Alan Pace, formaður Burnley, á heimleið frá Amsterdam hafi haft sitt að segja um að hann verði áfram leikmaður enska félagsins, eftir að hafa kvatt það í vor. Jóhann kvaddi Burnley í maí eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni, og beygði af í einlægu viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum félagsins. Það duldist því engum hve annt Jóhanni er um Burnley en hann kom til félagsins frá Charlton fyrir átta árum síðan, um það leyti sem hann sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. Nú er hins vegar orðið ljóst að Jóhann er alls ekki á förum frá Burnley og yfir því er hann himinlifandi: „Já! Ég er kominn aftur og ég er ótrúlega ánægður! Þetta félag hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Það var erfitt að skilja við það í þessari stöðu, eftir fallið. Ég vildi ekki fara. Ég vil hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima. Ég vissi líka að fótboltaferli mínum væri hvergi nærri lokið,“ segir Jóhann á heimasíðu Burnley. https://t.co/5wrq0MebYI pic.twitter.com/Ugi5NDv2IF— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) July 6, 2024 Jóhann mun leika undir stjórn nýs knattspyrnustjóra, Scotts Parker sem áður hefur stýrt Bournemouth og Fulham, eftir að Vincent Kompany var ráðinn stjóri Bayern München. Jóhann, sem er 33 ára, segir fyrrnefnt flug með formanni Burnley hafa stuðlað að því að hann sneri aftur til félagsins. Burnley re-sign player they axed two months ago in bizarre meetinghttps://t.co/qvA1FGcUqJ— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) July 6, 2024 „Ég var í sama flugi og Alan Pace frá Amsterdam og við áttum gott samtal um félagið og hvað við gætum gert til að koma því aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima, og hér er ég núna, aftur búinn að skrifa undir sem leikmaður Burnley. Ég er líka búinn að ræða við nýja stjórann og ég vil bara hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina,“ segir Jóhann. „Það verður erfitt. Championship-deildin er gríðarlega erfið. En miðað við hæfileikana og reynsluna í þessum hópi þá getum við horft jákvæðum augum á komandi tímabil,“ segir Jóhann. Enski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
Jóhann kvaddi Burnley í maí eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni, og beygði af í einlægu viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum félagsins. Það duldist því engum hve annt Jóhanni er um Burnley en hann kom til félagsins frá Charlton fyrir átta árum síðan, um það leyti sem hann sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi. Nú er hins vegar orðið ljóst að Jóhann er alls ekki á förum frá Burnley og yfir því er hann himinlifandi: „Já! Ég er kominn aftur og ég er ótrúlega ánægður! Þetta félag hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Það var erfitt að skilja við það í þessari stöðu, eftir fallið. Ég vildi ekki fara. Ég vil hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima. Ég vissi líka að fótboltaferli mínum væri hvergi nærri lokið,“ segir Jóhann á heimasíðu Burnley. https://t.co/5wrq0MebYI pic.twitter.com/Ugi5NDv2IF— Johann B Gudmundsson (@Gudmundsson7) July 6, 2024 Jóhann mun leika undir stjórn nýs knattspyrnustjóra, Scotts Parker sem áður hefur stýrt Bournemouth og Fulham, eftir að Vincent Kompany var ráðinn stjóri Bayern München. Jóhann, sem er 33 ára, segir fyrrnefnt flug með formanni Burnley hafa stuðlað að því að hann sneri aftur til félagsins. Burnley re-sign player they axed two months ago in bizarre meetinghttps://t.co/qvA1FGcUqJ— The Sun Football ⚽ (@TheSunFootball) July 6, 2024 „Ég var í sama flugi og Alan Pace frá Amsterdam og við áttum gott samtal um félagið og hvað við gætum gert til að koma því aftur í úrvalsdeildina þar sem það á heima, og hér er ég núna, aftur búinn að skrifa undir sem leikmaður Burnley. Ég er líka búinn að ræða við nýja stjórann og ég vil bara hjálpa liðinu að komast aftur í úrvalsdeildina,“ segir Jóhann. „Það verður erfitt. Championship-deildin er gríðarlega erfið. En miðað við hæfileikana og reynsluna í þessum hópi þá getum við horft jákvæðum augum á komandi tímabil,“ segir Jóhann.
Enski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira